Alþýðublaðið - 28.06.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.06.1926, Qupperneq 2
ALRVÐUxlLAÐIJ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama stað opin kl. < 9'/2 — 10Va árd. og kl. 8 — 9 síðd. J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 « (skrifstofan). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindúlka. £ Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í (í sama húsi, sömu símar). [ Góðtemplarareglan. Störstúkupingið. Stórstúkuþingið, sem nú starfar, er hið fjölmennasta, sem nokkuru sinni hefir verið haldið hér á landi, enda er Reglan fjölmennust nú, tehir 7276 félaga, en hefir áður talið flesta árið 1907, þá 6743. Á siðast liðnum tveimur árum hefir fjölgað í Reglunni um 1462 félaga. Er þannig næstum 14. hver íandsmaður í henni. Þegar litið er á þennan mikla vöxt Reglunnar upp á síðkastið mun íslenzka þjóðin geta \'ænst þess, að til skarar fari að skríða í bannmálinu. Alkunna er, að meöal þeirra, sem hafa fylkt -sér undir merki Reglunnar, eru ýmsir þeir menn, sem hafa gert bannmálið að hug- sjónamáli sínu og eru fúsir að leggja krafta sína fram til að ryðja öllum hindrunum úr vegi þess, að ísland verði algert vín- bannsland. Þeir vilja hrinda af þjóðinni kúgunaroki því, sem Spánverjar með tilstyrk hérlendra skoðanabræðra sinna hafa lagt á herðar henni. Stefnumark bannmanna er, að þjóðin búi við þau lög, sem hún hefir sett sér með almennri atkv.- greiðslu, -einu bannlögin, sem þannig eru til orðin, en að þau séu svo úr garði gerð, að þau geti kornið að fullúm notum í fram- kvæmdinni. Stórstúkuþingið sátu flestir 92 fulltrúar, víðs vegar af landinu. Ber sá fulltrúafjöldi ánægjuleg- an vott um áhuga stúkna úti um land á málum Templara. Þegar skýrslur embættismanna V'Oru til meðferðar, var öllum full- trúum Ijóst, að framkv.nefnd sú, sem starfað hefir undanfarið, hefir staðið mjög vel í stöðu sinni. Gátu ókunnugir jafnt sem kunnugir fundið, að hún hafði rækt skyldur sínar með sérstakri samvizkusemi. Fjárhagurinn hefir batnað stór- um. Hefir framkvænidanefndinni tekist á siðustu tveimur árum að greiða þær miklu skuldir, er Stór- stúkan var komin í, og skila fjár- hagnum þannig, að dálítili tekju- afgangur er til næsta árs. Undanfarið hafa störf Stórstúk- unnar verið nrjög heft sökum fé- leysis; en þrátt fyrir það var ráð- inn regluboði síðast liðið ár: Varð mikið gagn af starfi hans til út- breiðslu, en hefei þó getað orðið enn meira, ef nægilegt fé hefði verið fyrir hendi, þar sem heilir landshlutar hafa algerlega orðið út undan við regluboðun. Nú hefir alþingi veitt Reglunni 10 þúsund króna styrk, jafnframt því sem það áætlar ríkissjóði 500 þúsund króna vínsölutekjur og (mestan hluta af) 650 þúsund kr. í áfengistoll. Má sjálfsagt vænta góðs árangurs af þeirri rausn(!). Á dánardegi Sigurðar heitins Eiríkssonar reglubdða (26. þ. m.) var samþykt skipulagsskrá fyrir minningarsjóð hans, sem stofnað- ur var í fyrra á 25. ársþingi Stór- stúkunnar. Skal veita stúkum hag- kvæm lán úr sjóðnum til húsbygg- inga víðs vegar, þar sem sérstök þörf, er á byggingu fundahúsa. Hélztu samþyktir. Þessar tillögur voru samþyktar í einu hljóði: Stórstúkuþingið skorar á fram- kvæmdanefnd sína að vinna að því við þing og ríkisstjórn: I. Að upp verði teknir nýir við- skiftasamningar við Spánverja, er undanþiggi íslendinga þeirri kvöð, að leyfa eða líða innílutning áfengis til landsins og sölu þess í landinu. II. Að bæja- og sveita-félögum verði veitt heimild til að ákveða með almennri atkvæðagreiðslu, hvort þau vilji hafa áfengissölu eða ekki, rneðan Spánarundanþág- an er í gildi. III. Að numin verði úr gildi heimild lyfsala og lækna til að selja mönnum áfenga drykki eftir lyfseðlum. IV. Að fá samþykt lög um sér- stakan rannsóknardómara í öllum málum, er snerta bannlagabrot, og nái vaklsvið hans yfir Reykja- vík, Gullbringusýslu og sveitirnar umhverfis Faxaflóa eftir nánari ákvörðun. Hann sé skipaður eftir tillögu framkvæmdanefndar Stór- stúkunnar, og V. að koma á sem fullkomnastri bann- og toll-gæzlu á Siglufirði yfir veiðitímann. Að gefnu tilefni er þess sérstaklega krafist, að rikisstjórnin fari eftir tillögu framkvæmdanefndarinnar í þess- um efnum. VI. Stórstúkan felur fram- kvæmdanefnd sinni að vinna að 'wi, að allir frambjóðendur við næstu alþingiskosningar skuld- bindi sig til að vinna að því, að ekkert áfengi verði haft um hönd við veitingar þær og veizlur, er ríkisstjórn eða ,,hið opinbera" kann að halda við væntanleg há- tiðahöld alþingis 1930. Stórstúkuþingið samþykti til- lögur þess efnis, að reyna að •Stofna nokkurs konar bannbanda- lag með áhugasömum bannmönn- um viðs vegar á landinu. Hefir Brynleifur Tobíasson stór- templar undirbúið stofnun þessa sambands með því að snúa sér til ýmsra félaga og félagssam- banda og óska inngöngu þeirra í slíkt bannbandalag. Væri óefað mikið gagn að, ef slíkur félags- skapur yrði stofnaður. Myndi þar sameinast áhugi og starfskraftar ýmsra manna, sem nú sitja hjá í bannbaráttunni, af því að þeir eru ekki bundnir néinum þeim félagsböndum, er halda þeim til starfsins. — 40 ára. Eins og flestum er kunnugt, er Stórstúka íslands nú 40 ára, og af tilefni þess kaus hún þrjá fé- laga sínaf sem voru stofnendur hennar og fyrstu starfsmenn, sem heiðursfélaga reglubræðurna, þá Þórð prófast Ólafsson í Dýrafirði, Magnús prófast Bjarnarson á Prestsbakka og Bjarna Einarsson fyrrv. prófast. Framkvæmdanefndin. Óefað má-telja það happadrjúgt fyrir Regluna, að stjórn hennar sé enn=fyrir norðan. Hefir verið tek- ið svo föstum tökum á málum hennar nú upp á síðkastið, að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.