Alþýðublaðið - 07.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1926, Blaðsíða 1
ýðublaðið Geflð út af Alpýðuflokknum 1928. Miðvikudaginn 7. júlí. 155. lölubiað. Erlend sámskeyíL Khöfn, FB., 7. júlí. Tilraun til að ginna kolanámu- verkamenn. Fré Lundúnum er símað, að námueigendur auglýsi í flestum námuhéruðum tilboð um óbreytt vinnulaun gegn átta tíma vinnu- degi. Menn búast við, að fáir námumenn taki tilboounum. Ýmsir foringjar verkalýðsins ráðast á- kaft að Baldwin og ásaka hann fyrir aö hafa gert tilraunir til þess að rýra kjör verkamanna. Landskjálftar á ný á Sumatra. Frá Padang er símað, að land- skjálftar hafi komið aftur á Su- matra. Fjögur hundruð manna hafa beðið bana. Landskjörið. 1 Keflavik kusu 81, i Gerða- hreppi (Garði og Leiru) 61 af 140 á kjörskrá, í Grindavík 40 af á 2. hundraði kjósenda, í Gnúpverja- hreppi 22 af 122, í Ásahreppi í Holtum 33 af 190, í Holtahreppi 33 af 100, í Landmannahreppi 30 eða 40 af yfir 90. í Rangarvalla- hreppi kusu 38, í Hvolhreppi 50, í Fljótshlíð 25 af 150, í Hvamms- hreppi í V.-Skaftafellssýslu 80, af 190. I Búðahreppi við Fáskrúðs- fjörð kusu 100, á Eskifirði 87, á Norðfirði 174, í Seyðisfjarðar- hreppi um 40, á Vopnafirði 100, í Tjörneshreppi 11. Á Húsavik kusu um 100, í Arnarnesshreppi í Eyjafjarðarsýslu 40, í Árskóg- strandarhreppi 40, í Skriðuhreppi 28, Þóroddstaðahreppi 37, öxna- dalshreppi 20, Kirkjuhvammshr. 30 af 105, Snæfjallahr. í Isafjarð- arsýslu 19 af 40, i Stykkishólmi 70, í ólafsvík 102 af 164, í Hraun- hreppi 56, í Lundareykjadal 8 og í Skorradal 16. Dagsbrúnarfnn verður haldinn í Good-Tempiarahúsinu fimtudag- inn 8. p. m. kl. 8 siðd. — Það, sem fyrir. fund- inum iiggur: Bréf frá atvinnurekendum með tilmælum um samninga. — Mjög áríðandi, að allir félagar mæti. Sýnið skírteini! Stjépnin. Aða Véistjórafélags íslands verður haldínn föstudaginn 9. p. m. í Kauppingssalnum í Eimskipa- félagshúsinu og hefst kl. 1 e. h. , Stjópnin. Skipafréttir. Ameríska skemtiferðaskipið er væntanlegt hingað kl. 6 í kvöld. Botnía fer til útlanda kl. 8 í kvöld. Esja er væntanleg hingað á föstu- daginn austan um land úr hringferð. Villemoes er og væntanlegur hingað bráðlega. Brynleifur Tobiasson stórtemplar fer utan í kvöld. Verður hann á bindindisþingi Norð- urlanda, sem háð verður í Dorpat i Eistlandi 18.—21. þ. m., og síðan á alþjóða-bindindisþingi, er haldið verður á sama stað 21.—29. þ. m. Mætir Brynleifur á þingum þessum í umboði Stórstúku Islands. St. íþaku. Hátíðarfundur í kvöld kl. 9 stund- víslega. Skifting stjórnarstarfanna. Frézt hefir, að ráðherrarnir skifti þannig á milli sín verkum, að Jón Þorléksson verði forsætisráðherra, en Magnús Guðmundsson dóms- og kirkjumála-ráðherra. Sigurður Jónssou, sem nýlega lauk verkfræðiprófi í Noregi, er sonarsonur Jóns Sig- urðssonar á Gautlöndum. Togarinn Júpíter fer ekki á isfisksveiðar, heldur kveða menn honum vera ætl- V. K. F. Framsöim. Þær konur, sem eiga ógreitt gjöld sin, eru vinsamlega beðnar að greiða pau sem allra fyrst til Jóhönnu Efjilsdóttur, Bergpórugötu 18. Athn Peir kaupendur Al- Þýðublaðsins, sem fara norður í sumar, geta fengið blaðið á Siglufirði bjá Sigurði Fanndal kaupmanni og á Akureyri h|á Erlingi Friðjénssyni í Kaupfélagi verka- inanna. að að fara til Hafnarfjarðar og liggja þar fyrst um sinn, eftir aö hann hefir verið birgður af kolum hér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.