Alþýðublaðið - 01.07.1926, Page 2

Alþýðublaðið - 01.07.1926, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ j 4LÞÝÐUBLÆIBIÐ ; i kemur út á hverjum virkum degi. í < ----------- ---------------------> j Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við [ I Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. | J til kl. 7 siðd. { | Skrifstofa á sama stað opin kl. > 1 91/2 — ÍO1/^ árd. og kl. 8—9 síðd. f 5 Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). [ j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 | J hver mm. eindálka. J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J J (í sama húsi, sömu símar). f f dag. 1 dag er merkisdagur. Það var þenna dag árið 1875, seni hið endurreista löggjafarþing Islendinga kom saman i fyrsta sinni. í dag sigrar íslenzk alþýða og eykur sögulegt gildi dagsins, — tvöfaldar það. í dag kýs hún fulltrúa úr sínum eigin flokki til að vinna að á- hugamálum hennar á alþingi sem landskjörinn þingmaður. Þessa dags mun íslenzk al- þýða oft minnast með gleði, ef hún að eins verður nógu dugleg, nógu samtaka í dag. Það eitt er ekki nóg, að alþýðan komi í dag fulltrúa sinum inn í efri deild. Hún verður að gera meira. Hún verður að fylkja sér svo um listann sinn, A-Iistann, að kosningasigur hennar verði glæsi- legur. ‘Hún þarf að sýna svo greini- lega samtök sín, að auðvaldinu skjóti alvarlegum 'skelk í bringu. Samtökin í marz í vetur sýndu, að alþýðan hér í Reykjavík er sterk. Og bein afleiðing af því var sú, að atvinnurekendurnir hafa ekki enn árætt aö ráðast á verkamannafélagið „Dagsbrún" síðan til að krefjast lækkunar á stundakaupinu. Hins vegar hafa þeir nú ráðist á verkamenn á annan hátt. Þeir hafa stöðvað framleiðslutækin, togarana, svo að fjöldi manna er atvinnulaus. Og Jón Þorláksson, fjármálaráðherra ihaldsins, hefir ekki hugsað sér neitt bjargráð fyr- ir atvinnulausa alþýðumenn. Sbr. ræðu hans í fyrra kvöld. Og það- an er heldur engra bjargráða að vænta alpýdunni til hjálpar. Henni ætlar hann að eins þann hlut að borga tolla. Alþýðan verður sjálf að taka rétt sinn. Annars fær hún engan rétt. Hún verður Nsjálfrar sín vegna að noía öll tækifæri, sem henni eru eftir skilin, til að bæta kjör sín, — til að verða ekki hungurmorða undir fargi atvinnu- leysis og íhaldsstjórnar. í dag er eitt tækifærið. I dag getur alþýðan sýnt mátt sinn, sýnt, að hún er voldug og sterk, sýnt, aö hún vill sjálf ráða gangi þjóðarmálanna og getur það. Nú segir ef til vili einhver, að einn maður geti lítið gert á al- þingi. En fyrst er einn, og svo eru fleiri. Og ef alþýðan sýnir í dag, að hún kann að nota sér mátt samtakanna, þá skýtur auðvald- inu skelk í bringu, og þá þorir það ekki annað en að láta meir að kröfum alþýöunnar heldur en ef það sér, að alþýðan er sundr- uð og dreifð. Notið því tækifærið í dag, al- þýðufólk, karlar og konur! Gerið kosningasigur alþýðunn- ar glæsilegan! „Frjálslyndur“ flokkur. „Sjálfstæðis“-flokkurinn sálugi er nú að ganga aftur upp tá það að vera „frjálslyndur" flokkur. Því er ekki að neita, aö frjáls- lyndur sfjórnmálaflokkur hefir átt rétt á sér, en hver lífsskilyrði slíkur flokkur á nú, sést bezt á því, að sú þjóð, sem rnestan stjórnmálaþroska hefir öðlast á löngum lýðstjórnarferli, Englend- ingar, er nú að útrýma frjáls- lynda flokkinum sínum. Ensk al- þýða hefir nú séð, þegar í odda skerst milli þjóðfélagsstéttanna, að frjálslyndi flokkurinn ergrímu- klæddur auðvaldsflokkur, sem er því verri en opinber auðvalds- flokkur, að hann tefur lengur fyrir því, að augu alþýðu opnist fyrir nauðsyn Jæss að annast sjálf mál- efni sín með starfsemi eigin flokks. Alveg eins er ástatt hér, enda hefir einn -maðurinn á lista „frjálslynda" flokksins lýst yfir því opinberlega, að hann sé „auð- valdssinni". Það er nóg til þess, að alþýða varist listann, því að álþýða finnur glögt ura þessar mundir, hversu holt auðvaldið er. KJésið A~listann! Þá vinnið þið að frelsi og mann- réttindum. Þá berjist þið gegn afturhaldi og peningafíkn. Þá vinnið þið gegn fátækt og þræl- dómi, gegn því, að dimmar og saggafullarkjallaraholurspilliheilsu barnanna. Kjósið A-íistann! Þá vinnið þið í sama anda og allar frelsishetjur og mannvinir, sem uppi hafa verið. En ef þið kjósið C-listann, þá kjós- ið þið á sama hátt og þeir liefðu kosið, sem myrtu Sókrates, ofsöttu Galílei, brendu Giordano Bruno og Savanarola, hengdu Spartacus, nryrtu Líebknecht og Rósu Luxem- burg, ofsóttu Lassalle og Lenin og krossfestu Krist. Hvort veljið þið lieldur C-Iist- ann eða A-listann? Þið kjósið: A'listann. r. S. n. Kynlistinn. Aljrýðúblaðið hefir ekki talið þess vert að eyða miklu rúmi í að vara alþýðukonur við að 'kjósa kvennalistann. Það treystir því og þykist þess fullvíst, að þær konur séu fáar, sem langi til að fá fleiri Ingibjargir á þing. Bríet er þegar orðin háöldruð, svo að það, að kjósa kvennalistann, væri sama og að gera gyllingar til að koma varakonunni að, sem tVímælalaust myndi greiða atkvæði með íhalds- flokknum eins og Ingibjörg. Flest- ar konur munu líka vera búnar að læra, að kynferðispólitík er full- kominn barnaskapur og nálgast það, að tvær konur giftust hvor annari. Niður með ihöldin! Þeir tala um frelsi og mann- réttindi, Jón Þorláksson og Sig. Eggerz. Frelsi og mannréttindi fara illa í munni slíkra manna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.