Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af AlþýðuflokknuiD 1926. Laugardaginn 26. júní. listin er listi 146. tölublað. Áskorun. SjoMiaiBiiafélaff Reykjavfkur, Fundur í Bárunni mánudaginn 28. þ. m. kl. 8 síðdegis. Til umræðu: 1. félagsmál. 2. síldveiðakaupið. 3. landskjörið. Þess er vænst, að allir, sem til síldveiða hyggja, sem og aðrir félagsmenn, mæti á fundinum, Sýnið félagsskírteini við innganginn! St jÓFnin. Verkamenn og verkakonur sunn- an og vestan lands! Nú fara í hönd mjög erfiðir tímar fyrir verkalýðinn hér heima. Togaraflotinn sunnlenzki liggur bundinn við hafnargarðinn, og þeir, sem við hann unnu, ganga atvinnulausir. Á Norðurlandi er i'itlit fyrir litla síldarútgerð og því einnig iitla atvinnu þar. Neyðin kreppir því víða að verkalýðnum, og þess vegna er þörf á, að hann treysti nú betur samtök sín en nokkru sinni fyrr og noti sér nú til hlítar reynslu þá, er hann hefir af gildi samtakanna. Norðlenzki verkalýðurinn skil- úr vel, hvílíkt gerræði það er af atvinnurekendunum gagnvart þjóðarheildinni og þó einkum verkalýðnum að leggja togaraflot- anum nú upp og valda með því hinu ógurlegasta atvinnuleysi. Það er engum efa bundið, að í skjóli atvinnuleysisins munu atvinnurek- endur gera tilraun til þess að lækka kaupiö. Ofan á það að hafa liíla sem enga vinnu á það að bætast að fá þá litlu vinnu, er gefst, hörmulega borgaða. At- vinnurekendur munu sérstaklega reyna að beita þessu við síldar- útgerðina í surnar, því að þeir búast við, að aðstreymi atvinnu- lauss verkalýðs til síldarstöðvanna verði svo mikið, að þeim verði hægur vandi að vinna bug á sam- tökunum. Þessirverður að afstýra, og verkalýðurinn getur hindrað þetta, ef hann er samtaka. Að hann getur verið það, kom svo greinilega í ljós, sem frekast mátti Verða, í hinum ággætu samtökum verkakvenna á Siglufirði á síð- asta sumri. Þá var þó enginn félagsskapur verkakvenna til þar. Nú er hann myndaður, og verka- kvennafélagið þar hefir þegar auglýst kauptaxta sinn hér í blað- inu. Því auðveldara ætti nú að vera að standa vel saman. Verkamenn og verkakonur, sem ætlið noröur _til síldarstöðvanna! Gætið þess að fara helzt ekki, nema þið séuð ráðin og séuð viss í því, að þið verðið ekki til þess óviljandi að spilla kaupi verka- iýðsins! Ráðið ykkur að eins upp á kjör, sem ekki eru lakari en þau, sem verkalýðsfélagsskapurinn nyrðra hefir sett sem lágmark! Og, er þið komið norður, komist þá fljótt í samband við félög verkalýðsins þar til að geta staðið sem bezt saman, ef til kaupdeilna kemur! Nú ríður á að -láta ekki atvinnu- rekendum takast að spilla sam- tökum verkalýðsins nieð hinni stórhættulegu verkstöðvun sinni og atvinnuleysi því, er þeir skapa. Síldartíminn er aðalatvinnutími norðlenzka verkalýðsins, sumarið oft eini tíminn, sem norðlenzkir verkamenn geta unnið fyrir fjöl- skyldum sínuni. Fyrir sunrdenzka verkalýðinn er síldarvinnan að Ágætt saltkjðf at sauðum og vetrargömlu fé úr Dalasýslu. Va kg. að eins 75 aura. Ódýrara í heilum tunnum. Kaupfélagið. Simar 1026 og 1298. eins aukavinna, lítill hluti af árs- vinnu hans. Því treystir nú norð lenzki verkalýðurinn á alla verka- menn og verkakonur, er norður koma til að stunda þennan at- vinnuveg, að reynast sem sam- herjurn ber, að hjálpa honum af fremsta megni til að halda uppi viðunanlegum kjörum fyrir at- vinnu þá, er líf hans og atvinna að mestu leyti byggist á. Verkamenn og verkakonur! Hindrið það, að atvinnurekendum takist með neyðinni, er atvinnu- leysinu fylgir, að eyðileggja eina vopn verkalýðsins, samtökin! Eflið heldur samtök hans og samheldni, því að nú er meiri þörf að treysta þau vopn en nokkru sinni fyrr! Akureyri, í júní 1926. Stjórn Verkalýðssambands Norðurlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.