Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 5
algleymingi. Ekki í þetta sinn heldur tókst Stresemann aö koma Þýzkalandi inn fyrir hin helgu vébönd. Pólland með Frakka að bakh-jarli og Brazilía með Musso- lini sem leikþul sáu fyrir því. Er nú ekki annað sýnna en að þar meö sé Locarno-samþyktin gengin veg allrar veraldar, þrátt fyrir allar hátíðlegar yfirlýsingar um, að alt sé óbreytt. Víst er um það, að skrípaleikurinn í Genf hefir aukið á óvissuna og veikt trúna á bandalagið hjá þeirn, sem enn kunna að hafa átt það hnoss í fórum sínum. „Andinn frá Lo- carno“ á sér vart uppreisnar von úr þessu, enda vafamál, hvort skaðinn muni geta talist óbætan- legur. (Frh.) 14. 6. ’26. —rn—. Kvikmyndaleyfamálið í bæjarstjörninni. Á bæjarstiórnarfundi í gær bar Haraldur Guðmundsson fram svo felda tillögu í kvikmyndaleyfa- málinu: »Bæjarstjórn ályktar, að öll kvikmyndahús í bænum skuli rekin fyrir reikning bæjarsjöðs svo fljótt, sem þvi verður við komið vegna leyfa þeirra, sem þegar hafa verið veitt til reksturs kvikmyndahúsa og felur bæjarlaganefnd að leita samkomulags við núverandi leyfis- hafa um, að þeir láti leyfin af hendi. Jafnframt felur bæjarstjórnin fjárhagsnefnd að gera áætlun um kostnað við stofnun og starfrækslu nýs kvikmyndahúss.« M. a. benti Haraldur á, að ekki hefði enn verið lækkaður aðgang- ur að kvikmyndasýningum i þeim tveimur kvikmyndahúsum, sem nú hafa einkarekstur kvikmyndasýn- inga hér í bænum. Eftir miklar umræður var tillaga Haralds feld með 8 atkv. gegn 6, Greiddu jafn- aðarmennirnir atkvæði með henni, en borgarstjóri og ihaldsflokkur hans á móti (Guðm. Ás., Hall. Ben., Jón Ás., Jón Ól., Jónatan, Pétur Halld. og Pétur Magnússon), nema Þ. Sv. var farinn af fundi, og Björn var fjarverandi. Næst kom til atkvæða svo feld tillaga frá Jóni Ásbjörnssyni: ALÞÝÐUBLAÐIÐ »Bæjarstjórnin ályktar að fela fjárhagsnefnd að rannsaka kostnað við stofnun og rekstur vandaðs kvikmyndahúss og önnur skilyrði fyrir þvi með það fyrir augum að taka kvikmyndasýningar i hendur bæjarins, ef tiltækilegt þykir, og vill því ekki að svo stöddu veita einstökum mönnum leyfi til nýs kvikmyndareksturs,« Það kom greinilega í Ijós í um- ræðunum, að þetta var svæfingar- tillaga til þess eins að draga mál- ið. á langinn. Hefir það og við reynslu að styðjast, að meiri hluti bæjarstjórnarinnar vill draga mál- ið endalaust, því að því lík álykt'- un, sem tillaga J. Ás. fór fram á, var gerð í fyrra í bæjarstjórn- inni, en síðan hefir hún ekkert gert í málinu. Jafnaðarmennirnir greiddu því atkvæði gegn tillögu þessari og auk þeirra Guðm. Ás., Hall. Ben., Jón Ól. og Pétur Halld., en með henni: K. Z., J. Ás., 'Jónatan og P. Magn. Féll liún þannig með 10 atkv. gegn A- Þá var borin upp tillaga frá IJéðni Valdimarssyni og St. Jóh Stefánssyni. »Lárusi Jóhannessyni sé veitt leyfi til kvikmyndareksturs hér í bæ með sömu skilyrðum og Pet- ersen og þeim aukaskilyrðum, sem sett kunna að verða í endanlegt leyfisbréf til h.f. Nýja Biós.