Alþýðublaðið - 20.07.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 20.07.1926, Page 1
ýðúblaðlð GefiO út af AipýOuflokknum 1926. Þriðjudaginn 20. júlí. Edend simskeytl. Khöfn, FB., 19. júlí. Herriot reynir að mynda stjórn. Frá París er símað, að Herriot geri tilraun til pess að mynda stjórn. Talið er mjög vafasamt, að honuni takist það. Jafnaðarmenn hafa neitað að taka þátt í stjórn- armynduninni. Sagt er, að Poin- care standi fjármálaráðherrastað- an til boða. Yfirieitt kvað álit al- mennings véra.að. sveigjast í þá átt, að stjórnareinræði í fjármál- um sé óhjákvæmilegt. Vantraust almennings á því, að þingið geti ráðið fram úr fjármálunum, fer vaxandi. Frá bæjarstarfsmaxinaverkfall- inu í Osló. Frá Osló er símað, að menn ætli, að verkfallinu muni bráðlega lokið. (Hér er átt við verkfall starfsanna bæjarins.j Báðir málsaðiljar hafa auglýst 15°/o launalækkun. Landskprið. 1 Árnessýslu var atkvæðum steypt saman í gær. Höfðu 590 kosið. Árið 1922 kusu .630. — í Gullbringu- og Kjósar-sýslu kusu að þessu sinni 1027, en árið 1922 kusu þar 736. 1 Vestur-lsafjarðar- sýslu kusu 300 nú, en 329 árið 1922. Kosningin í Mýrasýslu hafir verið kærð. Hefir sannast, að í sumum hreppunum þar var kos- ið heima, sem nú er óheimilt. Heimakosnu atkvæðin eiga að Vera í umslögum og verður að ó- nýta þau eða kjósa upp ella í sýslunni. „Villeinoes“ fór héöán í dag ðföiðis til Lund- úna. Afvinnubætur i Danmðrkn. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Rvík, 16. júlí. Borgbjærg félagsmálaráðherra jafnaðármannastjórnarinnar kall- aði á miðvikudaginn saman vinnumálanefndina til almennrar umræðu um atvinnuleysið. Ráð- herrann hóf umræðurnar með því að lýsa yfir, að hann áiiti sjálf- sagt að gera eitthvað til þess að bæta úr atvinnuleysinu, þar eð starfsemin síðasta vetur hefði sýnt, að unt v.æri að gera það. „Samkvæmt vinnulögunum svo kölluðu, sem nú gilda, hafa ver- ið unnin 68 590 dagsverk; þar að auki eru 150 000 dagsverk í hjálp- arvinnu eftir atvinnuleysislögun- um og hinar opinberu, verklegu framkvæmdir ríkisins, sem til eru veittar 7 millj. kr.“ Ráðherrann lagði til við nefndina að taka fyrir að stofna til vinnu á kom- andi vetri. Af 6 milljónunum, sem veittar voru að láni til hjálpar- vinnu, er rúmlega 1 milljón eftir, en það hefir komið í 1 jós,_ að 2 milljónirnar, sem æt’aðar voru að láni til almennrar vinnu, hafa ekki hrokkið til, og því taldi ráð- herrann réttara að ætla 5 millj- ónir til hjálparvinnu og 3 millj- ónir til annarar vinnu. — Eftir að hafa gert grein fyrir skýrsl- um atvinnumálaráðuneytisins um hjálp til iðjugreina, sem kreppan hefir beygt, mæltist ráðherrann til þess við nefndina að íhuga hugmynd um stuðning við iðnað- inn í tiltekinni mynd — ekki til framleiðslunnar, heldur til nýrra iðjugagna til þess að auka og bæta reksturinn. Ráðherrann áleit, að vonin um meiri lækkun á á- gústverðtölunni hefði með fram áhrif á, hversu atvinnuleysið er nú mikið, en hafði að öðru leyti tilhneigingu til að halda, að kreppan væri nú yfirstigin, og er 166. töiublað. spurt væri, hvort rikið hefði ráð á að leggja fram lán og styrk til umræddrar vinnu, yrði að svara: / „Annað er blátt áfram ekki unt." „Ég hefi alt af álitið, að betra væri að veita vinnu en styrk, og eftir fjárhagslegum efnum verð- um vér að efla vinnuna og and- æfa lueppunni, eins og vér get- um.“ (Jafnaðarmannastjórnin í Dqn- rnörku fer ekki iítið öðruvísi að á atvinnuleysistímabili en efna- mannastjórnin hér á Islandi, sem hreyfir hvorki hönd né fót til að greiða úr því, þótt aðalfram- leiðslutækin (togararnir) liggi ó- notuð og fjöldi duglegra starfs- manna fái ekki atvinnu urn há- bjargræðistímann.) Að norðan. Akureyri, FB., 19. júlí. Sildarmælikerjamálið. Undirréttardómur er nýfallinn í máli því, er verzlun Snorra Jóns- sonar höfðaði fyrir rúmu ári gegn Krossanessverksmiðjunni fyrir notkun á stærri mælikerum síldar en 150 lítra. Áleit verzlun- in, að með þessu hefði verksmiðj- an haft af sér fé. Dómarinn sýkn- aði verksmiðjuna með því, að ekki sé sannað, að verksmiðjan háfi fengið meira en hina urn- sömdu 150 lítra úr mælikeri, er síldin kom í bing. Málskostnaður fellur niður. Verzlunin ætlar að á- frýja málinu. Síldveiðin er alment byrjuð. Allntörg skip voru komin inn til Siglufjarðar með á milli 200 og 400 tunnur. Öli- síld fer í bræðslu enn þá. Til sildveiða fóru norður í gær 03 fyrra dag gHfUbátarnir „Isaf«ld‘ og „tsbjirn".

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.