Alþýðublaðið - 20.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.07.1926, Blaðsíða 3
ALfetgUBLAglÐ 3 '?% ,T Um dagiim oy veginn. Fiskafli á öllu landinu hefir 1. júlí s. I. verið orðinn 199439 skpd. af full- verkuðum fiski. Árið 1925 nam afl- inn á sama tíma 224828 skpd., eri 1924 (aflaárið mikla) 187692. Fisk- urinn er vænni í ár en í fyrra. Af aílanum er stórfiskur nú 150508 skpd.j en vai* í fyrra 149177 skpd. Tölur þessar eru eftir skýrslu Fiski- félagsins í júniblaði „Ægis“. Páll Isólfsson heldur næsta orgelhljómleilc sinn í fríkirkjunni næsta fimtudag kl. 9. Verður sjálfsagt mikil aðsókn þar, svo mjög sem áheyrendum fanst til um síðasta hljómleikinn. Skemtiferðaskip þýzkt kemur hingað um næstu Ferðatðskor allar stærðir, mjög ódýrar verzl. „JUfa“ Bankastræti 14, Sími 1715. Simi 1715. helgi og stendur hér við sunnudag og mánudag. — Von er og á ítölsku skemtiferðaskipi innan skamms. Sjómerki. I sumar á að endurreisa sjó- merkjavörður, sína á hvorri eyju, Stakksey og Súgandisey við Stykk- ishólin og setja á þær toppmerkja- plötur svartar, í Stakksey þrí- strenda og viti horn niður, en fer- strenda í Súgandisey. , .. .. Gott næmi. „Lögrétta“ segir nýlega frá skag- firzkri konu á níræðisaldri, Sigur- björgu á Merkigili, og getur þess, að s. 1. ár lærði hún utan að 120 nýja sálma og lcunni einnig mjög margt fyrir. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,16 100 kr. norskar .... — 100,06 Dollar..................— 4,56l/o 100 frankar franskir. . . — 10,15 100 gyllini hollenzk . . — 183,46 100 gullmörk þýzk... — 108,52 Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. ■■Á Á' " Brunamálið. Maður sá, er tilkynti lögregiunni, að hann hefði kveikt í húsinu á Smiðjustíg 4, var húsbóndi fjöl- skyldu þeirrar, sem þar býr. 1 dag átti að flytja hann til Þórðar læknis Sveinssonar, svo að athugað yrði, hvort vit mannsins er óskert. Maður beið bana sf slysi. 1 gær fór maður frá Mýrarhúsum á Seitjarnarnesi að sækja sand í sandgryfju skamt frá barnaskólanum þar á nesinu. Með manninum var drengur, 10 ára gamall. Meðan þeir voru niðri í gryfjunni brast bakka- brúnin og hrapaði skriða mikil yfir l manninn. Drengurinn stóð dálitið lengra frá og kornst því undan. Illjóp hann þegar til bæjar og sagði Frá slysinu og fóru nokkrir menn undir eins til að grafa manninn upp úr skriðunni. Voru 6 eða 7 skóflustungur niður að honum. Var hann dáinn áður en honuin yrði bjargað. Var Jón Hj. Sigurðsson læknir þegar fenginn þangað. Reyndi hann lengi að lífga mann- inn, en það varð árangursíaust. Maðurinn hét Ingólfur Zakaríasson. Stakkasundið. Þriðji maðurinn í því var Bjarni Helgason sjómaður, er svam spöl- inn á 3 mín. 17,2 sek. Er hér með leiðrétt sú villa, er slæddist um þetta inn í frásögnina í gær um sundið. ■ riji • . - Veðrið. * “ Hiti 14—9 stig. Átt víðast suðlæg. Snarpur vindur i Vestmannaeyjum og á Raufarhöfn. Annars staðar iygnara. Loftvægislægð um Vestur- iand. Útlit: Allhvöss suðvestanátt annars stoðar en á Norðvestur- landi. Skúrir og þokuloft á Suður- og Vestur-landi. Tíðarfarið. Regnsamt er mjög hár á Suður- landi./I Borgarfirði kveða tún vera tekin mjög að gulna, en það, sem slegið hefir verið, grotnar niður af óþurki. Sama er sagan víðar að. Sums staðar er súrheysverkun talin koma að miklum notum. Krónuseðlarnir eru að eins gjaldgengir til næstu mánaðamóta .Eftir þann tima eru þeir ógildir. Menn, sem eiga þá, eru hér með aðvaraðir um, að fá þeim skift í bönkunum fyrir þann tíma. Einar ská'aglam: Húsið við Norðurá. bíða eftir því, að hegningin tæki enda, og þá tæki betra við. En þegar hann fór að skifta við Gunnlaug sýslumann Elentinusson, fanst honum þó taka út yfir allan þjófa- bálk. Hann hafði símað til sýslumannsins á und- an sér og sagt honum erindi sitt. Þegar hann kom upp eftir, stóð yfirvald- ið á bryggjunni með borðalagt kaskeiti og tók á móti honum. Sýslumannshúsið ló rétt fyrir ofan bryggj- una, og þangað fylgdi sýslumaður og inn í stofu. Par sat frúin, sem Goodmann John- son heilsaði kurteisléga, og var síðan sezt að kaffidrykkju. Hann var að vísu svo am- erískur i hugsun, að honum fanst honum. lægi á öðru fyrr í þeim erindagerðum, semi hann var, en að fara að setjast að kaffi- drykkju með sýslumann6frúnni, en fyrir kurt- eisissakir sat hann þó á sér. Að lokinni kaffidrykkjunni leiddi sýslu- maður Goodmann Johnson inn á skrifstofu sína og bauð honum viðsjárveröan vindil. „Thank you. Ég reyki pípu,“ sagði hann og kveikti í og bjóst við, að nú yrði tekið til við morðmálið, en það fór á annan veg. „Hafið þér lesið síðasta heftið af „Járn- brautarlestinni“ ?" spurði sýslumaður. „Nei,“ anzaði Johnson. Hann var alveg hissa. „Það megið þér til með að gera, þar er eitt af fegurstu kvæðum nýkleppismans eft- ir Dellar Leirs. Nú skuluð þór heyra." Hann fietti upp, en Johnson var orðinn fjólublár í framan af reiði. „Nú skuluð þér heyra,“ sagði sýslumaður. „Er þetta ekki dásamlegt: Á grammófóni’ eg geysist fram á' völlinn með grábröndóttan aplakálf í taumi .*.......r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.