Alþýðublaðið - 30.06.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ þangað til þið jafnið ykkur aftur, — þá neita þau því bæði harð- lega, Sigurður og íhaldsstjórnin, einkanlega um þetta leyti árs. Það gerðu þau Gudda og Gerti líka og „tóku upp í sig“ um leið, í hvert skifti, sem þau voru búin að svíkja hvort annað. Reymsla mín. Ég er orðin 63 ára gömul og hefi jafnan tekið þátt í kosning- um. Og þótt skömm sé frá að segja, þá hefi ég ait fram að árinu 1923 kosið með mótstöðumönn- um Alþýðuflokksins. En hvers Vegna breytti ég um? Það skal ég segja ykkur, góðir lesendur! Þá var ég örðin stirð til vinnu. Hand- leggir mínir voru orðnir dofnir ,og lúnir. Ég sá fram á það, að þótt ég gæti kraflað eitthvað handa mér að borða, þá myndi ég ekki geta borgað 25 krónurnar á mánuði fyrir herbergiskytruna. Ég sá því með kvíða fram á það, að ég neyddist til þess að biðja um styrk hjá sveitinni, og" þá vissi ég, að mannréttindin, kosn- ingarrétturinn, myndi verða tek- in af mér. Til þessa gat ég ekki hugsað. Þá sá ég i einhverju blaðinu, að fulltrúi Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, bar fram á þingi frumvarp um það, að styrkur, veittur fólki yfir sextugt, skyldi ekki svifta það kosningarrétti. Ég varð himinlifandi og hugsaði með mér: Þetta er svo sjálfsagður hlutur og blessaðir þingmennirnir svo góðir allir, að það hlýtur að fljúga gegn um þingið. En það var nú eitthvað annað. Þeir virt- ust ekki taka ,það neitt sérlega nærri sér að fella þetta mál. Hann Jón minn Þorláksson hefir þó altjend verið með þessu, hugs- aði ég. En viti menn — og þá datt mér allur ketill í eld —: Hann, sem ég hafði þó kosið 1921, — hann var líka á móti þessu. Frá þessum degi snerist ég til fylgis við Alþýðuflokkinn. Ég veit, að hann berst fyrir þessu og öðrum góðum málum, þar til þau komast fram. Ivetur gat ég ekki lengur borgað húsaleiguna og þurfti að fá styrk. Ég fæ því ekki að kjósa núna. En frá þessu segi ég af því, að það getur staðið líkt á með einhverj- um eins og mér fyrrum, að þeir fylli þann flokkinn, sem ver gegn- ir, íhaldsflokkinn, sem var og er á móti því, að gamla, fátæka fólk- ið fái að kjósa. Gömul kona. Atviimuspillirinn. Sigurður Eggerz hefir verið að hæla sér af því á fundunum und- anfarið, að hann hafi stöðvað all- ar framkvæmdir rikissjóðs árið 1923 og gert ráðstafanir til þess _að stöðva þær 1924. Að fram- kvæmdir ríkisins voru þannig stöðvaðar sérstaklega 1923, þýddi það,, að vinnan var miklu minni hjá verkalýð landsins en ella myndi verið hafa. , Ekki þarf alþýða manna að verðlauna Sigurð Eggerz fyrir það, að hann á erfiðum tíma minkaði atvinnu verkafólksins í landinu. Kom það sérstaklega hart niður á sjómannastéttinni, sem þá átti erfiða tíma. Enginn inaður úr vinnustéttun- um getur því greitt Sigurði Egg- erz atkvæði sitt. Látum Sigurð og Jón Þorláksson rífast um kosn- ingareitur hinna sameinuðu í- halds- og „sjálfstæðis“-manna. Allir alþýðumenn kjósa A-list- ann. Sjómadur. 'Frú Darbo. í kvöld er það, að frú Darbo syngur í siðasta sinn hér á landi. Hún fér nú utan með „Lyru“ og mun vart eiga afturkvæmt til Is- lands vegna annríkií og starfa síns. Hafa íslendingar nú heyrt frægustu söngkonu frænda vorra Norðmanna, og megurn vér telja oss heiður að því, að þeir, sem hafa heyrt hana, hafa .kunnað að meta list hennar. Hún hefir gert samninga um söng á ýmsum stöðurn erlendis, en fer að þvi loknu til Vínarborgar; er h 'mfast- ráðin við ríkisope.una þar, — í bæ Sghuherts og Becthovens. Frúin ætlar að syngja lög eftir Pugcini (úr „Tosca'), Heys*e („Dy- veke“), Brahms, Grieg 'o. fl. fræg tónskáld. Vissast mun að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, því að víst munu bæjarbúar sjá sórna sinn í að kveðja listakonú þessa á þann hátt, að hún megi fara héðan með endurminningu um söngelskan landslýð. F. Eflesad slmskeyfti. Khöfn FB. 30. júní. Kúgunarfrumvarp brezku auð- valdsstjórnarinnar andstætt áíiti sérfræðinga. Frá London er símað, að í gær hafi byrjað umræður í þinginu um frumvarp stjórnarinnar um lenging vinnutíma í kolanámun- um. Verkamannaflokkurinn er andstæður frumvarpinu og telur það gagnstætt nefndaráliti sér- fræðinga í kolamálinu. Samsærið á Spáni. Frá Berlín er sírnað, að sam- kvæmt skeyti frá Spáni sé ástand- ið þar í landi mjög alvarlegt, þótt Rivera fullyrði, að samsærið sé bælt niður. Meiri hluti hersins og mentastéttarinnar andvigir al- ræðisvaldi. Sá orðrömur liggur á, að setuliðið í ýnisum borgum hafi neitað að hlýða. Una dagfess ©c| veglasm*' Næturlæknir er í nótt Ólafur Gunnarss., Lauga- vegi 16, sími 272. Veðrið. Hiti 13—8 stig. Heitast á Gríms- stöðum. Hægviðri, víðast austlæg ött eSa logn. Útlit: Hæg iðri. Skúr- ir allvíða, þoka sums staðar. I nótt suðaustanátt á Suðvesturlandi, logn annars staðar. Þoka við Norður- og Austur-land. Bakarasveinafélag íslands fer skemtiferð til Akraness á sunnudaginn kemur. Sjá auglýsingu á morgun! Engin eftirkaup! Reikningsgóður maður hefir á- ætlað, áð ef allar lánveitingar, sem ýmsir gera sér vonir um núna fyrir kosningarnar að fá hjá tslands- banka, yrðu veittar, þá þyrfti bank- inn að hafa um 6 milljónir króna handbærar til útlána. Ef ég væri einn í hópi biðlanna, myndi ég heldur vilja fá lánið fyrir kosninga- daginn. r. S. n.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.