Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1926, Blaðsíða 5
nauðsynlegt að geta sér til hugs- ana húsbóndans. VI. Gott er að eta, — betra að hafa etið, því að óvinurinn, sem liggur á verði, er sterkur og snar. VÍI. Alt fram streymir endalaust. Ég einn er varanlegur. VIII. Ég er miðdepill alls; mönnum, dýrurn og hlutum, fjandsamlegum mér og vinveittum, er raðað í kringum mig. IX. í svefni sé ég menn, dýr, hesta, tré, skemtilegar og óskemtilegar myndir. Þegar ég vakna, eru þess- ar myndir horfnar. X. ihucjnn. Ég elska húsbónda minn, Berg, vegna þess, að hann er voldugur og ógurlegur. XI. Verknaður, sem ég er barinn fyrir, er vondur verknaður. Verkn- aður, sem ég fæ mat fyrir eða gælur, er góður verknaður. XII. Á nóttunni læðast ill öfl kring- um húsið. Ég gelti, til þess að hús- bóndi minn *varist og reki þau burt. XIII. Bœn. Ú! Bergur, húsbóndi minn, hreystinnar guð! Ég tilbið þig. Vertu lofaður, þegar þú er't óg- urlegur. Vertu lofaður, þegar þú ert miskunnsamur. Ég skríð að fótum þér. Ég sleiki hendur þínar. Þegar þú situr við uppbúið borð og gleypir nægtir af kjöti, þá ertu rnjög mikill og mjög fagur. Mjög mildll og mjög fagur ertu, þegar þú slærð eld úr rnjórri spýtu og breytir nótt í dag. Varðveittu mig í húsi þínu, og lialtu burtu öllum öðrum hundum. Og þú, Engilríður, eldhússtúlkan, mikli og góði guðdómur! Ég ótt- ast þig og sýni þér lotningu, svo að þú rnegir gefa mér mikið að eta. ALÞÝÐUBLAÐIÐ XIV. Hundur, sem skortir tilbeLðsIa á mönnunum og fyrirlítur helgi- dóma {)á, er saman .eru komnir á heimili húsbónda síns, lifir aumu flökkulífi. XV. Einu sinni rann vatn á fægt stofugólfið úr brotinni krukku, fullri af vatni, sem borin var urn stofúna. Þeirri óþverra-krukku hlýtur að hafa verið hegnt með flengingu. XVI. Menn hafa guðdómlegan mátt til að opna allar dyr. Ég get ekki opnað netna sumar sjálfur. Dyr eru miklir helgidómar, sem ó- gjarna hlýða hundum. XVII. Líf hundsins er fult af hættum. Ef hann vill komast hjá þjáningu, verður hann stöðugt að vera á verði, á málum og jafnvel í ,-svefni. XVIII. Úmögulegt er að vita, hvort rétt sé breytt gagnvart mönnum. Þá verður að tilbiðja án þess að reyna að skilja þá. Vísdómur þeirra er dularfullur. XIX. Aköllun. Ú, hræðsla, tigna og móðurlega hræðsla, helgi og frels- andi ótti! Gagntak þú mig! Fyll þú mig í hættunni, svo að ég megi forðast það, sern skaðvæn- legt er, að ég kasti mér ekki yfir óvininn og gjaldi óforsjálni minn- ar. XX. Til eru vagnar, sem hestar draga um göturnar. Þeir eru ógur- legir. Til eru aðrir vagnar, sem hreyfast sjálfkrafa og anda hátt. Þeir eru líka hræðilegir. Menn í tötrum eru viðbjóðslegir, einnig þejr, sem bera körfur á höfðum sér eða velta tunnum. Mér þykir ekki vænt um krakka, sem reka upp há org og flýja hvert fyrir öðru og elta hvert annað á hlaup- um um göturnar. Veröldin er full af fjandsamlegum og hræðilegum hlutum. (Þýtt.) 5 Frá Steindori á morgun (sunnudag) til Þingvalla, — Hafnarfjarðar — Vífilstaða i landsins beztu bifreiðum. Fólkið segist skemta" sér bezt í Steindórs ágætu bifreiðum, enda er svo til ætlast. Síml 581. Um dagimx og veginn. Næturlæknir er í nótt Matthías Einarsson, Kirkjustrseti 10, sími 139, og aðra nótt Ölafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. Sunnudagslæknir er á morgun Jón Kristjánsson, Miðstræti 3, símar 686 og 506. Messur á morgun: t clómkirkjunni kl. 11 síra Friörik Hallgrímsson. Engin síðdegismessa. I fríkirkjunni kl. 2 síra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur prófessor Níelsson. I Landakots- kirkju kl. 9 f. m. hámessa. Áttræður er í dag Eiríkur Briem prófess- or, og er hann enn hinn ernasti. Hann var lengi mjög umbótasinnað- ur maður, og „auðfræðingurinn" sira Arnljótur kallaði hann „kom- munista" fyrir um 40 árum. Íslandsglíman verður í kvöld kl. 81/2 á íþrótta- vellinum. Kept er um glímukóngs- titillnn, Íslandsglimubelíið (handa mesta glímumanni landsins) og „Stefnu-hornið" (handa bezta glímu- manni landsins). Kappsundið. Nú á það að fara fram á morg- un og hefst kl. 8 e. m. Bátar ganga frá steinbryggjunni. Keppendur og starfsmenn eru beðnir að koma ekki seinna -en kl. 7Ve- Börn, sem hafa lofað að selja aðgöngumerki, vitji þeirra á Skólavörðust. 38 eða út í sundskála. „Gullfoss“ fer héðan kl. 6 anríað kvöld á- leiðis til Vestfjarða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.