Alþýðublaðið - 07.07.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.07.1926, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ j &LÞÝDUBLAÐIÐj j kemur út á hverjum virkum degi, í 4 ~~.. ----- • -w j Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við j < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. j \ til kl. 7 siðd. £ j Skrifstofa á sama stað opin kl. j j 9‘/2 — 10i/2 árd. og kl. 8-9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > j (skrifstofan). { j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á j j mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 £ ; hver mm. eindálka. ► j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan £ J,- (í sama húsi, sömu símar). ........ £ Fræðsla barna. Vorið 1925 samþykti kennara- pingið að kjósa þriggja manna nefnd, til Jress meða! annars, að grenslast eftir, hvernig lög um fræðslu barna væru framkvæmd. Undirritaður var einn nefndar- manna. Skýrði hann frá á nýaf- stöðnu kennaraþingi, hve mörg börn á skólaskyldualdri hefðu aldrei notið fræðslu á öllu land- inu, skólaárið 1924—1925. Og mátti af því ráða, hve mörg börn hefðu orðið út undan. Frásögnin var byggð á síðustu skýrslum og viðtali við fræðslumálastjóra. Kringum 2700 börn höfðu notið kenslu í kaupstaðaskólum. Barna- skólar utan kaupstaða höfðu veitt tilsögn hér um bil 1300 börnum, og eitthvað um 2400 börn fengu tilsögn í farskó.'um eða voru undir eftirliti. Flest voru börnin, sem nutu kenslu í Eyjafjarðarsýslu, en fæst í Hnappadalssýslú. Samtals nutu kringum 6400 börn opinberrar kenslu á umræddu skólaári. En Jressi tala lækkar nokkuð, þegar dregin er frá tala peirra barna, sem voru innan við skólaskyldualdur, en Jiau eru all- mörg. Sé nú gert ráð fyrir, að eitt- hvað um 10000 börn hafi verið á skólaskyldualdri, sem mun láta nærri, pá skifta þau mörgum hundruðum, sem hafa verið sett hjá eða sem skýrslur ná ekki yfir. Vitanlega má gera ráð fyrir, að nokkur börn hafi notið einhverr- ar kenslu, þó að ekki séu til skýrslur, sem greina það. Augljóst er Jrað, að mikill fjöldi þessara 17000 til 18000 heimila, sem til eru á landinu, er alls ekki fær um að kenna börnurn, þótt sumir þingmenn hafi fullyrt það. Nokkurar umræöur urðu um þetta á siöasta kennaraþingi. Undirritaður kvað nauðsvnlegt, að einn væri eftirlitsmaður með kenslunni í hverjum landsfjórð- ungi og færi hann um| meðan kensla stæði yfir. Jón Sigurðsson kennari frá Siglufirði studdi nrál það og sagði kennara víðs vegar úti um land þarfnast leiðbeinanda, er segði þeim frá nýungum, er gerðust er- lendis, hvetti þá og leiðbeindi þeim. Hentast Jrótti, reins og á stóð, að bíða átekta og sjá, hverju nýir menn meb nýjum lögum kæmu í framkvæmd og breyttu til batn- aðar. Hallgrímttr Jónsson. „Eimreiðin.“ Það verður að segja hverja sögu, eins og hún gengur, þar á meðal, að síðasta „Eimreiðar“- hefti er harla lítilmótlegt. Fyrst er létt kveðið, vatnsdauft gling- gling-gló-vorkvæði eflir Höllu Loftsdóttur, svo raupsöm grein eftir Jónas frá Hriflu um afrek „Tíma“-flokksins með ginnandi loforði, sennilega til íhaldsmanna, um að hindra Alþýðuflokkinn frá að þjóðnýta útgerðina, ef „Tíma“- flokkurinn geti, og er nógu gott að fá að vita Jrað, að hann ætlar þetta fyrir sér. Undarlegt, hvað þessir „áhrifamestu stjórnmála- menn“ geta hitt fram hjá, þegar þeir eiga að skrifa stil um á- kveðið efni, „gera grein fyrir stefnum floklca sinna“. Jón Þor- láksson skrifaði í staðinn um á- stæður fyrir íhaldi alment, en Jónas litskrúðuga lýsingu á af- rekum flokksins. Þá er heldur þur gamansaga eftir Jón jöklara, sem ekki vantar nema aðalatriöið, — botninn, þá góð víðvarpsræða eft- ir Ágúst H. Bjarnason, svo nokkur leirburður eftir Grétar Fells; — því tekur ritstjórinn slíkt? JSnot- ur, en meira ekki, loftferðasaga eftir Sigurð Nordal. „Arfinn“, handónýtt æfintýri eftir stúlku- barn. „Sálrænar ljósmyndir“ eftir Harald Nielsson, sem, hvað sem hinu ótrújega efni líður, er svo ruglingslega skrifað, að það fer ekki hjá því, að höf., sem annars ritar allra manna bezt og skipu- iegast, hafi. samið þetta í flaustri. Síðan eru ritgerðir um og eftir Vilhj. Stefánsson, Ta-Hio í Irýð- ingu eftir Á. H. B. og Ioks það bezta í heftinu, „Af Hákollum“, skínandi fögur náttúrulýsing eft- ir Sigfús M. Johnsen; höf. er glöggskygn á náttúruna, skilur hana og sér hana með augum elskhugans, og svo er stíll hans að auki bæði lipur og litauðiigur. Það má mikið vera, ef hér ríður ekki góöur rithöfundur úr hlaði. Þá er partur úr fundabók Fjölnis- félagsins, og er Jrað hálfgerður bjarnargreiði við Fjölnismenn að birta hana; svo eru umræðuefni og meðferð Jreir.a svipuð því, sem er í bekkjarfélögum neðri bekkja lærða skölans, að barnaskaþ. Lé- legastir eru óefað ritdömarnir, bragðdaufir Og sviplausir, og er sízt hægt að segja, að útgefandinn sé með þessu að trana úrvalinu af þeim ritum, sem „Eimreiðinni" eru send, framan í lesendurna. Ritdómarnir hanga í t-ímaritum vorum af afturhaldi og vana; þau verða að hætta- við þá; þau geta ekki ráðið við þá, þótt ekki sé nema rúmsins vegna. br. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor- valdsensstræti 4, símar 1786 og 553. (I stað Gunnlaugs Einarssonar.) Veðrið. Hiti 14—10 stig. Átt víðast su.ð- austlæg, hæg. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Otlit: Frandialdandi suðaustanátt á Suður- og Suðvest- ur-landi og suins staðar skúrir. Ólafur Fjeldsted leynivínsali hefir nú lengi hald- ið sig innan við Elliðaár, í lög- sagnarumdæmi Kjósar- og Gull- bringu-sýslu. Er ástæða lil að haía góða gát á háttuin hans, og er þetta sagt sem vinsamleg leiðbeining til sýslumannsins í Hafnarfirði. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . . . kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,22 100 kr. norskar .... — 100,18 Dollar..................— 4,564/.2 100 frankar franskir. . . — 12,44 100 gyllini hollenzk . . — 183,40 100 gullmörk þýzk... — 108,52

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.