Alþýðublaðið - 08.07.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 08.07.1926, Qupperneq 1
ilíð út af iUfsýduflokknum t 1926. Erlenil símskeyti. Khöfn, FB., 7. júlí. Stéttabráttan. Brezka íhaldið vill heldur eyða stórfé til útlanda en unna innlendum verkalýð sæmilegra kjara. Frá Lundúnum er símað, áð stjórnin hafi beðið þingið um 3 milljónir sterlingspunda til kola- kaupa erlendis. Fjárhagsmál Frakka. Frá París er símað, að Caillaux krefjist traustsyfirlýsingar áður en nákvæmar tillögur í fjárhagsmál- unum eru lagðar fyrir pingið. Þingræðan i gær var pví að eins yfirlit um fjárhaginn, en urn á- form' í f járhagsmálum sagði hann, að hann aðhylíist í aðalatriðunum tillögur sérfræðinganna. Caillaux fór fram á. pað við þingiö, að pað sampykti fransk-amerísku skuldasamningana, en hann ætlar fyrst að gera tilraun til pess að fá peim breytt. Caillaux krafðiá\ að lokum umboðs til framkvæmd- ar fjárhagsáformum sínum án í- hlutunar pingsins. Innlend tfiHindi. ísafirði, FB., 7. júlí. Kauptexti ísfirðinga á sild- veiðum. Sjómenn héldu fund á mánudag og sampyktu einhuga kauptaxta á síldveiðar fyrir háseta: Mánað- arkaup 235 kr., uppbót 10 aurar, frían matsvein og kol. Ella 40«/o af brúttóafla, frían matsvein, kol og olíu. — Sjómenn kusu samn- ingsnefnd. F. J. Skipafréttir. Botnía fór í gærkveldi. Ville- moes kom í morgun með steinolíu- farm. Fimtudaginn 8. júli. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Gunnarss., Lauga- vegi 16, sími 272. Hjónaefni. Ágústa G. Ágústsdóttir (heiibrigð- ísfulltrúa) og Arinbjörn Þorkelsson trésmiður hafa nýlega birt trúlofun sína. Einnig hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Arndís jónsdóttir og Hinrik Halldórsson, bróðir Páls Sjómannaskólastjóra, bæði til heim- ilis í Selbúðum. Ferðamannaskipið ameríska kom í gærkveldi, eins og tii stóð. Það heitir „Carinthia". Það er 20 þús. smálestir að stærð og heíir á 4. hundraði farþega. Það fer héðan aftur annað kvöld. Um tvö hundruð farþegjanna fóru til Þingvalla í dag og fara líklega fleiri þangað. Um 180 þeirra fóru til Hafnarfjarðar i morgun. „Dagsbrúnar“'fundur verður kl. 8 í kvöld í G.T.-hús- inu. Atvinnurekendur hafa sent bréf með tilmælum um samningagerð. Allir félagar, sem það er með nokkru móti unt, þurfa því nauð- synlega að sækja fundinn. . \ Þórstina Jackson heitir vestur-íslenzk kona, sem kemur hingað með Goðafossi. Ætl- ar hún að halda hér íyrirlestur fyrir almenning og sýna skuggamyndir frá byggðum Islendinga vestra, og mun marga fýsa að heyra og sjá frá frændum vorum vestan hafsins. Timaritið „Iðunn“ hefir nú skift um eigendur og rit- stjórn. Hefir Magnús Jónsson dós- ent selt það félagi nokkurra manna, og éru nú ritstjórar þeir Árni Hall- grímsson og séra Eiríkur Albertsson á Hesti. Fyrsta heftið undir ritstjórn þeirra er nú komið út. Hefst það á grein „um annað líf“ eftir Helga Péturss. Einar H. Kvaran svarar í grein, sem heitir „öfl og ábyrgð", grein Sigurðar Nordals í „Iðunni" áður; er það framhald á deiíu þeirra um gildi ritstarfa E. H. Kvarans og lífsskoðipiar hans. Þorkell Jóhannes- son ritar um Knut Hamsun og Ás- geir Magnússon um heimsendi. Tryggvi Sveinbjaí-narson segir frá Þjóðabandalaginu, og Þórir Bergs- son segir sögu, sem heitir „Fífillinn", 156. tölublað. Atbniið! Þeir kaupenduF Al- Þýðublaðslns, sem fara norður í sumar, geta fengið blaðið á Siglufirði hjá Sigurði * Fanndal kaupmanni og ‘á Akureyri h|á Erlingi Friðjánssyni í Kaupfélagi verka- manna. Auk þessa eru í hefúnu ritdómur um „Rousseau" eftir Magnús Jónsson og stökur eftir Hjálraar Þorsteinsson. Hátiðarfund með blómum og kertaljósum hélt Góðtemplarastúkan Iþaka í gær- kveidi í minningu 75 ára afmælis Alþjóðareglu Góðtemplara. Séra Magnús Helgason Kennaraskóla- stjóri sagði sögu; Helgi Sveinsson flutti erindi fyrir minni Reglunnar, og félagsmenn sungu nýtt kvæði, er ’ einn þeirra, Guðni Eyjólfsson, hafði ort til minningar um stofnend- ur og frumherja Reglunnar. Að loknum fundi var slegið úpp kaffi- borðuin, og sagði þá ungfrú Þuríð- ur Sigurðardóttir ferðasögu. Stein- dór Björnsson frá Gröf flutti er- indi og varaði við nautn eitur- og örvunar-lyfja, ekki að eins víns, heldur og tóbaks, kaffis og tes, og taldi allar slikar nautnir hafa ill áhrif á afkomendurna. Þá las Har- aldur Norðdahl upp nokkrar lausa- vísur. Samkoman stóð til •kl. 1.2Va. og fór hið bezta fram. Heilsufarsfréttir. Landlæknirinn fékk í gær skeýti frá héraðslækninum á Eskifirði þess efnis, að mislingarnir væru taldir iáldauða i Héraði, en loddu enn við í Seyðisfirði utanverðum. Á Seyð- isfirði og Reyðarfirði hefðu nokkr- ir menn fengið fremur væga „inftó- enzu". Annars gott heilsufar. — Landlæknirinn veit ekki tii, að ínisl- ingar séu nú neins staðar á land- inu nema þessi vottur í Seyðisfjarð- arhéraði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.