« Sú tillaga var feld með 8 atkv. (borgarstjóraliðsins) gegn 6 (jafn- aðarmannanna). — Loks var sanr- þykt með 8 atkvæöum (borgar- stjóraliðsins) gegn 6 atkv. (jafn- aðannannanna) tillaga frá meiri hluta bæjarlaganefndar, þar sem ákveðið var að veita engin ný kvikmyndaleyfi fyrst um sinn. Voru nafnaköll höfð við allar þessar atkvæðagreiðslur. » Þannig hefir meiri hluti bæjar- stjórnarinnar framlengt tvíokun J)á á kvikmyndaleyfum, sem hér er, en felt bæði að bæjarfélagið taki rekstuf kvikmyndahúsa í sín- ar hendur og að leyfa samkeppni annara manna við þá kvikmynda- sýnendur, sem fyrir eru. Um daginn og veginn. Veðrið. Hiti 14—10 stig. Víðast hæg sunn- anátt. Talsvert regn hér sunnan- lands. Loítvægislægð fyrir vestan 5 land. Otlit: Suðvestan- og sunnan- átt. Orkoma víða, einkum sunnan- lands. 1 nðtt nokkur úrkoma á Suður- og Vestur-landi. Þoka við Suðurland. „The Iceland Year-Book“ heitir bók á ensku eftir Snæbjörn Jónsson þýðara, nýkomin út á kostn- að Helga Zoéga í samráði við ríkis- stjórnina. í bók þessari er margvís- legur fróðleikur um Island, náttúru þess, þjóð, menningu og hag. Ot- gáfan er mjög vönduð og prýdd fjölda góðra mynda. Ritið er prent- jað í Gutenberg. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,22 100 kr. norskar . . . . —■ 100,00 Dollar.................— 4,56l/2 100 frankar franskir. . . — 11,65 100 gyllini hollenzk . . — 183,46 100 gullmörk þýzk. . . — 108,58 Eiðaskólinn. Skýrsla um hann s. 1. vetur er nýlega komin. Nemendur voru alls 33, þar af 16 í efri deildinni. Bind- indisfélag var við skólann, og hefir svo verið áður. 1 því eru bæði kenn- ararnir og nemendurnir. Tillög þess voru lögð í sjóð, sem verja á til væntanlegrar barnauppeldisstofnun- ar á Austurlandi. — Allur kostnaður við fæði og þjónustu um skólaárið var að meðaltali kr. 517,12 fyrir pilta, en kr. 413,70 fyrir stúlkur í liátt á 7. mánuð. „Heilsufar var hið bezta, enda tókst að verjast misling- um“, sem gengu sums staðar ú Aust- urlandi. — I vor voru búnaðaræf- ingar, er tveir námsmenn tóku þátt i, og vefnaðarnámskeið, er fjórar stúlkur sóttu. „Hugur og tunga“ heitir nýútkomið málfræðirit eflir dr. Aiexander Jóhannesson. Eru í þvi rannsökuð tvö efni íslenzkrar málvísi, er hingað til hefir lítið verið sint, hljóðgervingar (eftir- hermur náttúruhljóða, orð, er lýsa með hljóði sínu athöfnum og við- burðum, og kendarorð, er ósjálfrátt falla af vörum við geðshræringu) og uímnýndun eða alþýðuskýringar ókunnugra eða útlendra orða. Bókin er rituð af miklum lærdómi, en niðurstaðan um sumt er vafasöm, eins og gengur um þess háttar rann- sóknir. Hjálparstöð hjúkrunarfélagsins „Líknar“ er opin: Mánudaga ....... kl. 11 — 12 f. h Þriðjudaga...........— 5 — 6 e. - Miðvikudaga........— 3— 4 - - Föstudaga............— 5-6-- Laugardaga...........— 3-4-- Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.