Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 1
ýðublaðið Gefid út af AJpýduflokknum 1926. Föstudaginn 16. júlí. 163. töiublað. Erlend sfimskeyti. Khöfn, FB., 16. júlí. Braskráðherrar dregnir fyrir landsdóm. Frá Osló er símað, að þingið hafi samþykt að stefna Berge- ráðuneytinu fyrir ríkisrétt. Rétt- arhöldin fara sennilega “fram í september. Menn búast við því, að tveir nú verandi ráðherrar, sem voru í ráðuneyti Berges, segi af sér, enda eru þeir meðal hinna ákærðu. Hugsast getur og, að öll stjórnin segi af sér. Koladeilan enska. Frá Lundúnum er símað, að örfáir námumenn hafi tekið tilboði námueigenda um vinnubyrjun gegn 8 stunda vinnudegi. Kirkjan gerir tilraun til sátta í kolamálinu. Roald Amundsen. Hróaldur Ámundason myndi hann heita á íslenzku. Hann heíir nú komist til beggja heimskautanna, til suðurskautsins 1911. Hann heíir og farið sjóleiðirnar norðan við Ame- riku og norðan við Asíu. Hann er 54 ára í dag. FinnlandS'kvikmynd er sýnd í „Nýja Bíó“ þessa dag- ana. Ef þar sýnt landslag í Finn- landi, atvinnuvegir Finna, mannvirki, íþróttir o. f 1., og er myndin hin fróðlegasta. M. a. er sýnl skógar- högg þeirra og trjáflutningur eftir ánum og pappírsgerð verksmiðj- anna. „Namdal", síldveiðaskipið, var komið heilu og liöldnu tii Akureyrar í gær, og var þá að aflíðandi hádegi á för- um til Siglufjarðar. Kaup á Elliðavatni. Um þau frestaði bæjarstjórnln að taka ályktun. Var málinu vísað til fjárhagsneíndar og 2. umræðu. Barnaskólabyggingin. Byggingarnefnd barnaskólans, sem bæjarstjórnin kaus í vor, fól borg- Allskonarsjó-ogbruna- vátryggingar. Simar 542, 309 (frainkvæmdarstjórn) og 254 (brunatryggingar). — Simnefni: Insurance. Vátryggið hjá þessu alinnlenda félagil Þá fer vel nm hag yðar. mmfa i Nýjar | kartðflur ^ verða seldar við ^ skipshlið eftir nokkra daga mjög ódýrt. arstjóranum að leita samninga við Sigurð Guðmundsson um umsjón með byggingunni og við Benedikt Þ. Gröndal um að sjá um hitaleiðsl- ur, vatnsleiðslur, skólpleiðslur og loftræstingu skólans. Ætlast er til, að rafmagnsstjóri sjái um rafmagns- lagnir í skólahúsinu og bæjarverk- fræðingur um útreikning á loftum. Lagði bæjarstjórn þar á samþykki sitt í gærkveldi. Knattspyrnumennirnir norsku fóru heim aftur með „Lyru“ í gærkveldi. 1 gær fór stjórn I. S. í. með þá til Þingvalla, og skemtu þeir sér þar hið bezta. Alþýðublaðið er sex síður i dag. Lögregluþjónn skipaður. Bæjarstjórnin skipaði ú fundinum í gær frá 1. n. mán. Magnús Sig- urðssón lögregluþjón, sem áður hef- ir verið settur í það starf. V er ðlaunagripir, sem veitlir verða fyrir kappsundið á sunnudaginn kemur, eru til sýnis Lœkkaðar skósólningar. Fyrsta flokks efni og fyrsta flokks vinna. Grettisgðtu 20, Ingibergus* Jónsson. Bezt er súkkulaði. I ffarveru minnl fram að miðtum ágúst gegnir Kjartan Ólafsson læknir augnlækningum fyrír mig. Öðrum sjúklingum gegnir Magnús Pétursson bæjarlæknir. Guðm. Guðfinnsson. í glugganum hjá Guðna A. Jónssyni, Austurstræti 1. Skipafréttir. „Lyra“ fór héðan í gærkveldi til Noregs. „Skaftfellingur" fer til Vík- ur bráðlega. Bæjarstjórnarfréttir um launahækkun borgarstjóra verða af sérstökum . ástæðum að biða næsta blaðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.