Alþýðublaðið - 01.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 A11 i r, sem vil|a starfa að sigri A«listans, komi í Goodtemplarahúsið kl. 12. Hverjir hafa barist gegn umbót- um á fátækralögunum? íhaldsfirmað Jón Horláksson & Sig. Egge/z. Hverjir börðust fyrir ríkislög- reglu ? Stjórn Jóns Þorlákssonar með stuðningi Sig. Eggerz. Hverjir hafa stofnað til svívirði- legra skatta á bak fátækrar ai- þýðu ? * ihaldsfirmað Jón Poriáksson & Sig. Eggerz. Hverjir vildu gefa stórrikum gróðafyrirtækjum eftir réttmæta skatta ? Hlutafélagið Jón Þorláksson & Sig. Eggerz. Hverjir greiða atkvæði móti rýmkun kosningarréttar? Það gerir auðvaldssamlagiö Jón Þorláksson & Sig. Eggerz. Burt með slíkar aljjýðuplágur! Kjósum lista alþýðunnar, A-listann! r. S. n. Kjördeildir við kosninguna i dag. 1. A.—B. 2. C.—Guðbrandur. 3. Guðfinna—Guðrún Gunnlaugs- dóttir. 4. Guðrún Hafliðadóttir—H. 5. I—Jón Ormsson. 6. Jón Pálsson.—L. . 7. M.—Olsen. 8. Ólöf.—Sigtryggur. 9. Sigurbára.—T. 10. U.—Ö. 11. Kjósendur í Laugarnessspít- ala. Kosnkigin byrjar kl. 12 á há- degi. (Jm daginn og veginn. Nœturlœknir er í nótt M. Júl. Magnús, Hverf- isgötu 30, sími 410. Vinnum rösklega að stórsigri alþýðunnar við kosn- ingarnar í dag. Sameinaðir sigrum vér, alþýðumenn! Frambjóðendurnir og Spánarvínin. Blaðið „Templar" skýrir nýlega frá því, að andbanningarnir á C- listanum, Jón Þorláksson og Þór- arinn, höfðu þá enn ekki svarað fyrirspurnum, er stórstúkan gerði í maímánuði til tveggja efstu mann- anna á hverjum landkjörslistanna, fyrst og fremst um það, hvort þeir vilji vinna að því að fá Spánarsamn- ingnum breytt, til þess að losa Is- lendinga við Spánarvínin, og að þar til það kemst í kring, fái kaup- staðarbúar neitunarvald gegn á- fengisútsölum, og um aðrar endur- bætur á bannlögunum. Blaðið skýr- ir enn fremur frá, að „Sig. Eggerz, frumkvöðull Spánarvínaútsölunnar úti um landið, fer eins að“ og þeir J, Þorh og Þórarinn. Hann svaraði ekki heldur. Aðrir játuðu. — Reynsl- an hefir sýnt, hver hefir þorað að segja nei gegn siðspillingunni. Jón Baldvinsson hefir fi/rst og fremst svarað spurningunum í verkinu. Gætið sóma landsins! Islendingar! Látið það ekki spyrj- ast þjóð ykkar til® skamniar, að íhald og auðvald eigi griðastað á þessu fagra og fræga landi, þegar aðrar menningarþjóðir flæma það úr sínum löndum. Kjósendafundurinn almenni, sem Alþýðuflokkurinn boðaði til í barnaskólagarðinum í gærkveldi, var mjög fjölmennur. Myndu þó enn fleiri liafa sótt hann, ef útlit hefði ekki verið rigningar- legt. Til máls tóku af hálfú alþýðu- flokksmanna Felix Guðmundsson, Guðm. R. Ólafsson úr Grindavík, séra Ingimar Jónsson, Björn Bl. Jónsson, Ólafur Friðriksson, Guð- jón Benediktsson, Ágúst Jósefsson o. fl. Af hálfu andstæðinga listanna töluðu Jakob Möller og Jón Þorláks- son. 1 lok ræðu sinnar bað Jón Þor- láksson fylgismenn C-listans að ganga með sér af þessum fundi og á flokksfund hans, og urðu tveir eða þrír menn honum samferða. Jakob Möller, „frjálslyndi" mannréttindafjandinn, gumaði mikið af því á fundi E-list- ans í barnaskólaportinu, hversu þeir „frjálslyndu'* myndu vilja styðja jafnaðarmenn í mannrétiindamálum þeim, sem þeir beita sér fyrir í þinginu. Kom þá rödd frá áheyr- endunum, sem spurði: „Viljið þér breyta fátækralögunum?" „Já,“ sagði Jakob. „Á hvaða hátt?“ spurði á- heyrandi. „Ég er ekki frambjóð- andi,“ var svarið. M. Tollavizka tollaráðherrans. I fyrra kvöld hélt Jón Þorlákssoh, Verzlnnin Aldan Bræðraborgarst. 18A. Sími 1376 hefir fengið saltkjöt ágætt og kart- öflur, kringlur, tvíbökur, barinn rikling,. gulröfur, ljábrýni o. fl. Enn fremur tilkynnist viðskiftafólki, að þeir, sem kaupa fyrir 5 kr. og þar yfir í einu, fá 5% yfir júlíniánuð. Virðingarfyllst. JAhaones V.H.Sveinss«n. Á Þjorsármötið Frá Sæberg fara bílar að Þjórsá laugardaginn 3. júlí. Nýir Buickar (heimsfrægir). Góðir kassabilar (þjóðfrægir). Ódýr sæti. Sæberg. Sími 784. fjármálaráðherra íhaldsins og fram- bjóðandi þess, því fram á kjósenda- fundinum, að 'alþýðunhi væri betra að borga hærri kaffi- og sykur- toll, svo að hægt væri að létta skatti á togarafélögunum, því að þá hefðu þau meira rekstursfé tii að láta togarana halda áfram veið- um og stöðvuðu þá því síður. Síð- ar spurði Jón Baldvinssoq hann, hve mikið kaffi- og sykur-tollurinn þyrfti að hækka til þess að togar- arnir væru látnir halda áfram. Því treysti Jón Þorl. sér ekki til' að svara. Mjög nýstárleg sundkeppni verður háð við sundskálann í ör- firisey sunnudaginn 11. júlí. Þar verður þreytt meðal annars 100 st. stakkasund; þ. e. synt verður í full- úm sjóklæðum, stakk og kloíháum stígvélum. Sjómannafélag Reykjavík- ur hefir gefið verðlaunagrip. Óhæfan. Lepur moðið mógræfan í maurasæti. Alt af loðir óhæfan við Austurstræti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.