Alþýðublaðið - 15.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.07.1926, Blaðsíða 1
Alpýðúblaðið Gefid út af Alpýðuflokkssttfn 1926. Fimtudagínn 15. júlí. 162. tölublað. Hér með tilkynnist, að konan mín, Gnðlaug I. Jóns- dóttir, andaðist i farsóttahúsinu f Reykjavfk langar- daginn 10. júlí. Jarðarffirin fer fram frá dómkirkjunni kl. 2 e. m. laugardaginn 17. júlf. Halldór Guðbrandsson frá Stykkishóíml. Skemtlferð Templara. Á sunnudaginn kemur kl. 8 árdegis frá Templarahúsinu. Farið verður til Kaldársels og búist við, að Hafnarfjarðar- templarar taki pátt í förinni. — Farmiðar verða seldir í Templarahúsinu á föstudagskveldið kl. 7—'10. Fyrsta flokks bifreiðir! Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 14. júlí. Amundsen kominn heim. Frá Björgvin er símað, að Amundsen sé kominn pangað. Var honurn tekið með mikilli viðhöfn. Borgarbúar tóku á móti honum í þúsundatali. „Hið opinbera" gekst fyrir mikilli og hátíðlegri mót- tökuhátíð í ráðhúsinu. Costa ger landrækur. Frá Lissabon er sínrað, að Costa hafi verið rekinn úr landi til Azor-eyjanna. Grisku stjórnarskránni veitt gildi á ný. Frá Berlín er símað, að þær fregnir hafi borist þangað frá Grikklandi, að Pangalos hafi til- kynt, að stjórnarskráin gildi á ný og að kosningar til þings fari fram í næsta mánuði. Khöfn, FB., 15. júlí. Ensk-franski skulda- samningurinn. Frá Lundúnum er símað, að samkvæmt ensk-franska skulda- samningnum, er var undirskrifaö- ur í Dover fyrir fáurn dögum, eigi Frakkar að greiða Bretum hálfa þrettándu milljón sterlingspunda að meðaltali á ári hverju í sex- tíu og tvö ár. f fyrstu fjögur árin eru ársgjöldin mun lægri hlut- fallslega, en hækka síðan smám saman og eru hæst síðustu árin. England hefir lofað að endur- skoða samninginn, bregðist Frökk- um vonir um skaðabætur frá Pjóðverjum. Útlegð Abd-el Krims. Fiá París er símað, að ákveðið hafi verið að senda Abd-el Krím í útlegð til Reunion-eyjarinnar (franskrar nýlendu, smáeyjar í Indlandshafinu). • Fichte og eignarrétturínn. „Tilgangur ríkisins er fyrst og fremst að láta hvern fá sitt, veita hverjum sína eign og þá því næst að vernda eign hans.“ „Alger og ómissanlegur eignarréttur hvers manns er að geta lifað, þó svo, að allir geti lifaö þrátt fyrir það.“ „Sérhver maður á eign sína að eins með því skilyrði, að allir ríkisborgarar geti lifað af eign- um sínum. Upp frá þeirri stundu, að einhver fer að eiga við neyð að búa, tilheyrir engum meir sá. hluti eignar hans, sem þarf til að hjálpa hinum úr neyöinni, heldur tilheyrir hann réttilega hinum bág- stadda.“ „Eignarrétturinn er að eins rétt- ur til verka, ekki til hluta.“ „Sér- liver verður að fá sem „eign“ verksvið, sem hann getur stari'að á, þó svo, að hann hafi og tíma, kraft og rétt til annara starfa, sem hann kann að velja sér.“ „Sá,v sém ekki hefir þennan rétt, hefir engan rétt og er öðrum engum réttarskyldum bundinn, og það stjórnskipulag, sem hann ætti við að búa, væri, hvað hann snerti, ekkert réttarskipulag, heldur að eins þvingunarstofnun.“ („Réttur" 1924.) A t h n o IA! Þeir kaupendiiF AI- pýðublaðsins, sem fara norður I sumar, geta fengið blaðið á Siglufirði hjá Sigurði Fanndal kaupmanni oij á Akureyri hjá Erlingi Friðjénssyni I Kaupfélagi verka- manna. Fleiri vitum í Færeyjum heitið. (Tilk. frá sendiherra Dana.) I skeytum frá þ&rshöfn er sagt, að í samsæti í eftirlitsskipinu „Fyl!a“ hafi varnarmálaráðherra dönsku jafnaðarmannastjórnarinn- ar haldið ræðu og í henni hsitið að leggja fram lagafrumvarp um fjölgun vita í Færeyjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.