Alþýðublaðið - 01.07.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 01.07.1926, Page 1
Gefid út af Alþýdafloklmaai 1926. Fimtudaginn 1. júlí. 150. tölublað. Sfmar A"li 1973, 1982, 1992. Biðjið miðstðð að eins um A«listann! Framl Vor hugsjón er voldug og braut hennar bein: Við brjótum og molum hvern einasta stein, sem tefur og verður t vegi. — I dag verður helgasta heit okkar efnt: • að hopa’ ekki’ af velli, — en fagnandi stefnt mót rlsandi röðli og degi. Að kasta peim synduga kúgara-fans, sem kviksetur lífsprá hins fátœka manns, er bótin við mannfélagsmeinum. Til sóknar við verðum að sameinast öll og sigra hin ramlieiðnu, tjósfœlnu tröll, sem hvarvetna liggja í leynuml Ég blessa pig, eldheita œskumannssál, — pað árblik, sem kveikir upp dagroðans bál, er vermir hinn veika og kalda! Verk pín og orð eru sannleikans sverð; pvi sigrarðu nátttröllin, hvar sem pú ferð, og parft ekki’ á hrœsninni’ að halda. En ykkur, sem krjúpið að kúgarans raust og kjósið í blindní og hugsunarlaust að haltra sem hábundnir sauðir, — ykkur er sœmra að leggja peim lið, sem lifa og berjast, — en semja’ ekki frið við ríkjandi rotnun og nauðir! Ég œtla’ að syngja mitt slðasta lag til sigurs og dýrðar peim blessaða dag, er fullkomnar brœðralagsbandið. — Þá heldur vizkan um pjóðirnar vörð, og pá verður guðsríki stofnsett á jörð: friðar- og farsœldar-landið. Ólafur Stefánsson. Grlend símskeyii. FB., 29. júní. Landskjálftar austan Miðjarð- arhafs. Frá Berlín er símað, að miklir landskjálftar hafi komið á sunnu- dagsnótt við austanvert Miðjarð- arhaf. Á Egyptalandi flýði fólk úr húsum, er hrundu í þúsunda- tali. FB„ 30. júní. Byltingin í Portúgal. Frá Lissabon er símað, að ait stjórnarvald sé í höndum Costa. Merkir stjórnmálamenn hafa verið reknir úr landi til Azoreyja. Landskjálftar i Mið-Evrópu. Frá Freiburg er símað, að mikl- ir landskjálftar hafi komið í suð- urhluta Þýzkalands og Sviss. „Goðafoss“ festist á grynningum (nálægt Andey), en losnaði aftur. Goðafoss var í poku í fjóra daga úti fyrir Austfjörðum. Svo í gærinorgun kendi hann grunns úti fyrir Fáskrúðsfirði, en los*n- aði aftur eftir 2 stundir og sak- aði lítt eða ekki. Á landskjörskrá í Reykjavík eru 6114 kjósendur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.