Alþýðublaðið - 12.07.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1926, Síða 2
2 ÆLÞÝÐUBLAÐIÐ f kemnr út á hverjum virkum degi. f ! Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við { j Hverfisgötu 8 'opin frá kl. 9 árd. f 1 til kl. 7 síðd. f | Skrifstofa á sama stað ó'pin kl. f | 914-1014 árd. og kl. 8-9 síðd. t 5 Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). ( | Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á f j mánuði. Augiýsingaverö kr. 0,15 { j hver mm. eindálka. f ! Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan f ) (i sama húsi, sömu símar). ► <__________ : Lega togaranna. Landstjórninni ber að hrinda peim fram til veiða. „Sérhver maður hefir líkarn- legar og andlegar jrarfir, sem að eins er unt að full- nægja með frainleiðslu- starfsemi. Framleiðsla mannanna er pó ekkert tak- tnark í sjálfu séj\ ... Fram- leiðsluskipulaginú verður að haga svo, að þörfum allra mannbræðra ve/ði fúll- uægt." Próf., dr. K. Jellinek. Það er nú liðinn meira en mán- uður, síðan tögaraflotinn lagöist við landfestar og hætti veiðum, og starfshæfir og dugandi menn í hundraðatáli mistu frar af leið- andi atvinnu sína á sjó og landi við fiskveiðar og fiskverkun. Þennan tíma hefir fjöldi einstakra manna og þjóðfélagsheildin verið að tapa tugunr og hundruðum þúsunda króna, þar sem mikill hluti peirra ma'nna, sem skapa auð pjóðarinnar með vinnu sinni, hafa verið neyddir til þess að eyða verðmætum í staðinn fyrir að skapa þau að eins fyrir það, ab framleíðslutækin eru eign ein- stakra manna, og úrelt réttar- ástand leggur þeim ekki skyldur á herðar, er svari til þess valds, er slíkur eignarréttur veitir þeirn yfir hag annara manna. Slíkt á- stand er óhæft og afleiðing þess óþolandi. Alþýöublaðið hefir um hríð lát- ið ástandið tala þögulu alvöru- máli sínu til almennings og jafn- framt til reynslu í eitt skifti vilj- að gefa eigendum jiessara mikil- virkustu framleiðslutækja, togar- anna, færi á þvi að sýna, að ALÞÝÐUBLAÐIÐ þeir þyrftu ekki eftirrekstrar and- stöðustéttar -sinnar til þess að hafda áfram nauðsynlegri frarn- leiöslustarfsemi, en af því hefir ekki orðið, að þeir haf.i notað þetta færí. Énn liggja togararnir bundnir, nú um hábjargræðistím- ann, þegar öll ^tstaða • er bezt tii að neyta starfsk'rafta mann- anna, þegar öll náttúran eríblóma og starfi alt í kring. Nú er ekki unt að þegja lengur yfir þessu reginólagi, að öflugustu fram- leiðsiutækin séu ónotuð. Nú er ekki lengur hægt að bera það fyrir, sem fyrir skemstu var 4nft að vörn fyrir kyrlegu toguranna, að nauðsyn bæri til ab dytta að þeirn eftir vertíðina. Til þess hefir nú fengist nægur tími. Nú er engin frambærileg ástæða til gegn því, að þeir hætti legunni og fari til veiða, Það ástand, sem nú er, má ekki þolast lengur. Það er trúiegt, að þvi verði svarað, að þetta sé ekki hægt; út- gerð togaranna borgi sig ekki nú. Þótt svo va^ri, má það ekki standa í vegi. Nauðsyn þeirra, sem þurfa að nota þessi framleiðslutæki, er svo mikil. Svo á útgerðiu líka að þola dálítið tap nú. Feitu kýrnar 1924 og 1925 eiga að geta staðið í mögrum kúm1 1926 og 1927. samkvæmt hagspeki Jósefs og meir en það. En ef nú eigendur skella samt sem áður skollaeyruip við nauð- syn þjóðarinnar um, að frarn- leiðslustarfsemin liggi ekki niðri um hábjargræðistímann, þá á þjóðin aðgang að landsstjórninni, að hún skerist í Jeikinn. Ef hún vill vera stjórn þjóðarinnar, en ekki ok eignamanna á alþýðu, þá verður hún að láta hrinda tog- urunum fram til veiða. Hún hefir tök á því. Það er ekki nema sjálf- sagt, að á móti réttinum, sem nú verandi skipulag veitir eigend- um framleiðslutækjanna um fram aðra til arðberandi atvinnurekstr- ar, komi skylda á hendur þeim til þess að sjá hinum fyrir at- vinnu með kaupi, sem nægi þeirn til sæmiiegs lífsuppeldis, ef atvinn- an er stöðug, en sé ella svo hátt, að menn bíði engan halla við það, þótt hlé verði á. Menn þurfa líka að fá borgun fyrir að vera til taks, þegar á þarf að haida. Lands- stjórnin á því rétt á að reka tog- arana til veiða. Að öðrum kosti verður hún a.ð breyta svo til um framleiðsluskipulagið, að þjóðin eigi ekkert undir nú verandi eig- anduin framleiðslutækjanna. Og ef það er rétt, sem ráðherrar íhalds- flokksins segja, að þeir vilji greiða fyrir framtaki eiristakling- anna, þá getur stjórnin nú ekki annað en gripið tækifærið til að ryðja þeim hindrunum úr vegi, sem varna því, að framtakssemi hundraða af starfsfúsu fólki fái notið sín, nema hún geri ummæli ráðherranna um stefnu sína að ósvífniim blekkingum. Niðursta^ðan verður þá: Til þess að greiða úr nauðsyn þjóðarinnar, — til þess að firra ráðherrana smán af ráðleysi, valdaleysi og skrökvísi, verður stjórnin að hrinda togaraflotanum fram til veiða, — þó svo það kosti þjóð- nýtingu á honum. Merkur millirikjasamningur. (Eftir tilkynníngu frá sendiherra Dana.) Nýr gerðardómssamningur milli Danmerkur og Frakklands hefir verið undirskrifaður í París ný- (ega, og er samningur þessi miklu víðtækari og i meira samræmi við kröfur nútímans en nokkur annar, sem til er, því hann tekur til allra deilna, sem ekki ber að jafna með sérstökum hætti. Aðrir samningar greina milli réttardeilna og annara deilna, en svo ér ekki í þessum samningi. Ef deila jafnast ekki, skal málinu skotið til Þjóðadóm- stólsins eða gerðardóms sam- kvæmt Haag-samþyktinni. — „So- cial-Demokraten" segir eftir við- tali við utanríkisráðherra jafnað- armannastjórnarinnar um samning þenna, að hann sé liður í viðleitni stjórnarinnar til að breyta samn- ingum við önnur ríki í tímabærara horf og meíra samræmi við; rnenn- ingarframfarir síðustu tínla. Slys. (Eftir símtali.) Otlendingarnir Brobakke og Paul Hermann eru að reisa verksmiðju (líklega í leyfisleysi) á Siglufirði. Pallar, sem unnið var á við þriðju hæð hússins, hrundu með verkafólkið. Þrír menn stórslösuð- ust.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.