Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 3
16. júlí 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 vinnuleysis-styrknum og eins með því að láta vinna ýms meiri hátt- ar verk, og hefir til* þess verið varið 6 milljónum króna. Tii að stemma stigu fyrir atvinnuleys- inu komum vér með frumvarp um að hjálpa þeim iðnaðarfyrirtækj- um, sem ætla mætti að hrunið hefðu vegna samkeppni, sem iðn- greinin varð fyrir frá löndum, sem greiddu lægri verkalaun en við. Er hér sérstaklega átt við Eystrasaltslöndin, en frumvarpið náði ekki frarn að ganga. Vér höfum og gert alt, sem hægt var, til að hækka krónuna. Það hefir mikla þýðingu fyrir alla þá, sem taka laun, eftirlaun, styrk eða hjálp af opinberu fé, að þeir fái hana í fullgóðum og stöðugum gjaldmiðli. Hið sama gildir verka- mennina, sem að öðrum kosti þurfa ekki að eins að stympast við atvinnurekendur, heldur líka við gengissveiflur, sem ekki er hægt að ætla á, og ekki er hægt að bæta úr til hlítar með dýrtíð- aruppbót. Loks höfurn vér kom- ið frarn umbótum á lögunum um ellistyrk og lögunum um styrk til barna ekkna. Og á þessa. lund munum vér starfa áfram.“ „En hvað lízt yður, forsætisráð- herra! á flokkinn hér?“ „Mikla þekkingu á því get ég haft. Ég veit að vísu, að flokkur- inn á íslandi hefir góða og dug- lega leiðtoga. En ég get óskað og vonað. Það er ekki að eins ósk mín og von, heldur allra danskra jafnaðarmanna, að flokkurinn hér í bræðralandi voru í norðurhöf- ,um megi í fyrsta lagi fá jafnmörg atkvæði á alþingi eins og honum ber nú samkvæmt kjósendamagni sínu, og auk þess, að hann rnegi dafna það og færast í aukana, að flokksbræður vorir líka hér á Is- landi, geti, þegar fram i sækir, tekið við stjórninni og komið frarn þeim umbótum, sem alþýða allra ianda sameinast um. Ég skjl það af því, sem fyrir augu mín hefir borið, að nóg er hér fá- tæktin að berjast við, en það eru hinir fátæku sjálfir, sem verða að heyja baráttuna samtaka og í ein- drægni. Með því einu mótí vinst máttur til lausnar frá áníðslu og þrældömi.“ Svo kvöddum vér þennan bæði alþýðlegasta og mesta stjórnmála- mann, sem Danir nú eiga. Flóttl Krlstjjáns Albertssonar. Ritstjóri „Varðar“, Kr. A., hef- ir enn á ný í blaði sínu 12. júlí s. 1. ritað um afstöðu jafnaðar- manna í bæjarstjórninni til um- sóknar L. Jóh. um leyfi til kvik- myndareksturs. Er hann nú á harða-flótta, minnist hvergi á auð- félagsþjónkun né atkvæðaheildsölu og reynir á ýmsan hátt að klóra yfir fyrri greinar sínar. Þó heldur hann enn áfram með dylgjur urn afstöðu okkar, og virðist okkur þvi rétt að svara nokkrum atrið- um. 1. Við höfum aldrei „játað“ að hafa gert „samning“ við L. Jóh. um lán til húsbygginga, heldur að eins sagt, sem satt er, að L. Jóh. hafi gert tilboð um að útvega okkur lán í þessu skyni með til- teknum skilmálum gegn því að fá leigðan kvikmyndasal fyrir á- kveðna leigu, og höfum við fallist á það tilboð. 2. Við sjáum enga ástæðu til að skýra Kr. A. né öðrum óviðkom- andi mönnum nánar frá þessu tilboði, sem er- algerlega ópóii- tískt og algeng viðskifti, enda er annar aðilinn, L. Jóh., fjarverandi. Hins vegar hefir auðvitað fulltrúa- ráð verklýðsfélaganna fulia vitn- eskju um rnálið og er því sam- þykt, sem gert hefir verið. Það er um engin vildarkjör fyrir Al- þýðuflokkinn að ræða, enda hefir Kr. Alb. ekkert getað fært fram í greinum sínum til að sanna það. Hins vegar hafa auðvitað báðir aðiljar venjulegan viðskiftahag, ef samningar tækjust. 3. Við höfum hvergi á neinn hátt bundið okkur gagnvcirt L. Jóh. né neinum öðrum utanflokks- mönnum að greiða atkvœði á á- kveðinn hátt í kvikmyndamálinu né öðrum málum. Við höfum heldur ekki gert annað en að fylgja fram stefnuskrá okkar og yfirlýsingum þeim, sem við höf- um margsinnis gert samkvæmt henni. 4. Þó að jafnaðarmennirnir í bæjarstjórn greiddu atkvæði með því að fresta umsókn Kjartans Sveinssonar í fyrra, lýstu þeir jafnframt eindregið yfir þeirri af- stöðu sinni og stefnu, er við höf- um áður skýrt frá, en vildu hins vegar gefa meiri hluta bæjar- stjórnar, íhaldsmönnunum, tæki- færi til þess á næstunni að taka afstöðu til þess, hvort bærinn ætti að taka að sér rekstur kvikmynda- húsanna eða ekki. Hins vegar geta jafnaðarmenn ekki dregið það til lengdar, að valið sé á mil.li þeirra tveggja leiða,: annaðhvort, að bær- inn taki alian kvikmyndarekstur í sínar hendur, eða þá að veita öll- um þeim leyfi, er sýna fram á, að þeir hafi aðstöðu til þess að starfrækja góð kvikmyndahús. 5. Þegar umsóknir þeirra L. Jóh. og Kj. Sv. komu til umræðu í bæjarlaganefnd, víidum við, er Vorum í minni hlutanum, fá báða umsækjendur á fund nefndaririn- ar, svo að þeim þar gæfist kost- ur á að leggja fram skjöl sín og gögn. Þessu neitaði meiri hluti nefndarinnar, borgarstjöri og flokksmenn hans. Hins vegar var okkur þá þegar kunnugt um, að L. Jóh. hafði trygt sér góða að- stöðu til fyrirtækis síns, ef til kæmi, meðal annars með góðurn kvikmyndasamböndum, en aftur á móti var okkur ókunnugt um, hvernig þessu var varið með Kj. Sv., því að engin ástæða var til þess að skoða vottorð það, er hann lagði fram, sem fjárhags- tryggingu eða nokkuð í þá átt, né heldur lágu fyrir neinar upp- lýsingar frá honum um húsnæði eða kvikmyndasambönd. Jö. Eftir kunnugra manna sögn og áliti, höfum við enga ástæðu til þess að ætla, að væntanlegt þjóðleikhús muni vilja hafa kvik- myndasýningar. Auk þess er alt L óvissu enn um það, hvenær þjöð- leikhús myndi taka til starfa, og því engin ástæða til að draga að taka afstöðu í kvikmyndamálinu þess ‘vegna. í öllum þessum atriðum, er við höfum hér á undan drepið á, fer Kr. A. nreð meiri eða minni ó- sannindi og blekkingar. Það er því engin furða, þótt niðurstaða hans um það, að við höfum breytt um stefnu í kvikmyndamálinu og sýnt þar „sérdrægni“, reynist al- röng, þar sem hún er bygð á tilbúnum og staðlausum forsend- um. Kr. A. hefir enn ekki tekið neina afstöðu i kvikmyndamálinu, hvorki urn bæjarrekstur, einokun einstakra, úrvalinna manna, né

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.