Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ höll og hreysi um allan hinn mentaða heim blasa við auganu frásagnir og stórmerki um lífið í alls konar myndum listarinnar ungu, — frásagnir og lofsöngur um að.. vera til, — um að skreyta á einhvern undursamlegan hátt — helzt fagurt — og heilnæmt og bjart. petta er lis'tin unga — um allan héim, um víða veröld, — úti um móa og — uppi í Listvina- félagshúsi. Listvinafélag islands er einn laukinn í menningarlífi okkar, eins og vera ber, og góður vottur sam- hygðar listinni ungu, — en að- staða félagsins er dálítið undar- leg, — líkt og ný tegund gróðurs í óreyndum jarðvegi. Vöxtur List- vinafélags Islands getur að' eins orðið góður, — ef listamennirnir sjálfir eru Iistvinir, ef þeir unna hugsjón þeirri, sem listin byggist á, — að prýða, — að skreyta. Islenzkir íistamenn hafa nú orð- ið samtaka um sýningu í List- vinafélagshúsinu,, þó á annan hátt sé en í Iistvinafélagshúsum er- lendra stórborga, og getur það vel verið, að mannfæð okkar sé þess valdandi, — en þá má með sanni segja, að stakkur sé snið- inn eftir vexti. Sýni.ngin í Listvinafélagshúsinu er að öllu jöfnu ekki verri en vorsýningar í stórborgum n§- grannaþjóðanna, — og ,þó gat þessi sýning okkar orðið enn meiri og fjölskrúðugri, ef þátt- takan hefði orðið meiri, og er það aðalgallinn, að húsið er helm- ingi of lítið til þess að geta þoð- ið höfuðstaðarbúum okkar inn á jafngóða Iistasýningu og tíðkast í milljónaborgunum. — En þessir ágallar- eru auðvitað af þessu sama, — að listin íslenzka er ung; — hún á menn sina á víð og dre'if úti um alla heima, Gunn- laug í París, Jón Stefánsson í Höfn, Nínu í Ameríku og Kristínu við húsmóðurstörf í Reykjavík, — Einar Jónsson í Skjaldborg og Guðjón í önnum víð bygg'mgar r-Msins. Listin unga verður íslands heill. Hún mun yngjast með aldrinum eins og góðu börnin, — og hún mun þroskast og dafna á hinum mörgu krókaleiðum milii listvina og sleggjudóma, — því hún á nóg ónumið Iand til þess að frjóvga og byggja. — Hún á nóg af 'Ás- gríms bláfjöllum og voguðum lit- um þessa merkilega brautryðj- anda, sem ekki lætur skámmir né skilningsleysi hafa áhrif á sjálf- sagdar sfefnubreytingar. Listsýningin í Reykjavík, eins og hún er nú, er fyrstu alhliða straumskiftin í sameiginlegri, is- lenzkri list, — íslenzkum listastefn- um til böta í allri framtíð. — Pessi sýning er byltingin mikk, sem enginn vissi um og tæplega listamennirnir sjálfir, — atvik, sem enginn skilur, hvernig hef- ir átt sér stað, en sem listsýningin glögglega ber merki um. — Og viti það nú öll hin íslenzka borg, að þessi listsýning er fyrsta sýn- ingin hindurvitnalausa; — með öllum sínum öfgum og alþýðu- syndum er hún alúð Iistamann- anna innbyrðis, — þar^sém þeir ekki metast um fleti né rúm né heimta skatta, sem ekki eru til. Þessi sýning er sú, — þar sem listamennirnir sjálfir hafa gerst milljónerar og bjóða borgarbúum inn fyrir hundrað aura til þess að gefa þeim þátttöku í dýrðinni, til, þess að hafa einföldustu og skiljanlegustu reglur fyrir alvöru- menn þjóðarinnar, þar s sem hver og éinn gestur á kost á áð verða listvinur, listamaður og almátt- ugur meistari, — svo framarlega sem hann vogar og kann. En sýning þessi er fyrst og fremst sú, þar sem listamennirnir horfa á annað en sjálfa sig, — þar sem þejr í innsæi og aðdáun horfa á listina ungu og reyna að skilja hana. Þessi sýning er sýning á meist- araverkum hins fákunnandi og þroskaða hlið við hlið, — þar sem granninn. á eld handa þeim unga, sem langar til þess að eiga Ijós á kerti. Þessi'sýning er vísirinn mikli með Ijósrákina í hinum heilögu samtöku'm, sem bæði listamenn og þjóðirnar undrast, — samtakið mikla, sem hugsjönamenn hefir dreymt um í Jónsbók og annál- um Espólíns, — sýningin, sem er sagan um eldritin austan frá Pyrfjallstindi yfir Meðalland,'þar sem foreldrar flúðu sandorpna jörð ýt á annes við Reykjavík, þar sem menningin á aö búa. Þessi sýning er bygð upp úr kreddum og trúgirni listamanns- ins, — dg hún er afspringur, stjórnmálaþroskans íslenzka við erlenda skóla og íslenzkt víðsýni í skýjum himins, yfir vanræktu landi. Með þessari sýningu byrjar ný öld á íslandi í listum, — nýr þroski íslenzkra nýyrkjumanna hjá listinni ungu og fyrir hana. — Heill ykkur, listvinir! Heíll þér, listin unga! Útvarpað í Reykjavík 6. júlí 1926. Jóhannes Sveinsson KjarvaU Hiigleiðmpr Tryggs eftir Anatole France. I. Menn, dýr og steinar verða stór- ir, er þeir nálgast, og gnæfa him- inhátt, þegar þeir eru komnir að mér. Það er ekki svo um mig. Ég helzt jafnstór, hvar sem ég er. II. Þegar húsbóndi minn réttir mér — undir borðinu — mat, sem hann er að því kominn að setja upp í sig, þá gerir hann það til þess að freistamín, svo að hann geti hegnt mér, ef ég læt undan freistingunni, því að ég get -ekki trúað því, að hann myndi sýna sjálfsafneitun mín vegna. III. Þefurinn af hundum er sætur fyrir vitin. IV. • Húsbóndi minn heldur mér heit- um, þegar ég 'ligg fyrir aftan hann í stórum stól. Það er vegna þess, að hann er guð. Fyrir framan eld- stóna er heitur steinn. Sá steinn, er guðdómlegur. ' V. Ég tala, þegar mér sýnist. Út úr munni húsbónda míns koma líka skynsamleg hljóð. En mein- ing hans er ekki eins skýreins og meiningin, sem kemur fram í hljóðum raddar minnar. Hvert hljóð, sem ég mæli, hefir sína meiningu. Af vörum húsbónda míns kemur margvíslegur mein- ingarlaus hávaði. Það er erfitt ea

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.