Alþýðublaðið - 10.07.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.07.1926, Blaðsíða 4
4 *\L P í uu stritast við að halda utan á sér. Ég efast ekkert um það, að S. H. Kvaran viti, hver eru aðaleinkenni skrílmenningarinnar, úr þvi að hann á annað borð skipar þar sérstakri stétt manna. En mitt álit er nú það, að ágirndin og samvizkulegsið á öllum sviðum, sem er gersneytt allri ábyrgðartilfinningu, sé uppi- staðan í allri skrílmenningu, og fullyrði ég það, að þeir menn, sem hafa þessa galla í ríkustum mæli, séu mjög stutt komnir upp úr villi- menskunni og geti því i siðuðu Jandi að eins talist til argasta skrils- ins, því að slikar ódyggðir valda mestu böli í heiminum. A þessu hlýtur Kvaran læknir og allir að sjá, að sá tekur á sig tals- verða ábyrgð, sem kallar alla hina starfandi alþjóð „skríl", því að einmitt frá brjóstum hinnar starf- andi alþýðu hafa skinið skærustu Ijós mannkynsins á öllum öldum. Þá hlýtur S. H. Kvaran að vita það, sem Jón Arason vissi og allir kristn- ir menn eiga að vita, að til er annad lif, og að sá er mestur höfð- inginn, sem getur borið höfðingja- titilinn óskaddaðan út yfir gröf og dauða, því að það er of stutt gam- an, þó skemtilegt sé, að vera kall- aður höfðingi, ef höfðingsskapur- inn fer allur með fötunum, og eftir verður ekkert annað en allsnakið lítilmenni. Eskifirði, í nóvember 1925. Alpýdumadur. Páll Isólfsson. Nefnd sú, er íorstöÖu veitir pre- dikunarstarfsemi séra Harakls Níeissona/ pxófessors, hefir nú ráðið Pál tii að leika á orgelið við guðsþjónusturnar í fríkirkjunni. Páli mun vera áhugamái að gera tilraun tii að bæta kirkjusöng og kirkjuhljómlist hér heima að ein- hverju leyti, og nú fær hann tækifæri til að vinna sjálfur sem organieikari, en það hefir hann ekki haft áður. Enn mun enginn hér á iandi kunna að leika á hið nýja orgel fríkirkjunnar, svo að það njóti sín til fulls, nema hann. — Aiþýðublaðið hefir verið beðið að minna á, að þeir, sem tryggja vilja sér sæíi við guðsþjónustur prófessors H. N., geta nú fengið aðgöngumiða til ársloka fyrir hálft verð í bókaverziunum ísafoidar, Sigfúsar Eymundssonar og Ársæls Árnasonar og enn fremur í Silki- búðinni (Bankastræti 12). Umvarp og esperanto. 1. Inngangur. Grein þessi verður öll i molum. Ber margt tii þess, þó eigi verði það hér greint. Kafli hver verður þó sjálfstæð heild. Verður þar skýrt frá ýmsum staðreyndum, er snerta umvarp' og Esperanto, og á ýmsa vegu varpað ljósi yfir það málefni. Þannig kemur fyrst ágrip af nokkrum köflum úr grein einni, er ritað hefir dr. Pierre Corret (frb. pér kore) í París. Hann er umvarpsmaður mikill og formaö- Ihr í Alþjóða umvarpsfélaginu (In- ternacia Radio-Asocio). I grein þessari tekur hann fram nauðsyn allsherjarmáls fyrir umvarpið og firðtalið yfirleitt. Síðan kemur á- grip skýrslu þeirrar, er ritari Al- þjóða-umvarpsfélagsins (I. R. A.), enskur maður að nafni Harry A. Epton, lagði fram á fyrsta árs- fundi þess i París 18. april f. á. Síðan verður sagt frá afskiftum þeim, er hið 1. þing Sambands al- heims-umvarps-unnenda hafði af Esperanto og samþyktum þess. um það efni. Þar næst kemur um- varpsræða, er forseti Þjóðabanda- lagsins hélt í fyrra vor. Skýrsla um Esperanto á umvarpssviði rekur loks lestina. (Frh.) Reykjavík, 9. marz 1926. Ól. Þ. Kristjánsson. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Uppsöl- um, sími 1900, og aðra nótt Jón Kristjánsson, Miðstræti 3, sími 686. Sunnudagslæknir er á morgun Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson. Engin síðdegis- messa. 1 fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjón- usta með predikun. Veðrið. Hiti 15—9 stig. Átt suðlæg og austlæg, hæg, nema snarþur vindur í Vestm.eyjum. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Útlit: Austan og suð- austan átt, allhvöss með rigningu á Suöur- og Austúr-landi i dag og skúrir i nótt. Þurt á Norður- og Vestur-landi. Bezt er súkkulaði. Barnastúkan „Unnur“ heldur útifund á morgun. Félagar hennar eru beðnir að koma í Qood- templarahúsið kl. 11/2 e. h. Merki sundskálans verða seld á götunum á morgun og kosta 1 krónu og önnur, sem ætluð éru börnum, 25 aura. Merk- in gilda sem aðgöngumiði að mjög fjölbreyttri og nýstárlegri sundsýn- ingu. Þess er að vænta, að bæjar- búar styrki þetta góða málefni, sér- stakl^ga þegar þess er gætt, að sundskálastjórnin hefir fyrir utan að starfa að bættum skilyrðum til hinna hollu og sjálfsögðu sundiðk- ana einnig unnið fyrir barnaupp- eldi með hollum leikjum úti í ör- firisey, og hún hugsar sér að gera miklu meira að slíkri starfsemi í framtíðinni, því að það er málefni, sem mjög er vanrækt, en er eitt mesta alvörumál þessa bæjar. All- ir, sem vilja vinna að heilbrigði og þroskun æskulýðsins, kaupa eins mikið og þeir geta af merkjum sundskálans. Togarinn „Víðir“ er nýverið seldur Jóni Eiríkssyni skipstjóra á Sjónarhóli i Hafnar- firði o. fl. Ákveðið er, að skipið fari á síldveiðar í sumar. íþökufélagar! Af sérstökum ástæðum verður skemtiförinni frestað. Brú, er reist hefir verið yfir vestari kvisl Héraðsvatnanna í Skagafirði, verður vígð á morgun. uengi erlendra mynta Sterlingspund. 100 kr. danskar 100 kr. sænskar 100 kr. norskar Dollar . . . 1 aag: kr. 22,15 - 120,77 — 122,22 - 99,94 - 4,56V2 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. — 12,20 — 183,40 - 108,52 Meðal farþegja á „lslandi“ eru að þvi, er segir i tilkynningu frá sendiherra Dana, auk forsætisráðherra jafnaðar- mannastjórnarinnar dönsku og konu hans fulltrúar frá norræna stjórna- sambandinu, er ætlar að halda fund hér í Reykjavík, Jón Krabbe full- trúi og fjórir danskir. Á fundi þess- um verða og fjórir sænskir fulltrú-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.