Alþýðublaðið - 09.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af AJpýðuflokknuiKi 1926. Erfentl símskeyti. Khöfn, FB., 9. júlí. Fjárhagsmál Frakka. Frá París er símað, að stjórnin hafi leitað samnínga við Engiand um ófriðarskuldirnar og útlit sé til samkofnulags. Mikil mótstaða' er í þinginu gegn fjárhagsáform- um Caiflaux. Franklín Bouilon tel- ur ameríska skuldasamninginn ó- bærilega byrði fyrir frönsku þjóð- ina. Blun telur kröfur stjórnarinn- ar um einræði í fjárhagsmálum ó- samrýmanlegt stjórnarfari lands- ins. Tjón af vatnavöxtum. Frá Berlín er símað, að tjónið af vatnavöxtunum í Pýzkalandi nemi 100 milljónum marka. 17ni daginn og veginn. Nætuiiæknir er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstig 10, •sími 1185. Skipafréttir. „Suðurland“ kom í gærkveldi frá Borgarnesi. Timburskip kom til Völ- undar í gær. Skemtiferðaskipið ameríska er búist við að fari héð- an kl. 11 í kvöld. Um 30 farþeg- anna fóru til Þingvalla í morgun. Sumir fóru til Hafnarfjarðar og víð- ar hér í grend. 119 ár eru í dag frá fæðingu Garíbalda hins ítalska. Veðrið. Hiti 15—10 stig. Átt viðast aust- læg, lygn, nema snarpur vindur í Vestmannaeyjum. Svipað útlit. Skúr- ir víða. Loftvægislægð fyrir suð- vestan lar.d. Verkaskifting stjórnarinnar er nú ákveðin á þann hátt, sem Alþýðublaðið hafði áður sagt. Jón Þorláksson er orðinn forsætisráð- herra, en Magnús Guðmundsson dóms- og kirkjumála-ráðherra. Þ. Föstudaginn 9. júlí. Harmoniku- Atsalan heldur dfram. Ódýrar PLÖTUES verð frá 75 anrum. Ferða-N grammöfönar Kr. 65.00 (áðurkr. 115.00) 5 plötur fylgja ókeypis. HljóðfærahAsið. e.: Jón fær „frímerkið“, en Magn- ús erfiðið, sem „Mgbl.“ vantreyst- ir honum til að ráða við. 0 q ^ 4 Jjf*. Stakkassundmenn eru beðnir að koma út í sund- skála kl. 8 í kvöld. Athygli skal vakin á því, að í auglýsíngU' RudolfKöster í fyrra dag hafði mis- prentist verðið á fiskfarsi kr. 1,60 en átti auðvitað að vera kr. 0,60 ■Vs kg. Gleymska? „Vörður“ segir 3. þ. m. frá nokkr- um samþyktum, sem gerðar voru á stórstúkuþinginuum daginn.en gleym- ir(?) alveg að geta um áskorun þá, er það samþykti til ríkisstjórnarinnar um að senda ekki drykkjumenn til annara landa í erindum ríkisins. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... - 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,22 100 kr. norskar .... — 100,18 Dollar..................- 4,561/2 10Q frankar franskir. . . — 12,08 100 gyllini hollenzk . . — 183,40 100 gullmörk þýzk. . . — 108,52 tölublað. B. S. R. Austur í Fljótshlfð á morgun, laugardag, kl. 6, 8 og kl. 10 f. h., til baka sama dag. H.t. BifreiðastM Reykjavíbur. Simap 715 og 716. Athngið! Þeii* kaupendur Al- pýðublaðsins, sem fara norður I sumar, geta fenglð blaðið á Siglufirði hjá Sigurði Fanndal kaupmanni og á Akureyri hjá Erlingi Friðjónssyni € Kaupfélagi verka- manna. 75. ára afmæli G.-T.-reglunnar. Þessa merkilega atburðar verður minst með hátíölegum fundi i st. Skjaldbreið nr, 117, föstudaginn 9. júlí kl. 8 V2 e. þ. — Br. umboðsmaður hátemplars Indriðí Einarsson rithöf- undur flytur erindl. — Eftir að fundi er lokið, verða mörg skemtiatriði á boðstóluni. Vantraust á Magnúsi Guðmunds- syni. „Mgbl.“ segir frá því, að Magn- úsi Guðmundssyni sé falið, að fara með dóms- og kirkjumála-ráðherra- embæftið samhliða sínu ráðherra- embætti, en pað setur spurningur- merki við. Það verður varla skilið öðruvísi en svo, að það treysti hon- um ekki til að annast hvorttveg-gja 3)g þyki því fréttin ótrúleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.