Alþýðublaðið - 08.07.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í nefndinni voru: Sigurjón Ól- afsson skipstjóri, Geir Sigurðsson, Sveinbjörn Á. Egilsson, Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, og Benedikt Sveinsson. — I fyrra sumar var Stafnessvitinn reistur eftir áskorunum Fiskifé- lagsins. Frumkvöðull þess máls á Fiskifélagsfundinum í fyrra var Björn Bl. Jónsson. Sagði hann þar þá sorglegu sögu, að við Stafnes höfðu farist 14 skip og menn- írnir druknað af mörgum þeirra. Árangur ræðu hans varð bygging vitans. Blfreiðar samgöugu- og flutn- inga-tæki i Persíu. Eftir nýjustu blaðafregnum út- lendum eru nýbyrjaðar reglubundar bifreiðaferðir milli fiagdad og Te- heran til fólks og vöru-flutninga, Gömlu flutningatækin, úlfaldarnir, eru að smá |hverfa úr sögunni. Bifreiðastjórarnír eru flestir útlend- ingar. að éins tilviljun, ef Persi eða Arabi sést vera bifreiðastjóri. Veðrið. Hiti 16—10 stig. Víðast iogn.eða austlæg átt, hæg, nema snarpur suð- austan vindur í Vestmannaeyjum. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Otlit fyrir svipað veður. Regn á Suður- og Suðvestur-landi. Sums staðar poka eða pokuloft. „Fræðsla barna“. 1 grein Hallgríms Jónssonar hér í blaðinu í gær átti 3. Setningin að vera pannig: Skýrði hann frá á ný- afstöðnu kennarapingi, hve mörg börn á skólaskyldualdri hefðu notið fræðslu á öliu landinu skólaárið 1924-1925. 564 ár eru í dag frá Grundarbardaga í Eyjafirði og drápí peirra Smiðs Andréssonar og Jóns skráveifu, tveggja uppivöðsluséggja og ópokka, sem höfðu um stund allmikil völd í landinu, par til Eyfirðingar los- uðu sig og aðra Lahdsmenn við pá með aðstoð Grundar-Helgu. Sá varð feginn. 1 Kaupmannahafnarblaðinu „Da- gens Nyheder“ frá 4. maí er frá- sögn af opinberri, áheyrn, sem Krist- ján kóngur Friðriksson veitti dag- inn áður. Stendur pár i méðai ann- ars pessi klausa: „Enn fremur komu síra Clausen frá Sværdborg, banka- Ágætt saltkJISt at sauðum og vetrargömlu fé úr Dalasýslu. Va kg. að eins 75 aura. Ódýmra í heilum tunnum. Kaupfélagið. Simar 1026 og 1298. stjóri Claessen jrcí Reykjavík og Jacobsen prófessor við fjöllistaskól- ann til að pakka f'yrir, að peir höfðu verið gerðir að dannebrogsriddur- um.“ Það er sapnarlega gleðilegt að vita til, að pakklátssemi er ekki enn horfin úr fari allra Islendinga! En lítið dregur vesælan. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar . . . . — 122,22 100 kr. norskar .... — 100,18 Dollar ........ 4,56í/2 100 frankar franskir. . . — 12,50 100 gyllini hollenzk . . - 183,40 100 gullmörk pýzk. . . — 108,52 „Morgunblaðið“ pykist stundum vera allra blaða fljótast að flytja fréttir. Tii dæm- is um fréttaflýti pess flytur pað í dag fréttir af kennaraþinginu, sem „Alpbl." flutti á iaugardaginn. Freeðamolar. 1 manninum eru 205 bein, auk tannanna, p. e. 237, ef hann heldur öllum tönnunum. Einfaldasta ráðið til að skilja hvernig hjartað slær er að stinga gat á bolta, láta í hann vatn, og kreista hann síðan haégt og hægt, svo að vatnið spýtist út í smá- gusum. Gallvökvinn er til pess að varna rotnun fæðunnar í pörmunum. Auk pess meltist fitan ekki, ef gallrensl- ið stiflast, og megrast sjúkiingur- inn pá fljótt. Þetta hefir fyrir löngu verið sannað með tilraunum, par sem bundið var um gallpípu pess, e.r prófun fór fram á. Hjartað í nýfæddu barni slær að meðaltali 140 sinnuin á mínútu, í barni á öðru ári 110 sinnum, í stálpuðu barni 80 sinnum, í full- proska manni 75—70 sinnum. Þeg- ar lengra líður á æfina, fækkar hjartaslögunum enn meira, og loks geta pau jafnvel komist niður í 40 á mínútu. Hjá gamalmennum fjölgar peim oft nokkuð aftur. Þetta er meðaltalið, en allmiklu munar á ýmsum mönnum. Blóðið er talið. vera prettándi hluti af pyngd mannsins. T. d. eru pá í manni, sem er 130 pd. að pyngd, 10 pd. (5 kg.) af blóði. Fernisolía sérstaklega ódýr að eins í heiium tunnuin. Spyrjið um verðið. Vttrubúðin. Frakkastfg 16. Sími 870. Sími 870. Hjólparstöð hjúkrunarfélagsins „Líknar" er opin: Mánudaga . kl. 11 - 12 f. h Þriöjudaga — 5 — 6 e. - Miðvikudaga . . . . , . - 3- 4 - - Föstudaga . — 5- 6 - - Laugardaga . - 3- 4 - - . Austurferðir frá Sæberg; á Lainbeyjar-ípróttamótið verður farið austur að Garðsauka — laugardag- inn 10. júlí kl. 6f. h. bæði á Buick og kassabílum. Fastar áætlunarferðir alla mánudaga og fimtudaga kj. 10 árd. austur fyrir fjqll. Sími Rvik. 784. Sími í Hafnarfirði 32. Agætt saltkjöt af sauðum og veturgömlu fé úr Dalasýslu, '/a kg. að eins á 75 aura, ódýrara í heilum tunnum. Kaupfélagið, símar 1026 og 1298. Bollapör, diskar, mjólkurkönnu^og vatnsglös, matar-, kaffi- og pvotta- stell, er bezt og ódýrust í verzluninni „ÞÖRF“, Hverfisgötu 56, sími 1137. Mjólk og Rjómi er selt daglega i brauðsölubúðinni á Grettisgötu 2. Simi 1164. Alþýðuflokksfólk I Athugið, að auglýsingar eru fréttir! Auglýsið pvi í Alþýðublaðinu. Veggmyndir, fallegar og ódýrar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. 1. fl. saumastofa fyrir kven- og karl-menn. Hreinsa og pressa föt. Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. P. Ammendrup, Laugavegi 19. Símar 1805 og 821 heima. Skorna neftóbakið frá verziun Kristínar J. Hagbarð mælir með sér sjálft. Frá Alþýðubrauðgerðinni. Vínar- brauð fást strax kl. 8 á morgnana. Mjólk og rjómi fæst í Alpýðubrauð- gerðinni á Laugavegi 61. Verzlið við Vikar! Það verður notadrýgst. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðu y r«i tamlðjaa. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.