Alþýðublaðið - 08.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Rógburður Kristjáns Albertssonar. I 26. og 23. tölublaði „Varðar“ írá 19. júní og 3. júlí s. 1. hefir ritstjóri blaðsins, Kristján Al- bertsson, ritað tvær greinar, hvat- skeytslegar og iilyrtar í garð jafn- aðarmanna í bæjarstjórn Reykja- Rvíkur, út af umsókn Lárusar Jó- hannessonar um leyfi til þess að reka kvikmyndahús hér i bænum. Með því að við undirritaðir eig- um sæti í bæjarlaganefnd og höf- um þegar lagt til, að leyfi þetta verði veitt, þykir okkur hiýða að minnast nokkrum orðum á þessar iligirnislegu og grunnfæru grein- ar ritstjórans. Kr. A. heldur því fram í grein- um sínum, að jafnaðarmenn í bæj- arstjórninni hafi selt „í heildsölu“ aíkvæöi sín með leyfisbeiðninni gegn því, að leyfisbeiðandi, L. Jóh., útvegaði Alþýðuflokknum lán til húsbyggingar með vildar- kjörum. Fuliyrðir hann, að jafn- aöarmennirnir í bæjarstjórninni hafi á síðari árum veitt „andspyrnu*' gegn leyfisveitingum tjl nýrra kvikmyndahúsa, og segir fullum fetum, að hér sé að ræða urn atkvæðasölu i stórum stíl, þjónkun við gróðafyrirtæki. Ekk- ert fer hann inn á það mál, hvort bærinn eigi að reka kvikmynda- húsin eða einstaklingar, n'é hvort fjölga eigi kvikmyndahúsum frá því, sem nú er. Tekur hann því enga stefnu í málinu, heldur virð- ist honum það aðaliega athugun- arvert, að leyfisbeiðendurnir muni hafa húsnæði undir væntanlegar kvikmyndasýningar í Alþýðuhús- inu. Er það all-eftirtektarvert, að höluðrr álgagn íhaldsins skuli ræða slíkt mál eingöngu á þessum grundvelli, en taka enga afstöðu um bæjarrekstur, frjálsa samkeppni eða einkarétt úrvalinna einstak- linga. 1 Alþýðublaðinu 16. júní s. I. hefir annar okkar, H. V., lýst af- stöðu jafnaöarmanna til unrsókna um rekstur nýrra kvikmyndahúsa hér í bæ. Er þar skýrt fram tekið það, sem allir fulltrúar jafnaöar- rnanna í bæjarstjórn hafa ávalt ó- tvrrætt haldið fram, þegar slíkar unrsóknir hafa verið þar til um- ræðu, ad rétt sé, að_ bærinn taki í sínar hendur rekstur allra kvik-. myndahúsa, og að því beri að koma t framkvæmd senr fyrst. En á meðan því verði ekki við komið vegna andstöðu ihaldsins, meiri hluta bæjarstjórnarinnar, eigi ekki að takmarka leyfin að eins við þau tvö kvikmyndahús, senr nú hafa einkaréttinn, heldur, ad veita eigi öllutn þeinr umsækjendunr leyfin, er sanna, að þeir hafi fé og aðstöðu til fullkonrinnar starf- rækslu. slíkra fyrirtækja, þó nreð því fororði, aö bærinn eigi auð- velt með að taka reksturinn í sín- ar hendur, er aðstæður leyfa, og verði sönru skilyrði sett við h. f. Nýja Bíó, þar sem enn.hefir ekki verið gengið til fullnustu frá skil- málununr fyrir leyfi þess. Einkarétt til kviknryndasýninga fyrir fáa, úrvalda einstaklinga á- lítum við óhæfilegt fyrirkomulag. Fyrir þessari stefnu, sem er í fullu samræmi við þjóðnrálastefnu ilokksins og hefir verið þrautrædd í félögunum, hafa fulltrúar flokks- ins ætíð barist, fyrr og síðar. N'i er svo áiíatt, að L. Jóh hefir fyllilega getað sannað, að hann hafi fé og aðstöóu til rekstúrs íullkonrins kviknr yndahúss, og húsnæði það í væntanlegu Al- þýðuhúsi, senr ætJast er til að kvikmyndasýningarnar fari fram í, er eitthvert hið bezta, sem hægt myndi vera að fá hér í bæ. Er því frá okkar sjónarmiði og senni- lega allra þeirra, sem ekki kjósa helzt einkarétt úrvalinna einstak- linga á þessum atvinnurekstri, sjálfsagt að veita kvikmyndaleyf- ið. Samkvæmt franran sögðu er augljóst, að allar fulfyrðingar Kr. A. um atkvæðasölu og nrútu- brigzl hans eru að eins illgirnis- legur og staðlaus rógur. Engin atkvæðasala né atkvæðanrútur geta átt sér stað, þar senr fylgt er franr óbreyttri flokksstefnu, sem löngu áður hefir verið barist fyrir. Kr. A. reynir að setja í samband við þetta lánin til Alþýöuhússins, sénr L. Jöh. héfir ætláð áð útvega. Hér er að eins unr venjuleg við- skifti að ræða, óskyld stjórnmál- unr. Verklýðsfélögin hafa ágæta lóð og vilja koma upp Alþýðu- húsi, sem teikning hefir fyrir iöngu verið gerð af. Til þess þurfa þau að fá lánsfé og jafnfranrt fyrst unr sinn að tryggja sér leigj- endur, sérsíaklega að hátíðasaln- um, senr mjög vel er fallinn til kvikmyndasýninga. Kvikmyndafé- lag L. Jóh. þarf á húsnæði, stór- um sal, að halda á bezta stað í bænum, og þykir því æskilegt, að þurfa ekki að byggja sjálft fyrst unr sinn, enda dýrt og erfitt unr lóðakaup á hentugunr stað. Því þykir báðunr aðiljunr heppi- legt, að félagið leigi um nokkur ár húsnæði þetta og láni hluta af hyggingarlrostnaðinunr með til- tölulega örum afborgununr og veði í húsinu. Lánskjörin og húsaleigan, ef til kemur, eru auðvitað í sanrræmi hvort við annað, svo að ekki er um nein „vildarkjör* að ræða. Það skiftir engu máli, hvort pening- arnir eru fengnir að láni hjá ein- stökum mönnum eða lánsstofn- <un. Sízt er ástæða til að býsnast yfir, að ársvextir þessa láns yrðu ekki hærri en 6»/o, þar senr það væri refsivert okur lögum sam- kvænrt aö taka hærri leigu af peningaláni frá einstökunr mönn- unr gegn fasteignaveði. Flestum uppkomnum Reykvíkingum er jiað kunnugt, að aitítt er hér í bæ, að menn þurfi að greiða margra ára húsaleigu eða lána fé til byggingar, er þeir vilja fá viðun- andi húsnæði. Er eðlilegt, að þetta eigi sér stað um ný kvikmynda- hús, þar senr ekkert húsnæði er nú til fyrir þau í bænunr. Eins og hér í blaðinu hefir verið sýnt, er enginn fótur fyrir því, að jafnaðarmenn í bæjarstjórn hafi í hyggju á neinn hátt að breyta um btefnu í kvikmyndanrálinu frá því, sem verið hefir. Öll brigzlyrði Kr. A. unr það, að jafnaðarmenn hafi selt atkvæði sin í máli þessu í heildsölu eða látið múta sér með lánveitingunr til Aljrýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.