Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 4
4 Sjómannaféiag Reykjavíkur. Til félagsmanna. Síjórn Verklýðssambands Norð- urjands skorar fyrir hönd norð- Jenzkra sjónranna á félagsmenn okkar að ráða sig ekki á norð- lenzk síldveiðaskip fyrir kaup það, sem fram boðið er af hendi útgerðarmanna, og biður menn að ráða sig ekki fyrr en kaupið er ákveðið með samningi eða taxta frá sjómanna-hálfu. Samkvæmt ofan rituðu vonumst við til, að félagsmenn verði við áskorun pessari og ráði sig ekki fyrir smánar-kaup það, sem nú ér í boði, og bíði þar til ákvörðun verður tekin um kaupgjaldið á fundinum á mánudaginn. F. h. stjórnar Sjómannaféíags Reykjavíkur. Sigurjón Á. Ólafsson formaður. Erlessd símskeyti. Khöfn, FB., 26. júní. Járnbrautarmenn kvarta yfir versnuðum kjörum. Frá Lundúnum er símað, að járnbrautarmenn kvarti um lakari vinnukjör eftir verkfallið og telja alvarlega deilu óhjákvæmilega, nema bót verði ráðin á. / Fjármál Frakklands. Frá París er sínrað, að stjórnin krefjist þess sennilega, að þingið samþykki samning Ameríku og Frakklands um ófriðarskuldirnar, þar sem doilaralán sé nauð^'n- legt til þess að verðfesta frank- ann, en það mun því að eins fáanlegt, að þingið samþykki samningana. Asíuflugið danska. Nýtt flugmet. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Botved flugmaður kom á mið- vikudaginn heim og lenti á flug- velli hersins í Kaupmannahöfn. Flugið heimleiðis frá Tokíó er meira en 10 609 rasta langt og var farið á h. u. b. 72 flugtímum, er skiftast á 9 daga, og er það met. Kjör á síldveiðum. Sinánarboð útgerðarmanna. Norðlenzkir og ísfirzkir útgerð- armenn hafa kornið sér saman um að bjóða mönnum á síldveiðaskip- unum 200 kr. á mánuði og 5 aura aukaþóknun af tunnu, og af þessu eiga menn svo að fæða sig. Norð- lenzkir og ísfirzkir sjómenn neita algerlega að ráða sig fyrir kaup þetta. Sama munu sjómenn hér gera. Útgerðarmenn hér hafa haft hljótt um sig til þessa og lítið unr samninga viljað tala, en þó mun nú vera að komast skriður á það mál. Enginn togaranna mun .fara á síldveiðar samkvæmt umsögn skrifstofustjóra Félags íslenzkra Dotnvörpuskipaeigenda, Páls 01- afssonar. Þar af leiðandi er nú ekkert rætt um samninga við það félag. S ildar einkasölu heimildin verður ekki notuð. FB„ 21. júní. Atvinnu- og samgöngu-mála- ráðuneytið tilkynnir: Það tilkynnist hér með, að einkasölulreimildin í lögurn um sölu á síld o. fl. frá 15. þ. m. verður ekki notuð á yfirstandandi ári. Bansk-íslenzka nefndin. Hún hóf fundi sína 14. þ. m. og lauk þeimf19. þ. m. Þau mál, sem hún tók til meðferðar, voru þessi: Sildarsöíulögin. Nefndin athugaði þau þegar, áð- ur en þau voru staðfest, og er svo um búið, að þau verði athug- uð nánara. ef ti! kemur, að þau verði framkvæmd. Ætlunin er, að tryggja öllum hlutaðeigendum, að fuJlkomins jafnréttis verði gætt, er lögin koma til framkvæmda. Veiðar útlendinga við ísland. Nefndin ræddi unr, hvaða ráð- stafanir þyrfti að gera í báðurn löndunum ti! að koma í veg fyrir misnotkun réttarins til að veiða í íslenzkri landhelgi og til að verka fiskinn í landi á þann hátt, að verkað sé og saltað fyrir reikning erlendra manna. Réttur til vistar á heilsuhæluin. Nefndin skorar á stjörnir beggja landanna að koma því til leiðar með bréfaskriftum eða samningi, að sú venja yrði fest, sem hingað til lrefir verið ríkjandi, að íslend- ingar fái inntöku á dönsk heilsu- hæli og öfugt. Endurheimt skjala og fornminja. Loks hefir nefndin samþykt uppkast að samningi um skjala- skifti íslands og Danmerkur og sömuleiðis gert tiliögur um skil á fornminjum. D’ess dagi&nsa og vegi&nsi. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor- vaidsensstræti 4, símar 1786 og 553, og aðra nótt Kjartan Ölafsson, Lækjargötu 6 B., sími 614. Sunnudagslæknir er á morgun Ölafur Gunnarsson, Laugavegi 16, simi 272. Kirkjuhljómleikur Páls ísólfssonar verður kl. 9 ann- að kvöld. Hljómlistarvinir mega ekki missa af honum. Prestastefnan. Erindi það, er Sigurður prófess- or Sívertsen flutti í gærkveldi fyr- ir almenning, var um kirkju-guð- rækni. — í kvöld kl. 8V2 flytur Jón biskup Helgason erindi fyrir al- menning í dómkirkjunni um mann- inn Pál frá Tarsus, þ. e. Pál post- ula. Næturvörður er næstu viku i Lyfjabúð Reykja- víkur. Á Bergþórshvoli í Landeyjum (aðsetri Njáls spaka) er nú byrjað að byggja upp bæinn í fornum bæjarstíl. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 prestvígsla. Vigðir verða guðfræð- ingarnir Sveinbjörn Högnason, sett- ur prestur í Laufássprestakalli við Eyjafjörð, og Sigurður Einarsson, settur prestur i Flatey á Breiða- firði í stað séra Halldórs Kolbeins, sem orðinn er prestur í Súganda- firði. Séra Friðrik Hallgrímsson lýs- ir vígslu. Engin síðdegismessa. 1 frikirkjunni kl. 5 séra Halldór Kol- beins. 1' Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.