Alþýðublaðið - 22.07.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 22.07.1926, Side 1
Alpýðublaðið GeKiO út af Alpýðuflokknam 1926. Fimtudaginn 22. júlí. 168. tölublað. Kveðja M Stauning. Mér hefir oröið til innilegrar gleði að hljóta kynni af Islandi og fulltrúum íslenzku þjóðarinnar. Ég hefi glaðst, eigi að eins yfir hinum dýrlega og einkennilega svip iandsins, 'heldur einnig yfir þeim framfarahug, sem ég hefi orðið var á ýmsum sviðum. Ég hefi fengið að vita um hinar miklu framfarir í fiskveiðum og um tilraunir og fyrirætlanir um aukning annara atvinnuvega, eink- um íandbúnaðarins, og það getur ekki annað en glatt mig, mann hinna verklegu athafna, að hér virðist vera vaxandi fjör og starf- semi. Og loks get ég með mikilli gleði látið í ljós, að ég hefi mjög greinilega fundið til þess, hversu innileg og hjartanleg vinsemd við Dani ríkir hér. Slík samúð við Is- lendinga er og ekki síður alin í landi mínu, og ég get nú skýrt frá því heima, að bræðraþjóð vor hér er samhuga oss um að efla góðar og skynsamlegar framfarir i menningarlegri og efnalegri samvinnu vorri á komandi tímum. Ég bið blöðin að færa hjartan- lega kveðju og þakkir öllum, sem hafa tekiö konu minni, löndum mínum og sjálfum mér með svo mikillí aiúð og gestrisni. Th. Stauning forsætisráðherra í Danmörku. Erlend símskeyti, Khöfn, FB., 21. júlí. Nýja stjórnin franska. Áherzla lögð á háa eignaskatta. Ósamlyndi og æsingar. Fré París er símað, að Herriot hafi myndað stjórn. Hann hefir sjálfur meðferð utanríkismálanna á hendi. Monzie er fjármálaráð- ráðherra og Painlevé hermálaráð- herra, en Loucheur verzlunarmála- herra. í fjármálatiilögum stjórnar- innar er sennilega lögð aðalá- herzla á háa eignaskatta. Talið er ósennilegt, að þingið aðhyllist tillögur stjórnarinnar. Búast menn við, að stjórnln verði skamma stund í sessi. Ráðherrafundur var í gærkveldi, og síðan leikur sá orðrómur á, að Monzie hafi hótað að segja af sér vegna ágreinings við Herriot. Miklar æsingar eru í landinu vegna frankafallsins, og hefir víða verið ráðist á erlenda ferðamenn. Bretar og fall frankaus. Frá Lundúnum er símað, að stjórn og þing sé áhyggjufult vegna frankafallsins. Snowden sagði í ræðu i þinginu, að skjót erlend hjálp væri nauðsynleg. Einræðið i Grikklandi. Frá Berlín er símað, að sam- kvæmt Grikklandsfregn hafi Pan- galos gert merka foringja and- stæðingaflokkanna landræka. Ferð um Snæfellsnes og Vesturland eftir fíjörn Bl. Jónsson. II. Ég ætlaði í land á Hellissandi. Það var fyrsta höfnin, sem „Esja“ átti að koma á. Þar komum viö klukkan á fimtu stundu á mánu- dagsmorgni. Auðsjáanlegt var, að Sandverjar höfðu viðbúnað til þess að fara út í skipið. Flaggið höfðu þeir dregið upp, sem þýð- ir að öllu jöfnu það, að hægt sé að afgreiða skipið, og glögt sást, að dyrnar voru opnar á af- greiðsluhúsinu. Skipið mínkaði ferðina, og við, sem ætluðum þarna i land, héldum, að lagst yrði; en svo var þó ekki. Eftir drykklanga stund er skipið kom- ið á ferð aftur frá landi. Farþeg- ar töldu víst, að haldið yrði til Ólafsvíkur, því að sjáanlegt var, að þar var að mestu leyti logn. Þeir farþegar, sem ætluðu tii Sands og Ólafsvíkur, voru á milli 30 og 40. Þegar Ólafsvíkurfarþeg- arnir sjá það, að skipið ætlaði fram hjá Ólafsvík, gengu tveir menn á fund skipstjóra og spurðu hann, hvernig á því stæði, að hann ætlaði fram hjá Ólafsvík lílca, þar sem það væri sjáanlegt, að logn væri á höfninni, og sýndu honum fram ú, að þetta tiltæki hans, að fara fram hjá hverri höfn inni eftir aðra með svona marga farþega og það að ástæðulausu, væri alveg óþoíandi. En skipstjóri svaraði að eins, að það væri ekki uppskipunarfært, og hélt áfra'm til Stýkkishólms. Þegar þangað kom, þótti mér réttara að vita, hvort skipstjóri hefði haft rétt fyr- ir sér í þessu, og náði því sím- tali við Ólafsvik og Sand og fékk það svar, að í Ólafsvík væri á- gætisveður. Á Sandi var svarið það, að þeir hefðu verið tilbúnir með bát til þess að taka í land póst og farþega. Seinni part sama dags er svo farið frá Stykkis- hólmi út til Ólafsvíkur og Sands, svo það mú segja, að að síðustu hafi hver komist heim til sín. Það er með öllu óþolandi af skip- stjóra, að hann geri farþegum ferð þeirra dýrari en hún þarf að vera og þar að aúki eyði fyrir þeim heiium degi alveg að á- stæðulausu. E. t. v. á þetta hátta- lag að teljast uppbót á það, sem allir liðu við það, að skipið var Offylt(l). (Frh.) „Fiskarnir“ heitir mjög stór bók eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing, sem ný- komin er út hjá bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. Er hún lýsing á og fræðsla um islenzka fiska meö myndum af þeim.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.