Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 1
^ðiiblaðið Gefid út af Alþýduflokknum 1926. Laugardaginn 3. júlí. 152. tölublað. Knattspyrnnmðt fslands f kvöld keppas „K. Rí' og „Víkingur" kl. 8 xh stundyíslega. Evlend símskeyti. ¦Khöfn, FB., 3. júlí. Spænskir stjórnleysingjar hand- teknir i París. Frá París er símað, að rétt áður en konungur Spánar kom þangao, hafi lögreglan tekið höndum tvo stjórnleysingja, spænska að þjóð- erini, er játuðu, að þeir höfðu ætlað að gera tilraun til þess að myrða konunginn.' Peir höfðu haft þessi ráð í huga um mánað- artíma og komusfc að þeirri nið- urstöðu, að hentugast myndi að fremja illræðið, er konungur kæmi til Parísar. Samningar stranda um skuldir Rússa við Frakka. Frá París er símað, að tilraunir, sem undan farið hafa verið gerðar til þess að semja um skuldir Rússa við Frakka, hafi strandað og verið frestað um óákveðinn tíma. Kristján Jónsson hæstaréttardómst jöri andaðist í gærkveldi. Hann var 74 ára, fæddur 4. márz 1852, var lengi sýslumaður í Gullbringu- og Kjósar-sýslu, síðar dómari við yf- irréttinn og dómstjóri og loks dómstjóri hæstaréttar. Hann sat alllengi í bæiarstjórn Reykjavíkur og var m. a. formaður fátækra- nefndarinnar. Kvæntur var hann Önnu PóraTinsdóttur, systur Jóns heitins fræðslumálastjóra. Var hun dáin á undan honum. — Dauða dómstjórans bar að á þann. hátt, að matarbiti hrökk ofan í barka hans við kvöldverð, og var hann dáinn áður en að yrði gert. JarðarfiSr konnnnar minnar, Auðbjargar Arnadóttsir, Ser fram frá frfkirkjunnl mánudaginn S. jiilf og hefst með húskveðlu frá heimill hinnar látnu, Bergstaðastræti 38, kl. 1 eftir hádegi. Ingimundur ðgmnndsson. Byggingaplóðir. Byggingarlóðir til sölu með fram Laugavegi, neðan hússins nr. 108, og með fram götum upp með Mjölni og nr. 104. Nánari uppl. á teiknistofu húsameistara rikisins, Skólavörðustíg 35. Reykjavík, 2. júlí 1926. :\ Guðjén Samúelsson. Landskjiirið. Um þátttöku í kosningunum hefir þetta frézt til viðbótar þvi, sem sagt var frá í bláðinu í gær. Á ísafirði .kusu 441 af 631 á kjör- skrá, í Hnífsdal 90 af 180 og í Bolungavík 64 af um 250. Á Suðureyri í Súgandafirði kusu 58 af 98 á kjörskrá. Á Siglufirði kusu 224 af rúmlega 400 á kjörskrá. Á Eyrarbakka kusu 170 af 270 á kjörskrá, á Stokkseyri 80 af 240, í Sandvíkurhreppi 28, í ölfusi 21 af 105, í Grímsnesi 22 og í Laug- ardal 14. Á Vatnsleysuströnd kusu 65 af 90, efl í Kjós 30 af 90. A Akranesi kusu 180 af 350 á kjör- skrá og í Borgarnesi 40 af 110. Á Blönduósi kusu 70, í Vindhæl- ishreppi 80 af 200, á Hvamms- tanga 30 af 105, í Hofshreppi 30 af 105, í Hagáneshreppi 20 af 73 og í Sléttuhreppi 19' af 40. í Vík í Mýrdal kusu 80 af 190 á kjör- skrá. Héðinn Valdimarsson er kominn heim aftur úr för sinni til Akureyrar. Bakarasveínafél. fslands fer skemtiför til Akranes á morgun kl. 8 V2, ef veður leyfir. Skemtanir verða upp frá. Nefndin. 118 ár eru í dag frá því, er Konráð Gísla- son fæddist, málfræðingurinn og „Fjölnis"-maðurinn. 150 ára afmæli (þjóðhátíð) Bandaríkja Norður-Ameríku er á morgun. 4. júlí 1776 var stofndagur þeirra. Þá lýstu 13 fylkin yfir því, að þau væru laus undan Bretakon- ungi og sjálfstæð þaðan í frá. Af tölu þeirra eru 13 randir, rauðar og hvítar á víxl, í Bandarík^afánan- um, en í efra horninu stangar meg- in eru hvítar stjörnur á bláum grunni, jafnmargar og sambands- ríkin eru. Næturvörður er næstu viku i lyfjabúð Iiauga- vegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.