Alþýðublaðið - 28.06.1926, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 28.06.1926, Qupperneq 3
&L-(kÝÐ0fiíS&ðI£ vafasamt er, hvort til batnaðar hefði breyzt, pótt umskifti hefðu orðið. Að minsta kosti má bú- ast við, að þar sem vel hefir verið starfað að undanförnu með illri aðstöðu, þá verði starfið nú notadrýgra með bættri aðstöðu í batnandi fjárhag og aukinni kynningu framkvæmdastjórnar á störfum og starfsháttum. I framkvæmdanefndina voru kosin að þessu sinni: Brynleifur Tobiasson stórtempl- ar, Árni Jóhannsson verzlunar- maður st.-kanzlari, Álfheiður Ein- arsdóttir, frú, st.-varatemplar, Steinþör Guðmundsson skóla- stjóri st.-gæzlumaður ungtempl- ara, öll á Akureyri, Felix Guð- mundsson, kirkjugarðsvörður, Reykjavík, st.-gæzlumaður lög- gjafarstarfs, Halldór Friðjónsson, ritstjóri, Akureyri, stórritari, Sig- urbjörn Á. Gíslason guðfræðing- ur, Reykjavík, st.-fregnritari, Jón- as Kristjánsson læknir, Sauðár- króki, st.-fræðslustjóri, Guðbjörn Björnsson kaupm., Akureyri, st.- gjaldkeri, Árni Sigurðsson frí- kirkjuprestur, Reykjavík, st.-kape- lán og Eihar H. Kvaran skáld, Reykjavík, fyrrv. stórtemplar (sjálfkjörinnj. Allir templarar og íslenzka þjóðin yfirleitt væntir þess, að öll geri þau skyldu sína, svo sem þeim er frekast unt. Stórstúkan hefir haft forgöngu í bannmálinu, og nauðsynleg úrlausn þess er að nokkru komin undir fram- lwæmdanefnd hennar. Því fastari tökum sem hún tekur á því og því fjær sem hún er því að gera sig, þó ekki sé nema í bili, ánægða með þær eftirstöðvar af bann- lögum, sem nú eru, því meiri á- rangurs er að vænta bæði út á við og í störfum templara víðs vegar um land. Næsta stórstúkuþing er ákveð- ið hér í Reykjavík. Þegar fulltrúar stúknanna koma hver heim í sína sveit, verður að vonast eftir þvi, að þeir kveiki nýjan'eld áhuga og framtaks, svo þingseta þeirra nái þar með full- um tilgangi sinum. — Heill sé Reglunni í störfum sín- um fyrir land og lýð. Blessun fylgi hverjum þeirn, sem vinnur í þágu mannúðar og réttlætis. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, •sími 179. Skipafréttir. Lagarfoss kom á laugardagskvöld frá Englandi. Botnía og Tjaldur komu frá útlöndum í gær. Er „Óðinn" herskip? Strandvarnarskipið „Óðjnn“ hafði meðíerðis nokkuð af yínum, þeg- ar það kom hingað, þar á meðal whisky og koníak. Skýrði skipstjóri þegar frá vínunum, og innseglaði lögregian þau. Er nú beðið eftir úr- i IPR «F‘'r rÆ'' I skurði lögreglustjóra um, hvort skipið eða eigendur vínsins megi halda því. Nú er svo fyrir mælt í 5. gr. laga frá 1917 um aðflutnings- bann á áfengi, að ekkert íslenzkt skip megi flytja nokkurt áfengi til landsins til eigin afnota, nema fólks- flutningaskip, sem hefir a. in. k. rúm fyrir 25 farþega og hefir undan- þágu frá stjórnarráðinu til þess flutnings, eða herskip. Sama regla gildir enn um sterkari vínin. Nú er að sjá, hvort vínin verða gerð upp- tæk eða strandvarnarskipið verður talið herskip, sem er næsta ólík- legt. í morgun lézt Margrét Guðbrandsdótti^ 74 ára gömul, að héimili sonar síns, Jóns Þórðarsonar prentara, Fram- nesvegi 16 B. Kona, . sem kom með Botníu og grunuð var að hefði hettusótt, var flutt í sóttvarnarhúsið, en að líkjnduin er ekki um hettusótt að ræða sam- kvæmt áliti læknis hér. (Eftir shntali við landlækninn.) Togarinn „Gylfi“ kom inn í morgun eftir stutta útivist. Sagði hann fult af ís á Hala-miðum. Sjómannat'élagið ' heldur fund í Bárunni í kvöld kl. 8. Rætt verður m. a. um -síldveiða- kaupið og landskjörið. Siðasti fulltrúinn, sem mætti á stórstúkuþinginu, var kona, sem fór hraðfari frá Vestm,- eyjum á laugardaginn með vél- bát til Eyrarbakka, en í bifreið það- an, og náði hingað sama dag. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Þegar ofan í Borgarnes kom, var þeim tekið tveim höndum af yfirvaldinu skáld- mælta. Hann setti þegar rétt og fór að yfir- heyra Þorstein. Frásaga Þorsteins stóð heima við það, sem Jón gamli hafði sagt svo langt sem það náði. En hvernig sem sýslumaður fór að, gat hann ekki fengið hann til að játa á sig morðið. „Hvað gerði majórinn, þegar þér hótuðuð að drepa hann?“ spurði yfirvaldið. „Ekkert; ég sagði það á íslenzku, svo að hann skildi það ekki,“ anzaði Þorsteinn. „Þér töluðuð þó ensku við hann; sögðuð þér þá ekki þetta á ensku líka.“ „Nei, enda hefði Jón gamli, sem lá á glugganum, ekki skilið það, ef það hefði ekki verið islenzka." Yfirvaldi ðþagði um stund. „Hvernig lauk þá viðskiftum ykkar?“ „Majórinn jós yfir mig skömmunum, en ég sefaðist, er ég sá, að ég átti við mann, sem var gersamlega viti sínu fjær af drykk.“ „Og svo ?“ „Svo fór ég út og heim á leið.“ ' „En majórinn ?“ „Hann elti mig út með skömmum, en hvarf svo von bráðar inn aftur." „Húsbóndi yðar hefir sagt, að þér væruð hruflaður í framan morguninn eftir morðið. Hvernig stóð á því?" „Þegar majórinn henti í mig whiskyflösk- unni og hún brofnaði, kom brot í andlitið á mér og blóðgaði mig.“ „En ykkur hafði þá ekki lent í handalög- máli ?" „Nei.“ „Hvernig stóð á hnífnum yðar í líkinu? Höfðuð þér ekki veitt majórnum áverkann með honum ?“ „Nei." „Hvernig stóð á, að hnífurinn var þarna kominn ?“ „Ég veit það ekki. Ég hlýt að hafa týnt

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.