Alþýðublaðið - 30.06.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ulþýðublaðið ' kémur út á hverjnrn virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ; Hveríisgötú 8 opin irá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sarna stað opin kl. i 91/;, —10'/2 árd. og kl. 8 — 9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skriístofan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). I I l I ► l ► ► ► ► ► ► ► t Pólitiskur vindhani. Árið 1908 þóttist Jón Þorláksó son vera framfaramaður. Þá lýsti| hann stefnu íhaldsmanna, gerði| þá að maurasáium og fépúkum,) fjandsamlega allri ménningu og framförum. Lýsingunni var að því sinni beint að Guðmundi Hannes- syni, sem nú er helzti málsvari íhaldsins og vindhani eins og Jón. 1915 var Jón, þótt undarlegt sé um hann, enn á sömu skoðun um íhaldsmenn. 1924 gerðist liann sjálfur íhaldsmaður og varð for- rnaður íhaldsflokksins í landinu. Virðist hann þá vera horfinn frá þeirri stefnu, sem hann hafði áöur liaft í landsmálum. Framfaranafn- ið hefir þó líklega verið skin- helgi hjá horium, því að fyrir 1921 reyndi hann þrisvar að koni- ast inn á þing og þóttist þá vera framfaramaður, en féll í öll skift- in, en undir eins og hann var orðinn þingmaður, snerist hann þegar í ihaldsáttina. Var það að- alsnúningur hans í stjórnmálun- um. 1 einstökum málum hefir far- ið eins fyrir Jóni um stefnufest- una. Hann hefir snúist ár frá ári, á engu ári hefir vérið unt að sjá fyrir, hvort skoðun hans á ein- hverju máli myndi endast til jafn- lengdar næsta árs. Jón Þorláksson var lággengis- maður 1923 og taldi lággengi „læknislyf“ fyrir viðskiftalífiÖ. Þá skrifaði hann bökina sína um lág- gengi. 1925 er hann orðinn hækk- unarmaður. 1926 vill hann koma krónunni uþp í gamla gullgildið; en hvar hann verður að ári, veit ekki nokkur lifandi sál og allra sízt Jón Þorláksson sjálfur. í bankamálinu virðist hann heldur ekki hafa verið við eina fjölina feldur. 1925 vildi hann heimila að gera Landsbankann að hlutabanka. Þá var bankamálið tekið af honum og sett í milii- þinganefnd. 1926 tók Jón við til- lögum þeirrar nefndar og bar þær fram sem stjórnarfrumvarp. Þá var hann fallinn frá hlutabanka- heimildinni og lét sér nægja að mega breyta um bankastjórana. Ekki hafði hann þó þrek til að koma málinu gegn um þingið. Brast þó ekki fylgi við það, ef stjórnin hefði beitt, sér fyrir mál- inu. Bíður það óútkljáð til stór- skaða fyrir land og lýð. Jón mun þurfa að taka sér einn snúning í því enn þá. Jón Þorláksson fór herferð unt landið 1923 fyrir kosningarnar og vildi láta leggja niður éinkasölur ríkisins og alla landsverzlun — nema áfengissöluna. Henni vikli hann halda óskertri. Á þinginu 1924 átti hann kost á að sýna með atkvæði sínu, hvort hann vildi af- nema tóbakseinkasöluna; en þá var hann ekki viðbúinn að fylgja því, sem hann hafði talið lífs- nauðsyn árið áður. 1925 var hann búinn að jafna sig svo, að hann undirbjó tillögu um afnám þeirrar einkasölu og lét annan íhalds- mann flytja tillögu: a, og þá barð- ist hann sjálfur fyrir afnáminu með þeim sannfæringarkrafti, sem betri málstaður hefði verðskuld- að. Er hann, þegar hér er komið sögunni, hamrammur gegn allri „einokun", sem hann svo kallar, álíka og 1923. Hánn hafði að eins farið í hálfhring 1924. 1926 er hann ekkert orðinn hræddur við einokun. Þá samþykkir hann síld- arhringinn fyrir vin sinn, ólaf Thórs, og einnig samþykti hann þá ríkiseinkasölu á tilbúnum á- burði. Jón Þorláksson er þannig ekkí af grundvallaðri hjartans sannfæringu á móti öllum einka- sölum, heklur siglir hann í hvert skifti beggja skauta byr, eins og hann heldur að henti sér bezt í þann og þann svipinn. Flokksbræður Jóns Þorláksson- ar lofa hann mjög fyrir dugnað, skoðanafestu og einurð. Hér hefir verið drepið á nokkur mál, þar sem skoðanafesta(l) hans hefir komið í ljós. Dugnaðiir hans hefir á síðari árum verið mest í því fólginn að rífa niður fyrri skoð- anir hans. Einurð hefir Jón góða, og lýsir það sér bezt í því, að hann lætur nú bjóða sig fram sem efsta mann á landskjörslista með allar þær pólitísku synda- poka-drápsklyfjar, sem á hann hafa hlaðist síðan hann hóf fyrstu hringferð sína í íslenzkum stjórn- málum. v Kaupdeila á Sigluflrði. Verkakonur á Siglufirði, sem hafa nú myndað með sér sterkan félagsskap, hafa ekki getáð náð samningum við síldarútvegsmenn um vinnulaunin við kverkun síld- ar. 15 aurar bera á milli. Félagið hefir birt áskoranir til verka- kvenna hér og á Vesturlandi um að ráða sig ekki fyrir minna kaup en þær ákveða, — enda væru það svik við konur þar nyrðra að gera slíkt. Ég vil því með línum þessum aðvara allar stúlkur hér um að láta enga útsendara hér narra sig til að skrifa undir samn- inga með lægra kaupi, því að það gæti haft mjög alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Vil ég því upplýsa kvenfólk um þær ráð- stafanir, sem þegar eru gerðar fyrir norðan. Verkamannafélagið á Siglufirði hefir þegar ákveðið að styðja kon- urnar í deilunni og berjast hlið við hlið með þeim. Má því búast við, að ekki verði friðsamt fyrir þær stúlkur að byrja vinnu, sem ætla að ráðast aftan að þeim fyrir norðan. Bæjarstjórnin á Siglufirði hefir aðvarað óráðið fólk urn að koma ekki þangað í óvissu, og meiri hluti hennar mun beint og óbeint stuðla að samhehlni sigifirzku kvennanna, og skoðar hverj.i stúlku, sem óráðin kemur eða með öðrum kauptaxta, sem óboð- inn gest, sem einskis stuðnings getur vænst, hvað sem fyrir kann að koma. Það sem hér er skráð er eftir heimildum frá stjórnanda úr verkamannafélaginu og fleir- um, sem til þekkja. En hvað sem nú þessu líður, þá getur engin sunnlenzk stúlka verið þekt fyrir að drýgja þann glæp að setja niður kaup fyrir systrum sínum fyrir norðan og þá um leið fyrir sér sjálfri. Eins og málum horfir nú við, er hyggi-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.