Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 3
3. júlí 1926. ALÞÝ.ÐUBLAÐIÐ 3 meginmunurinn á hirium nýju fræðslulögum og þeim eldri, frá 1907. Umræður uröu nokkrar, og beindust einkum að vandræðum farkennara, illum aðbúnaði og lágum launum þeirra. Voru allir á eitt sáttir um, að hin mesta nauðsyn væri að ráða bót á þessu. Var samþykt sVolátandi tillaga: „Þingið ályktar að fela stjórn kennarasambandsins að gera sér far um að- athuga aðstöðu og laun farkennara og reyna það, sem í hennar valdi stendur, til að ráða bót á aðbúnaði þeirra og kjörum.“ 5. Vanrækt börn, „vandræða- börn“ og meðferð peirra. Sigurður Jónsson skólastjóri hóf umræður, er snerust bæði um vanhirt börn og um „vand- ræðabörn“. Lýsti hann þeirri stefnu t. d. í Danmörku að starfa með heimijunum og hjálpa þeim, þar sem þess væri mest þörfin, til að bæta úppeldi barn- anna. Áður hefði verið reist þar mikið af barnahælum og barna- fangelsum fyrir „vandræðabörn11, en gallar fangelsanna væru komn- ir greinilega í Ijós. H^llgrímur Jónsson kennarí benti á, að að- staða heimilanna er víða svo ill, að mæðurnar geta ait of lítið sint börnum sínum, og þau hafa víða hér í bænum ekki annað dvalarathvarf en kjallaraholuna heima og götuna. Þá sýndi hann og fram á, að aukin velmegun fá- tæklinganna er undirstöðuatriði til eflingar bættu barnauppekli, svo að öll börn eignist hejmili, sem þau komcist fyrir á, og að aðstaða mæðranna sé bætt. Hins vegar séu matgjafir neyðarúr- ræði, sem særi tilfinningar margra barna. Margir ræddu málið, og var um meðferð „vandræðabarna" bent á, að tveir kennarar væru er- lendis, einkum til þess að kynna sér það mál, þeir Steingrímur Arason og Helgi Hjörvar. Sam- þykt var svofeld, tiilaga: „Með því að vitanlegt er, að tveir kennarar úr Sambandi ísl. barnakennara eru nú erlendis til að kynna sér fyrirkomulag hæla fyrir vandræðabörn, þá telur kennaraþingið rétt að fresta á- kvörðunum um mál þetta, þar til þeir eru heim komnir, enda felur þingið stjórninni að halda því vakandi.“ 6. Vín- og tóbaks-bindindis- fræðsla i skólum. Um hana var nokkuð rætt. Með því að i hinum nýju fræðslulög- um er gert ráð fyrir, að börnin fái eftirleiðis fræðslu um áhrif eiturlyfja þessara, var samþykt þessi tillaga: „Þingið ályktar að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga nánar, hvernig haga skuli framkvæmd laga úm fræðslu um skaðsemi tóbaks og áfen^s." í nefndina voru kosin: Sig. Jónsson, skólastjóri í Rvík, Stein- unn Bjartmarsdóttir, kennari í Rvík, og Steinþór Guðmundsson, skólastjóri, Akureyri. 7. Náttúrufræðikensla. Lúðvik Guðmundsson, kennari við mentaskólann, hóf umræður. Taldi hann tilfinnanlegan skort á hæfum kenslubókum. Náttúru- gripaSöfn þyrftu skólar og að hafa, og í því sambandi bauðst hann til að útvega mönnum grasa- tínur og -pressur. Hann talaði einnig á móti daglegum einkunna- gjöfum. 8. Kvikmyndir og skuggamyndir við kenslu. Gísli Jónasson kennari talaði fyrst um notkun þeirra og sýndi síðan margar kvikmyndir. Á eftir urðu nokkrar umræður, og voru skiftar skoðanir um, hvort betri væru til kenslu kvikmyndavélar eða skuggamyndavélar. Var kos- in nefnd til að annast urn útveg- un skuggamyndavéia og kvik- myndavéla. Kosnir voru: Gísli Jónasson kennari, Sig. Jónsson skólastjóri í Rvík og Guðjón Guð- jónsson kennari. 9. Fyrirlestrar úti um land. Þessi tillaga kom fram og var samþykt: „Fundurinn skorar á stjórn sambandsins að hlutast til um, að haldnir verði fyrirlestrar úti um land á næsta ári um uppeldis- og fræðslumál, og heimilar stjórn- inni að verja alt að kr. 500,00 úr sambandssjóðinum til þess.“ 10. Skátahreyfingin. Aðalsteinn Sigmundsson sköla- stjóri á Eyrarbakka ræddi urn, hve gagnleg hún væri og nauð- synleg. Hvatti hann kennara til að nota hana í þjónustu uppeld- isins og taldi illa farið, hvé fáir sintu henni. 11. Stjórn og fieira. Ýms fleiri mál voru rædd. Frá stjórnarkosningu og fyrir- lestrahöldum hefir áður verið sagt hér í blaðinu. Stjórnin skifti svo með sér verkum, að formaður er Bjarni Bjarnason, ritari Guð- Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Séra Þorleifur lét aftur handbókina og rétti þeim höndina. „Guð gefi' ykkur, að hjúskapur sá, sem þið í dag hafið stofnað með ykkur, þegar jafn-óbyrlega blæs fyrir ykkur og nú, megi veita ykkur allan þann unað í hjörtum ykk- ar, sem þið megið ekki njóta eins og önnur brúðhjón, og ef til vill aldrei njótið.“ sagði hann klökkur. Þau héldust þepandi í hendur um stund og horfðust í augu. Svo lagði Guörún hendurnar um hálsinn á Þorsteini og kysti hann. „Við sjáumst aftur,“ sagði hún og gekk út með prestinum. Hin íslenzka réttvísi var lögst til hvíldar eftir þetta mikla afrek sitt. Og Þorsteinn lagðist rólegur til svefns fyrsta kvöldið í hegningarhúsinu. En Jón gamli í Halastaðakoti átti andvöku- nótt. Hann var að sannfærast urn, að það eru ekki alt af beittustu vopnin, sem duga bezt. Hér lýkur fyrra parti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.