Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 3
17. júlí 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ síðan 1917 í augum verkalýðsins verið land morgunroðans, sem boðar komu hins mikla dags, þá er réttlæti, jöfnuður og bræðra- lag á að ríkja á jörðu. Þýzkaland virðist og að ýmsu leyti sjálíkjör- inn bandamaður Rússlands að því hlutverki að brjóta auðvaldshlekk- ina af þjóðunum og ryðja jafnað- arstefnunní braut. Pað má teljast vagga þessarar stefnu, og jafn- aðarhreyfingin hefir átt öflug ítök í þjóðinni og á það enn. Það mun mál margra, að þessar tvær þjóð- ir hefðu átt að taka höndum sam- a« þegar íyrir löngu, en jafnaðar- menn á Þýzkalandi báru eigi gæfu til þess, meðan þeir áttu óskastundina. En þótt horfurnar séu ekki mjög vænlegar, eins og stendur, getur þó sá tími komið fyrr en varir, að Þýzkaland aftur standi í fylkingarbrjósti í heims- baráttunni milli vinnu og auð- valds, milli réttlætis og ójafnaðar. , 14— 6— '26. — rn —. Neomann > stiptamtmaður. einn af fulltrúum Dana á embætt- ismannamótinu, sem nú er háð iiér í bænum, flutti á fimtudaginn fyrirlestur, er hann nefndi „Dan- marks sociallovgivning" (félags- málalöggjöf Dana), Ejallaði fyrir- lesturinn aðallega um trygginga- löggjöf og tryggingastarfsemi í Danmörku. Var hann hinn ;fróð- legasti og lærdómsrikt fyrir öss Islendinga, sem erum enn svo skamt komnir á þessu sviði, að sjá, hve Danir standa þar framar- lega. FJestar greinir almennrar tryggingastarfsemi eru þar nú starfræktar og skilningw alpýðu á því mikilvæga málefni hennar sjálfrar orðinn ágaetur. Mintist fyrirlesarinn á hverja grein trygg- inga sérstaklega og eins samband- ið milli hinna einstöku trygginga- stofnana. Nefndi hann í því sam- bandi nokkrar tölur, sem bezt sanna hina stórkostlegu þýðingu, sem tryggingastarfsemin hefir fyr- ir afkomu danskrar alþýðu,. og hve ólíkt öruggari hún getur tek- ið móti sjúkdómum og atvinnu- leýsi, ef að ber, en t. d. íslenzk alþýða, sem þar stendur alveg berskjölduð og á ekkert athvarf — nema sveitina. Elli- og slysa-tryggingarnar eru þar komnar í fastar skorður, og starfsemin fer fram eftir reglum, sem settar eru afþingi og stjórn. Þær eru lögboðnar. Sjúkra- og at- vinnuleysis-tryggingar eru aftur á móti ekki lögbodnar, en mjög er fyrir þeim greitt af hálfu ríkis og sveitafélaga og mikið fé til þeirra lagt. Mikil rækt er og lögð við tryggingu ekkna og einstæðinga. Þakkaði ræðumaður það aðallega verklýdsfélögunum dönsku, hve öflugir sjúkra- og atvinnuleysis- sjóðirnir væru, því að þar í landi teldu félagar verklýðsfélaganna sér skylt að tryggja sig í sjóðum þessum, bæði gegn algengum sjúkdómum og eins gegn hinum ægilega þjóðfélagssjúkdómi, at- vinnuleysinu. Enn fremur mintist fyrirlesarinn á sáttasemjara og gerðardóm í vinnudeilum, og taldi sáttasemjarana hafa komið að mjög miklu liði í Danmörku. „í Danmörku má heita, að hver einasti verkamaður sé í verklýðs- félagi," sagði ræðumaður. Þessi setning lýsir því betur en langt mál, hve langt danskir verkamenn eru á undan okkur hér heima á sviði verklegra og pólitískra sam- taka. Og enga dul dró hann á það, að ^vo mjög hefði ástandið þar í landi batnað hin síðustu ár, síðan verklýðshreyfingin fór að hafa meiri áhrif á löggjöf og stjórn lands og sveitafélaga, að ekki væri sambærilegt við það, sem áður var. Einkennilega fáir voru áheyr- endurnir að þ'essu snjalla og fróð- lega erindi stiftamtmannsins, og ekki er áhugi vor íslendinga mik- ill í þjóðiélagsmálum, ef honum er rétt lýst í þeirri sókn. J. G. Á morgun eru 199, iár frá danardegi Páte Jónssonar Vídalíns lögmanns: Sama mánaðardag — 18. júlí — 1839 fæddist sagnarftarinn síra Þorkell Bjarnason, prestur að Mosfelli og Reynivöllum. Listasýningin verður opin á morgun kl. 10 f. m. — kl. 9 e. m. í síðasta skifti að þessu sinni. Notið tækifærið!- Listin nnga. Útvarpseríndi Éjárvals fyrra priðjudagskvöld. Ég færi þér þökk fyrir yndi þitt, — fyrir alla þína prýði, þó nú sé tízka að kveða sleggjudóma fyrir almenningsálitinu um, að listin sé ung og þess vegna ófull-, komin. Það er orðið mjög algengt í blaðagreinum að telja það siálf- sagðan galla um list okkar, að hún er ung, og jafnvel ekki trú- andi því, sem listsýningarnar hafa að bjóða, — en ekki er heldur trútt um, að sleggjudómur þessi verði fyrr en varir að fastri sann- færingu fólksins yfirleitt um lengri eða skemmri tíma, — og mun það verða til þess, að einungis örfáir menn innan þjóðfélagsins verða færir um að fylgjast með seinþroskanum hinnar ungu grein- ar, — en vafasamt mun þá einnig, hvort þessir fáu raunsæisvinir hafa tima og efni á að hlynna að byrjendunum mörgu, sem vinna í alvöru að veruleik list- anna. — Þegar svo þessir fáu listvinir deyja, deyr einnig þekkingin út á listunum í landinu, — og verða þá listir þjóðarinnar fornmenjar, en viðhaldið vantar, — hinn sí- unga, ræktaða kraft, vísindin í liststarfinu, sem er frjóið í hinu starfandi skópunarverki. — Nær alt okkar daglega líf er, mótað lífi lista og vísinda, ef við gáum að, — í varningi og vöru, aðferðum og athöfnum, máli, og byggingarlist. Þessu gleymum við að sjálfsögðu vegna þess, að þetta er svo sjálfsagt. — Pell og dúkar kaupmannsins, — kryst- all hans og postulín, — er mótað listinni, voðir og strangár klæð- skerans, auglýsingar og letur um . hinar margþættu samgönguleiðir menningarinnar, — alt saman mótað hugsjónum frá hærrilist- um. — Kápur kvenna, blúsur og skrautofin sjöl og æfintýralituð silki, hattar og hálsbindi æsku- lýðsins bæði í sveitum og við sjó, — alt er þetta verk lista-manna og -kvenna víðs vegar um heim; alt eru þetta nothæfir eiginleik- ar frá beinum leiðum list-vísind- anna fyrir unga og gamla. En á veggjum og við loft í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.