Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝDUBLAÐIÐ ^LÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á tiverjum virkum degi. « —'¦----------------------¦ ¦¦' ¦ ===== * Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hverflsgötur' 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V2—lO'/a árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðiag: Askriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Rússar og Þjóðverjar. -------- (Nl.) H. Hlutleysis-sáttmálinn. Vitgrennri maður' en utanríkis- ráöherra Rússa hefði séð sér leik á borði, er hér var komið sögunni, enda var Tschitscherin ekki seinn að grípa tækifærið. Jafnframt því, að hann markaði andstöðu sínn gegn Þjóðabandalaginu skýrar erí nokkru sinni fyrr og fórvum það harðari orðum og ótvíræðari en venja er til meðal stjórnmála- manna, leitaði hann á ný hófaríría um samninga við Þjóðverja. Og í þetta skifti varð honum vel á- gengt. Stresemann, sem anríars hefir ekki sýnt neina atburða.- stjórnkænsku á sínum pólitíska ferli, virtist nú hafa lært eigi all- lít'ð. Augu hans höfðu opnast fyrir þeim sannleika, að einmitt samningar við Rússland myndu styrkja hann i erjunum við vest- urveldin. Hann hafði séð, að það að stánda uppi aleinn og vinum horfinn var ekki sigurvænlegt, hvorki fyrir einstakling né þjóð, og a'ð í því efni var betra að veifa röngu tré en engu. Myndi því ráðlegast að taka við hinni framréttu hendi frá Rússa hálfu. Svo hófust samningarnir og gengu bæði fljótt og vel. Voru þeir leiddir til lykta fyrir apríl- lok í ár. Hvað hefir nú sáttmáli þessi inni að halda? Ha'nn er mjög stuttur og gagnorður, — að eins í 'fjórum greinum. 1 2. og 3. grein finnast þau ákvæði, er mestu máli, skifta. í 2. grein er kveðíð svo á, að stjórnir beggja ríkjanna skuld- bindi sig> til að leysa ölí þau vandamál, er snerta bæði ríkin, á friðsamlegan hátt. Enn frerrfur, komi það fyrir, að. annað ríkið verði fyrir árás úr einhverri átt, skuldbindur h'tt sig til hlutleysis, meðan á deilunni stendur. 3. greinin ákveður, að verði samtökum beitt gegn öðrum samn- ingsaðilja með það fyrir augum að hnekkja honum fjárhagslega, skuldbindur hinn aðilinn sig til að taka ekki þátt í þeim samtök- um. Samnirígurinn er bygður á þeim grundvelli, er lagður var 1922 í Rapollo: gagnkvæm vinátta i)g hlutleysi milli ríkjanna. Þar er um ekkert annað eða meira en hlutleysi að ræða, ekkert hern- aðarbandalag, hvorki tii sóknar né varnar. Ef ráðist er á annan aðilja, hvort heldur hann er sótt- ur með vopnum eða fjárhagsleg- um samtökum er beitt, þá er hin- um skylt að sitjahjá og hafast ekki að. Aftur á móti ef annar- hvor aðilinn sjálfur hefur ófrið gegn einhverju riki, þá er hinn s laus allra mála. Þannig er hann nú, þéssi sátt- máli, er svo mikinn újfaþyt hefir vakið víðs vegar um hsim. Hefir hann verið talinn stofna friðin- um í hættu, verið gerður að háskalegri árás á Þjóðabandalag- ið .og þar fram éftir götuhum. Einkum tefa afturhaldsblöðin frönsku verið æf: Þetta bandalag á milli Bérlínar og Moskva kemur eins og kjaftshögg á allar þær þjóðir, er að Þjóðabandalaginu standa. Verði Þýzkalandi veitt upptaka, stendur Þjóðabandalagið algerlega magnlaust gagnvart Rússlandi, getur ekkert að hafst nema með samþykki Þýzkalands, en það búið að binda sig fyrir fram. Um leið og Þýzkaland gengur inn í Þjóðabandalagið, kemur Rússland með, falið að baki þess, en sjálft grímuklætt og ábyrgðarlaust. Svona hefir hljóðið verið í frönsku blöðunum. Ensk blöð hafa og að nokkru leyti tekið í sama strenginn. Er það nú ekki einkennilegt, að þessi meinlausi friðar- og hlutleysis-.samningur i skuli valda slíku uppþoti? Ein- hver óheilindi hljóta að búa þar undir. Litvinov, einn af fremstu stjórn- málamönnum ráðstjórnarlýðveld- annaf mun hafa komið nærri kýl- inu eitt sinn í vor, er tilrætt varð um þetta mál. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: Þegar spurt er, hvort samningur þessi sé í samræmi við hinrí svonefnda Lo- carno-anda, þá er svarið undir því Komið, hveit markmiá það var, er Locarno-samþyktin stefndi að. Ef markmiðið var það eitt, að tryggja friðinn, þá er alls ekki um neitt ósamræmi að ræða, og þá ætti þýzk-rússneski sáttmálinn að vera öllum gleðiefni. Hafi aft- ur á móti Locarno-samþyktin stefnt að því að einangra Rúss- land og koma ráðstjórninni fyrir kattarnef, þá stríðir samningur- inn í fylsta máta á móti andanum frá Locarno. En það, sem hér er sagt um Lo- ¦cafno-samþyktina, á alveg- eirís við sjálft Þjóðabandaiagið, sem ungað hefir út þessari samþykt. fif það er það, sem það þykist vera, ef.hlutverk þess og markmið er að tryggja heimsfriðinn, — þá verður alt þetta írafár út af þýzk- rússneska samningnum lítt skilj- anlegt. Ölium friðarvinum ætti að yera það gleðiefni, að työ ríki geri friðar- og sátta-samning sín á milli. Öðru máli er aðgegna, ef Þjóðabandalagið skyldi ekki vera annað en klíka sigurvegaranna og markmið þess á öðru ljitinu að tr'yggja — ekki heimsfriðinn, heldur Versalafriðinn, en á hinu leitinu að tryggja yfirráð auð- valdsstéttanna í heiminum og halda jafnaðarhreyfingunni í skefjum, — þá fer alt að verða skiljanlegra. Þá er það ekkert annað en óróleg samvizka auð- valdsins, sem talar fyrir munn hinna reiðu blaðamanna. Og þá myndi Bandalagið fáum harm- dauði meðal alþýðustétta heims- ins, þótt svo færi, að það liðaðist sundur og lognaðist út af, eins og margt bendir á, að það sé í þann veginn að gera» En gléðiefni er það fyrir verka- lýðinn, að samningar hafa tekist með Rússum og Þjóðverjum. Það er engan veginn í þágu verka- lýðsins, að Rússland verði ein- angrað og ráðstjórninni hnekt. Þrátt fyrir skoðanamun og mafgs konar hleypidóma og innbyrðis erjur hafa þó verkamenn um all- an heim mænt til Rússlands sem stjörnunnar í austri. Það hefir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.