Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 1
1926. Gefið út af Alpýðuflokknum Miðvikudaginn 14. júli. 161. tölublað. t. s. i. t. s. L !!±a Knatíspyrnukappleikur ^leníinpr. verður háður í kvðld, 14. |i. ni., kl. 9 síðd. á ÍpFÓttavellinuni milli Sportklubben Djerv og úrvalsliðs knattspyrnufélagannu I Heykjavfik. AðgSngumiðar kostas pallstæði kr. 1,50, almenn stæði kr. 1,00, fyrir born kr. 0,25. Móttðkunefndin. Erlend sfimskeyti. Khöfn, FB., 13. júlí. Fatlaðir menn mótmæla skulda* kröfuskilyrðum Bandaríkja- manna. Frá París er símað, að þús- uudir fatlaðra manna, er þátt tólui í styrjöldinni miklu, hafi gengið um götur Parísarborgar í því skyni að minna Bandaríkjamenn á ófriðarfórnir Frakka og mótmæla skilmáium þeim í ófriðarskulda- málinu, er Frakkar hafa neyðst til þess að samþykkja. Krafa þessi er einn liðurinn í þeirri baráttu, sem nú er háð i Frakklandi til þess að hafa þannig löguð áhrif á Bandaríkin, að þau fallist á, að skuldasamningnum verði breytt svo, að hann verði Frökkum rnikl- urn mun hagstæðari en hann er nú. Skuldasamningur gerðnr milli Frakka og Englendinga. Frá LundúnUm er símaö, áð sanmingur um ófriðarskuldir Frakklands við England hafi verið gerður. Hafa fjármá'laráöhorrar ibeggja landanna undirskrifað hann, þeir Churchill, fjármálaráð- herra Englands, og Caillaux, fjár- málaráðherra Frakklands. Það hefir verið tilkynt, að sahmingur- inn verði opinberlega birtur innan fárra daga. Danskur verkalíösforincji látinn. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) I. A. Hansen landsþingsmaður og formaður borgarstjórnarinnar í Kaupmannahöfn, formaður Smiða- sambandsins, er nýlega látinn, 59 ára að aldri. Banameinið var lungnabólga. Vestur-íslenzkar fréttir. FB„ 12. júlí. tslenzkur doktor í Bandarikj- unum. Richard Beck, sem síðustu ár hefir dvalið við Cornell-háskól- ann i Iþöku (Ithaca, Nevv-York- ríki), tók doktorsstig sitt þar í vor. Doktorsritgerð hans var um „Jón skáld Þorláksson [frá Bæg- isá| og þýðingar hans úr ensku máli“. Mun það vera „allítarleg greinargerð", segir í „Heims- kringlu", „230 blaðsíður“. Beck hefir sótt nám sitt af frábærum dugnaði og hlaut mörg námsverð- laun, en jafnframt stóð liann framarlega í flokki í hvers konar félagsskap stúdenta í -Cornell, er til. nytsemda horfði. — Dr. Beck hefir nú verið ráðinn aðstoðar- prófessor St. ólafs College í Min- nesota. Lávarðurinn er kominn aftur í hverja búð. Það er engum blöðum um það að flettá, að þetta er langbezta cigarettan, sem seld er á 5 aura í þessu lendi, enda er hún þeirra dýrust í inn- kaupi og því seld með minstum hagnaði. — „Sea Lord“ fylgja engin veiðlaún í neinni mynd. Alt verð- mætið er í cigarettunni sjálfri, enda líkist hún meir þeim cigarettum, sem seld- ar eru á 7—8 aura, en öðr- um 5 aura cigarettum, sem hér fást. Tóbakið í „Sea Lord“ er Ijóst, létt og ljúf- fengt. Það særir ekki hinn viðkvæmasta háls. „Sea Lord“ verður yðar cigaretta, reynið hana í dag og þér reykið hana framvegis. Jafn- an fyrirliggjandi i heildsölu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.