Alþýðublaðið - 23.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.07.1926, Blaðsíða 1
Aipýðiiblaðið Gefld út af AI|iýduflokkniini 1926. Föstudaginn 23. julí. 169. tölublað. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 22. júlí. Herriots-stjórnin farin frá. Frá París er símað, að stjórnin sé fallin. Pingið feldi traustsyf- irlýsingu til hennar, þegar Her- riot hafði skýrt frá áformum henriar um eignaskatta. — Frakk- landsbanki kveðst líklega neyðast til að neita rikinu urn frekari lán, þar sem seðlaforðinn sé á þrot- um. Poincaré reynir að mynda stjórn. Kirkjan og koladeilan enska. Frá Lundúnum er símað, að viðræðum biskupanna við Bald- vvin sé haldið leyndum. Biskup- arnir ihuga að útvega kolaiðnað- inum lán í stað ríkisstyrksins. Dægurflugur eftir Þorstein Gislason. (Reykjavik, Prentsmiðjan Acta, 1926.) Dægurflugur eru samansafn nokkurra gamanljóða. Flug- ur þessar eru mjög snotrar að ytra útliti. Sumar þeirra flugu hér um fyrir nokkuru, en hafa svo legið í dái síðustu og verstu tíma. — Koma þær nú endurvaklar með nýju fjöri. Aðrar eru nýlega vakn- aðar til þessa lífs. — Margar flugurnar stinga að vísu, en broddar þeirra eru ekki eitraðir. Það var svo hér áður, að þegar þær settust á mjög viðkvæma húð, roönaði undan stungunni og sveið í svip. Þær suða um hitt og þetta, eitt og annað. Koma þær mönnurn í gott skap, sérstaklega þeim, sem þær stinga ekki. Skal nú lesandinn sjálfur fá að dænia um suðu þeirra. Við lækinn. Allir vita: Amor*) hefir ekki lítil völd, einkum þegar skuggsýnt er og liðið fram á kvöld. Þá er hann svo þrár og kitlar þau, sem leiðast ein, læsir þessuin Ijúfa, næma loga’ í hold og bein. — * En hér skal staðar numið, því að eldurinn er ekki allra meðfæri. Utanstefuur. Viö viljum engar utanstefnur hafa, og erum sist um það í nokkrum vafa, að þó á okkar flokksmenn kong- urinn kalli, þá verðum við sammála um það, að gegna ekki neinum utanstefn- um og mótmælum því allir. — — Þetta er fagurlega orðað, og mun fleirum svo finnast en harð- snúnurn jafnaðarmönnum. (Frh.) Hallgrímur Jónsson. Annar orgelhljómleikur Páls ísólfssonar. Það eru veðrabrigði í íslenzku hljómlistarlífi. 'Smekkleysi al- mennings, sem listamenn vorir hafa orðið að stríða við, er nú að breyíast í skilning á þeim ómum, sem listamenn verða að fást við. — Fríkirkjan var svo að segja iull af fólki, sem kom- ið var til að heyra meistarann Pál leika. Hann er meistari, ekki að eins „færasíur allra fslend- inga núlifandi“, eins og einhverj- ir'mundi kalia hann ekki alveg óþvældu heiti, — en hann er lista- maður með Evrópusniði, — með heintssniði. Leikur hans ber vott um alt í senn, gáfur, skilning, lærdóm og menning; þar fer sam- *) Ástaguð. an íþrótt og list. Efnið var fjöl- breylt, spenti yfir tvær aldir og dýrustu nöfn listarinnar. Að fara þar að vega, hvað væri bezt, — það væri eins og að ætla sér að grípa upp fegursta peninginn úr hrúgu af tíu króna gullpeningum. Þó er það með lög Regers eins og með hákalllnn; maður þarf að læra að éta hann og líka að læra að hafa ánægju af þeim. Forleik- urinn eftir Jón Leifs er einkenni- legur og svipar kann ske að ein- hverju leyti líka til hákallsins. Herra Óskar Norðmann söng nokkur lög vel og smekkvíslega. Það er gott að vita til þess, að Páll *hefir fengið hljóðfæri viö hæfi sLt, og að von er á hljóm- leikum hans mánaðarlega. Þang- að eiga allir að fara, verkamenn, stjórnmálamenn, prestar, kaup- menn, blaðamenn, — allur lýður. Það myndi marka þjóðlífið, því að góð hljómlist gerir menn betri. br. Með e.s. „Nonna“. (Kafli úr bréfi.) . . . ViÖ bættum viö okkur 100 manns í Hafnarfirði, fórum það- an til Ólafsvíkur og tókum um 50 þar. Þá vorum við orðnir um 350 manns. Allar lestir voru full- ar, og margir urðu að halda al- gerlega til á þilfarinu. Það bætti ekki til, að skipið var farmlaust. Svo valt var, að ef 10 manns fóru út í aðra hliðina, þá lagðist „koppurinn" á hliðina. Við feng- Um gott veður, og þvi „slampað- ist“ alt af, eti ég segi þér sat:, að sömu verða aðfarirnar í haust, ef ekki verður tekið hér í taum- ana. Þá er allra veðrn von og lík- legt, að slys hljótist af. En mað- ur getur ekki búist við, að þær „klikkur“, sem ráða þessu som öðru, bæti sig að neinu leyti, og til ríkisstjórnarinnar berum við lítið traustj. . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.