Alþýðublaðið - 16.07.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1926, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ [alþýsiublaðið | kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuliúsinu við Hveriisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 91 '2 — lO’/a árd. og kl. 8—9 síðd. Sintar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). Viðtal til flokksbróður vorn Stauning, forsætisráðherra Dana. Hann veitti oss viðtal í alþing- íshúsinu í gær. Það ætti nú að vera óþarfi að lýsa Stauning; svo að segja hvert mannsbarn í bænum pekkir nú hinn tigulega, fallega rnann, en því viljurn vér bæta við, að hið óvenjulega þýða fas hans í um- gengni við menn ieiðir athygi- ina eins og enn betur að öllum ytri vænleik mannsins. Varla var Stauning forsætisráð- herra kominn á land hér fyrr en „Morgunbl.1' skálmaði upp í sendi- sveitina dönsku til að nudda sér upp við forsætisráðherrann danska. '„Morgunblaðið" verður, svo sem aikunna er, blátt áfram gubhrætt, þegar {aað kemur auga á útlending. Það er ekki lengra á að minnast en þegar ameríska skemtiskipið var hér á dögunum. þá fiutti blaðið dálííinn útdrátt úr bæjarskrá New York og nágrenn- is með nöfnum helztu auðkýfinga og maurapúka þaðan, sem á skip- inu voru. Hefir íhaidinu vafalaust þótt það „spennandi" klausa. Vér erum þess fullvissir, að ef það hefði ekki verið nema hinn ágæti danski ilokksbróðir vor, Stauning vindlagerðarmaður, sem hefði til landsins komið, hefði blaðið ails ekki verið fíkið í að heyra skoð- anir hans. Það kitlar í því skrið- dýrseðlið, að hann er danskur og forsætisráðherra, og Stauning hef- ir vafalaust brosað í hinn fallega kamp, er hann sá framan í „for- kláraða“ íhaldsásjónu ritstjórans. „Af því að vér vitum, að for- sætisráðherrann er mjög tíma- bundinn, höfðum vér eiginfega ekki ætlað að ónáða yður, en af því að „Morgunbi.1- . . . sögð- um vér. Hér greip ráðherrann frarn i; „Það er auðvitað mikið fallega hugsað, en þér ónáðið satt að segja aíls ekki. Mér er ijúft að taka á móti blöðunum, — líkaand- stæðingablöðunum. En það hljótið þér að geta skilið, að mér er alveg sérstakleg ánægja að því að geta talað við málgagn flokks- bræðra minna á fslandi, Ég hafði satt að segja verið að búast við heimsókn yðar fyrir löngu síöan." „Hafið jtér, forsætisráðheira! lesið viðtalið við yður, sem „Morgunbi.“ birtir?“ „Já; það hefi ég reyndar, og ég vil gjarna taka það fram, aö fyrirsagnirnar, sent á einurn stað virðast gefa orðum mínum nokk- uð annan blre en ég ætlaðist tii, eru auðvitað ekki eftir mig. Og þó ummælin séu í öiiu verulegu rétt eftir m.ér höfð, er tónninn i einstöku ummælum á íslenzkunni með annari áferð en ég ætlaðist til.“ „Forsætisráðherrann á við ura- mæjin um þá, sem iægst hafa iaunin.“ „Kernur heim. Því miður reynist þrátt fyrir harðvítugar tilraunir af vorri hendi ógerningur í hili að liðiinna ])eim, sem aumast hafa kaupið, 'en þér megið vera fuil- viss um, að við gerum alt, sem við getum. Sökin hlýtur þar að lenda á öðrum en oss.“ „Um það höfum vér reyndar aldrei efast. En vér vildum biðja forsætisráðherrann að segja oss, hverju jafnaðarmannastjórnin danska hefir áorkað til að leysa dönsku þjóðina undan oki auð- valdsskipulag'sins og búa fyrir- komulagi jafnaðarmanna veg.“ „Já nú inegið þér ekki gleyma því, að þó að vér förum með stjórnina, höfurn vér hvorki meiri hluta í þjóðþingi eða landsþingi. 1 þjóðþinginu styðja róttækir oss, og erum vér og þeir sameinaðir í meiri hluta þar, en í Landsþing- inu náum vér ekki meiri hluta, þó að þeir styðji oss. Að því er til þess kemur að áorka einhverju, veröur því olt að talui viljann og strandaðar tilraunir fyrir verkið. Alt of snögg breyting myndi og vafalaust koma nokkuð aftan að mönnum. Þjóðin verður smám sarnan að grípa taumana; með því móti þroskast hún, um leið til að inna ný hlutverk af hendi. Undirbúningurinn undir framtíð- arskipulagið hlýtur því aðallega að vera fólginn í undirbúnings- löggjöf og í tilraunum til að gera skipulagið ,sem er, sem allra al- þýðlegast sumpart með lögum, sumpart með þvi, hvernig skipað er í embætti. Vér höfum t. d. flutt frv. um rekstursráð, sem að vísu voru feld, en hins vegar vöktu þau upp raddir frá öðrum en jafnaðarmönnum um það, að setja bæri nefnd til að undirbúa þessi lög. Tilgangurinn er sá, að verkamennirnir í rekstursráð- unum kynnist stjórn fyrirtækj- anna, sem hefir afarmikla þýð- ingu, þegar að þjóðnýtingunni kemur. Neumann stiftamtmaður, sem nú er staddur hér, er formað- ur þeirrar nefndar. Hér má og nefna lögleiðingu eítirlits með bönkurn, ábyrgðaríelögum og (jilutafélögum. Slíkar stofnanir voru margar hverjar, meðan á ófriðnum stóð, orðnar að hrein- ustu spilavítum af Jökustu tegund, þar sem forstjórarnir voru í alls konar braski fyrir peninga stofn- ananna. Þér kannist auðvitað við Landm.bankamálið. Nú á að lög- leiða nákvæmt ríkiseftiriit með því, að reglul. sé lagt fyrir í varasjóði, og að forstjórarnir hvorki braski eða reki önnur viðskifti; það á að koma skipulagi á útlán bank- anna og reyna að skapa tryggg- ingu fyrir því, að hægt sé að ná út innstæðufénu. Með þéssu lagi mun að lokum fara svo, að danska þjóðin sér það einn góðan veðurdag, að búið er að koma hugmyndum jafnaðarmanna i verk án þess, að hún hafi orðið vör við breytinguna, meðan hún var að gerast." . „En sjálfsagt hefir stjörnin gert eitthvað til að jafna lifskjör fólksins og létta undir sérstaklega með þeim, sem bágast eiga?“ „Vitaskuld höfum vér mikla að- gæzlu á slíkum málum. En vér verðum oft fyrir sárum vonbrigð- um, af því að vér erum ekki í meiri hluta. Alment höfum vér reynt að vinna á móti fjárkrepp- unni, sumpart með því að styrkja atvinnulausa, sumpart með því að koma í gegn framlengingu á at-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.