Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.07.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ jón Guðjónsson og féhirðir Guð- mundur Davíðsson. Sigurður Nordal prófessor nefndi erindi sitt „Sam]agningu“. Þriðjudag 22. júní var þinghlé um tíma vegna jarðarfarar Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra, og sýndu kennarar samúð sína við jarðarförina. — Þinginu lauk með því að menn komu saman til kaffidrykkju í Iðnó og skemtu sér þar við ræð- ur og söng. Listasýninffin. Það„er enginn vafi, að þetta ‘er rangnefni í meira lagi. Hér ægir öiiu saman, list, iðnaði og krakka- krabbi. Fyrir almenning er lítið uppeldi í þessu. Honum verður að bera hið skárra saman við hið' versta. Hann sér yfirburðina og heldur því, að það fram úr skarandi sé ágætt, þó að það sé í raun réttri einskis virði. En í þeim, sem káka, elur sýningin upp dómgreindarleysi. Þegar þeir sjá hið lélegasta, halda þeir, að það sé vottur þess, að það sé not- andi, að það hangir þarna, og munu á næstu sýningu krækja sinum klíningi á veggina. Það hefir verið talið vera svona af dömnefndarleysi. Það er satt, en dómnefnd er líka tveggja handa járn, þvi að fyrir örfáum árum gerði dómnefnd hér (frú Kristín, Jón Stef., Kjarval) mynd Ríkharðs Jónss., sem nú ér á sýningunni, afturreka, en sama haustið var hún tekin á sýninguna á Char- lottenborg í Khöfn og hlaut mikið iof í erlendum blöðum. En það verður aö heimta, að ekki sé hleypt inn á sýninguna viðvan- ings-klöstrurum. Lærðir málarar eiga skilyrðislaust að komast inn með það, sem þeir vilja. „Lista- ynenn“ á borð við Sigríði Erlends- dóttur, Sigríði Steffensen, Vigdísi Kristjánsdóttur o. fl. eiga hvergi heima nema í ruslakistunni. Bezta málverkið á sýningunni er landslag eftir Kjarval (83); það er trútt og höfugt, laust við allar kenjar, sem annars gætir hjá hon- um, sannkallað listaverk. Ágæt málverk eru „Fiskiskúta kemur að á SeyÖisfirði1' eftir Öskar Sghe- ving, „Stjarnan í austri" eftir Finn Jónsson og „Síldarvinna á Siglu- firði" eftir Tryggva Magnússon, þó að pensildrættirnir á því sums staðar sé ekki nógu vandaðir. Þetta eru alt andagiftarmenn, sem vafalaust munu afreka ágætisverk. Finnur Jónsson verður þó að sleppa þeim móðursjúka pent- hætti, sem hann temur sér eftir forskrúfuðum, erlendum málurum, og semja sig að eigin siðum. „Com- positionirnar" hans svo nefndu eru ein langavitleysa. Af nafnkendum málurum er einna minst varið í það, sem Ásgrímur sýnir; hann er farinn að stæla ýmsa lökustu kæjci Kjan-al-s. Myndirnar eru hálfkaraðar og eins og hranalega hrækt upp á spjöldin, yfir höfuð lítið augnagaman, og kastar þó tólfunum í myndinni „Una álf- kona'I, eitt argvítugasta klastrið, sem á sýningunni er. Einstaklega íaglegt og liðlegt er alt eftir Arn- grím Ólafsson, en alt of milt, svo að maður segi ekki þróttlaust. Guðm. Einarsson kann að vísu nauðsynleg handbrögð, en er bæði andagiftarlítill og sýnist hafa daufan fegurðarsmekk. Þar, sem hann er, sýnist. framtíð listarinnar ekki eigþ neinn hauk j horni. Sig- ríður Sigurðardóttir er að vísu viðvaningur, en virðist mjög efni- leg, snotur eftir hana tvö blek- teiknuð barnsandlit. Af teikning- um er annars langbezt Ingimund- ar-myndin eftir Kjarval, ekki af því, að hún líkist, heldur vegna innsæisins. Hún minnir á beztu myndir van Gogks. Af höggmynd- um eru beztar myndir Ríkharðs, ágætar Benedikt á Auðnum og „Djákninn á Djúpavogi". Sumar teikningar hans eru og ágætar. Tilþrif eru góð í lágmyndum Tryggva, en teiknarans gætir of mikið. Það er Ijóður á skránni, að „barnsandlit" eftir Sigurlinna Pétursson sýnist þar frumsamið; svo er ekki; það er effirmynd eftir Donatello. Aðrar höggmyndir eru ekki teljandi. Lítill útskurður eftir Ríkharð, „Þang“ (nr. 118), er með því göfugasta, sem á sýn- ingunni er. Sigurður húsameistari Guðmundsson sýnir, að í þeirri grein eigum vér í honum ágætan fnann, smekkvísan í ríkum mæli, með fádæma skörpu auga fyrir nothæfi flatar og línu pírumpárs- laust. Barnaskólinn hans er ljóm- andi fallegur og því frékar hús Gunnlaugs Einarssonar læknis, sem ekki fann náð fyrir augum byggingarnefndarinnar, en hvern- ig ætti hún að hafa vit á slíku; hún er ekki kosin upp á það. Aftur á móti er „háborgarmynd'1 Guðm. Einarssonar með því lé- legasta af því tagi, sem hér hefir sést, svipað kubbahleðslu hug- myndasnauðs barns. Ekki er sam- komiskálinn hans betri, svo kall- aður „norrænn" stíll með got- neskjim slettum, ekki ósvipað því, sem hrært væri saman hafra- graut og skötustöppu. br. EJm daginn ©g veglmm. Næturlæknir er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstr. 21, simi 575, og aðra nótt Guðmundur Thoroddsen, Fjólu- götu sími 231, eða Veltusundi 1, sími 693. Sunnudagslæknir er á morgun Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, sími 1185. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson (altaris- ganga), kl. 5 séra E. With, dansk- ur prestur (predikað verður á dönsku, en sungið á islenzku). 1 fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sig- urðsson, kl. 5 Haraldur próf. Ní- elsson. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjón- usta með predikun. — 1 sjómanna- stofunni kl. 6 e .m. guðsþjónusta. Allir velkomnir. í bifreið kviknaði í gærkveldi, án þess að orsök til þess sé kunn, en engum var um að kenna, svo að vitanlegt sé. Bifreiðin var á Fríkirkjuveginum og var bifreiðarstjórinn í henni. Tok hann það til bra^ðs, að hann ók henni út í tjörnina og slökti þann- ig eldinn, en fékk síðan mannhjálp til að draga bifreiðina upp. Landhelgisbrjötar teknir. Nýja strandvarnaskipið „Óðinn'* tók tvo þýzka togara af landhelg- isveiðum og flutti í gær til Vest- mannaeyja. Skemtiför til Akraness fer Bakarasveinafé- lag Islands á morgun með „Suður- landi", ef veður leyfir. Sjá aug- lýsingu! Sunnudagaskóti verður í húsi K. F. U. M. á morg- un kl. 10 árdegis. Tala þar dánskir prestar, With og Vibe-Petersen, sem hér eru staddir, 1 en þeir hafa tek-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.