Alþýðublaðið - 29.06.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.06.1926, Blaðsíða 1
Gefið ót af iUþýðuflokkDom 1926. Þriðjudaginn 29. júní. 148. tölublað. AHistinn er lísti alpýðunn Á fundi Sjómannafélags Reykjavikur paim 28. júni var gerð eftirfarandl Sampykt um kaupgjald á sildveiðum sramarið 1926. 1. a. Lágmarkskaup háseta kr. 250.00 á mánuði. — matsveina — 295.00 - — og fæði sig sjálfir. Auk pess 7 aura premia af liverri tunnu saltaðrar síldar og 7 aura af hverju sildarmáli, sem selt er í bræðslu. Matreiðslu og eldivið greiði útgerðarmaður, en fæðí leggja hásetar sér sjálfir til. Sjómenn af Suðurlandi, sem ráðast á skip á Vestur- og Norð- ur-landi, fáí fríar ferðir fram og aftur. b. Lágmarkskaup mótormanna sé: 1. vélstjóra kr. 385.00 á mánuði, 2. vélstjóra kr. 295.00 á mánuði, auk pess 5 aura premia af tunnu og máli. c. Lágmarkskaup kyndara kr. 336.00 á mánuði. Mótormenn og kynd- arar hafa frítt fæði. Ferðir íriar á sama hátt og hásetar. Fisk pann, er skipverjar draga, eiga peir sjálfir og fái frítt salt í hann. Kaupgjald petta gildir fyrir öll pau skip, sem veiða' með herpinót, að undanskildum togurum. 2. Enn fremur heimilast mönnum að ráða sig fyrir hlut úr afla eftir pessum reglum: a. Á gufuskipum öðrum entogurum: 33íl'a°la af bruttoveiði skipsins, er skiftist í 16 staði, og fái hver liáseti Via i hlut. Matreiðslu og eldivið greiði útgerðarmaður, en hásetar fæði sig sjálfir. Lág- markskaup matsveina og kyndara sé sama og í 1. lið, staflið a. og c., frítt fæði. b. Á mótorskipum yfir 60 smálestir brutto: 33Va°/o af bruttoveíði skipsins,- er skiftist í 15 staði, og fái hver háseti Vid í hlut. Matreiðslu og eldívið greiði útgerðarmaður, en hásetar fæði sig sjáífir. Lágmarkskaup matsveina og mótormanna sé sama og í 1. lið, staflið a og b. — Frítt fæði. c. Á mótorskipum undir 60 smálestum brúttó: 35% af brúttó- veiði skipsins, er skiftist í 15 staði, og fái hver háseti Vis í hlut. og að öðru leyti á sama hátt og í staflið b. Hið rétta söluverð aflans liggi fyrir, pegar skifti. fara fram, Fisk pann, er skipverjar draga, eiga peir sjálfir og fái frítt salt í hann. Sjómenn af Súðurlandi, sein ráðast á skip á Vestur- og Norður-landi, fái fríar ferðir fram og aftur. Erlend simskeyfi. Khöfn, FB., 28. júní. Stríðsskuldir Frakka Frakklandsbankastjóra vikið frá Frá París er símað, aö Caillaux hafi ákveðið að senda fulltrúa- sveit til Washington og reyna að fá breytt samningnum um ófriðar- skuldirnar pannig, að Frakkar purfi ekki að greiða meira árlega til Ameríku en Þjóðverjar greiða peim. Náist petta ekki, er vafa- samt, að pingið sampykki samn- lngana. Caillaux hefir vikið Ro- bineau, aðalforstjóra Frakklands- banka, frá, og er búist við pví, að hann geri fleiri breytingar á framkvæmdarstjórn bankans. Samsærið á Spáni. Frá Madríd er símað, að pátt- takendur í samsærinu hafi verið af öllum stéttum. Á meðal hinna handteknu er Weyler hershöfð- ingi, er frægð hlaut í Kubu-styrj- öldinni. Fjármál Frakka. Frá París er símað, að í byrjun júlí leggi Caillaux fyrir pingið tillögur viðvíkjandi fjárhagsmál- unum. Menn búast við pví, að gerð verði tilraun til pess að festa gengi frankans pannig, að 160 til 180 frankar jafngildi sterlings- pundi. Caillaux hefir skipað nýjan bankastjóra fyrir Frakklands- banka vegna ágreinings um gull- forðann. Deilan um furstaeignirnar. Frá Berlín er sírnað, að stjórnin hafi fallist á pýðingarmiklar til- lögur jafnaðarmanna í furstamál- inu, og er nú útlit til pess, að komulag náist og komist verði hjá pví að rjúfa ping. ---------------------7------------- Almennur kjósendafundur verður í Barnaskólaportinu kl. 8 i kvöld, ef veður leyfir. Sláttur byrjaði í síðustu viku uppi í Borgarfirði. Stórstúkuþinginu var slitið í gærkveldi. Fulltrúarnirað norðan og vestan fara með Betniu í kvöld. Alþýðublaðið er sex síður i dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.