Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 5
AL'EÝÐUBUAÐfD , *; með predikun. — I sjómannastof- unni kl. 6 e. m. guðsþjónusta. Allir velkomnir. Haraldur Níelsson prófessor er kominn úr norðurför sinni. Samhryggfðarskeyti hafa tveir ráðherrar alþýðustjórn- arinnar dönsku, þeir Stauning' for- sætisráðherrá og Moltke greifi utan- ríkisráðherra, sent íslenzku stjórn- inni út af fráfalli Jóns Magnússonar forsætisráðherra. Rjörn BI. Jónsson kom að vestan með Esju í gær og hefir liinar beztu fréttir að segja af eflingu alpýðulireyfiugarinnar. Skipafréttir. „Esja“ kom úr hringferð í gær norðan og vestan um land og fer aftur síðdegis á morgun vestur og norður um. „Nova“ kom í gær norð- an um land frá Noregi. — Björgun- arskipið ,,Uffe“ fór í gær til Grinda- vikur. Nú er búið að pétta togar- ann „Ásu“ og ætlar pað aö reyna nð ná honum út. Læknabrennivínsfrumvarp Magnúss Péturssonar, sem afi eins hefir orðið 1il ásteytingar og óheilla læknastéttinni o. s. frv. Pannig áíti setningin að vera í blaðinu í gær. Séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ í Eyjafirði kom,hingað til bæjarins í gær. Hann er full- trúi á Stórstúkupinginu og stór- Kapelán. Alls eru nú mættir a. m. k. 87 fulltrúar á Störstúkupinginu. Veðrið. Hiti 16—9 stig. Átt ýmisleg, hæg. Loftvægishæð vestan við Bretlands- eyjar. Útlit: Hæg útsunnanátt. Dá- lítil úrkoma og sums staðar poka á Suðvesturiandi. Þurt annafs staðar. Meiðsli. i gær hljóp stúlka út úr bifreið á Vesturgötunni, án pess að bif- reiðjn væri stöðvuð. Féll stúlknn og meiddist og var flutt til læknis. Henry Erichsen, harmonikusnillingur, og frú Ma- ridia héldu harmonikuhljómleika í gærkveldi. Áheyrendur tóku leik peirra með geysi-fögnuði og klöpp- uðu peim óspart lof í lófa. Á morg- un kl. 3 halda pau síðustu hljóm- leika sína, pví að pau fara utan með „Lyru“. Þeir, sem enn ekki hafa heyrt pessa snillinga, ættu að farn á hljómleikana á morgun. S. í dag eru 37 ár frá dánardegi Jóns Sig- urðssonar á Gautlöndum, föður frú Rebekku (konu séra Guðmundar frá Gufudal) og þeirra systkina. Jsirðræktaa^félaggs Keykjaníkur verður haldinn í Báruhúsinu (uppi) á morgun, sunnudaginn 27. p. m, klukkan 2 eftir hádegi. Reykjavík, 25. júní 1926. GrímiHfui,> H. Ólafsson. Jénsmessu* liáfiðin í Hafnarfirði á morgun. Bifreiðaferðir frá Steindóri. C- listinn hélt fund i Iðnó í gærkveldi að eins fyrir nokkra boðsgesti, senr meiri hluiinn voru konur. Fundur- inn var fámennur. Fyrstur tók til máls Jón Þorláksson, og lýsti hann fyigi listanna. Taldi hann sig viss- an, vafasamt um Þórarin, Jón Baldvinsson vissan, vafasamt um Magnús. Þannig væri niðurstaðan af ferð sinni kring um landið. Lítið gerði hann úr kvennalistanum og enn pá minna úr klofningnum úr í- haldinu (E-listanum). Síðan tóku lil máls ræöuskörungarnir Björn jSt.e- fánsson, Árni frá Höfðahólúm, Guð- mundur Ásbj. og Jón í „Alliange". Fleiri liöfðu ekki talað, pegar tið- indamaður Alpýðublaðsins fór af fundinum. ‘ssmmmmmmmmmmmmm Frú Marfdia og Henry Erichsen halda síðnstu harmonlku" liljémleika sunnndag kl. 3 í Nýja Bíó. Aðgöngumiðar á kr. 2,00 og 2,50 seldir í Hljóðfærahúsinu (sími 656) í dag og í Nýja Bíó sunnudag eftir kl. 1, ef eitthvað verður óselt þá. E-listinn hélt fund i Bárunni í gærkvoldi. Var pangað boðið fylgismönnum iistans og ýmsum mönnum, sem lík- legir voru til fylgis. Bekkjafyllir var í húsinu, mest kaupmenn, nokkrir skrifstofumenn og flestall- ir starfámenn íslandsbanka. Fátt vár um konur. 1 pontuna stigu nð eins Sigurður Eggerz og Jakob Möller. Messan var úti um kl. 10. Alþýðublaðið er sex síður i dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.