Alþýðublaðið - 23.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ I ALÞÝÐUBLABIB kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýöuhúsinu við : Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9Va— iOl/a árd. og kl. 8-9 siðd. Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 { (skrifstofan). ! Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á | mánuði. Auglýsingaverö kr. 0,15 ! hver mm. eindálka. ( Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ! (í sama húsi, söniu símar). j Ferð um Snæfellsnes og Vesturland eftir Björn Bl. Jónsson. III. Þegar ég komst loks á mánu- dagskvöld í land á Sandi, tók jrar á móti mér formaður Verk- lýðsfélags Heííissands, Hjörtur Sýrusson, og fylgdi mér til þess staðar, jrar er ég skyldi eiga samastaö, á meðan ég stæ'ár vlð. ; Þar mætti ég hinni alkunnu gest- i risni Jreirra hjóna frú Lilju Jóns- dóttur og Kjartans Lárussonar. Daginn þar á eftir, sem var 1. júni, símaði ég til séra Jósefs á Setbergi, sem er að austanverðu við Grundarfjörð, og til Jóns í Gröf, sem er fyrir botni fjarðar- ins, og bað þá að táta berast fundarboð, sem ég las fyrir þeim í símann, eins og vanalegt er í þeirra sveit, sem umburðarbréf, og lofuðu þeir því báðir. Mið- vikudaginn 2. júní hélt ég fund á Sandi og talaði Jrar um verklýðs- hreyfinguna hér á landi og nauð- syn verkalýðsins á því að berjast pólitískri baráttu, til jress að geta unnið fuilkomna endurbót á kjör- um sínum. Enn fremur sýndi ég fram á hinar gífurlegu tolla- og skatta álögur íhaldsins á lífsnauð- synjar fátækra fjölskyldumanna og hlífð viö auð og arð burgeisa. Fyrir nærri þremur árum var stofnað Verklýðsfélag Hellissands. Stofnendur voru nálægt fimmtíu. Nú er sem næst hver verkamaður og verkakona komin inn í félagið. Lífskjör þau, er verkafólkið á Sandi átti við að búa áður en samtökin voru hafin, voru mjög 1 ág, —íágt kaup, sem borgað var með uppsprengdum vörum. Kaup karlmanna var frá 75 aurum um kl.stund, án tillits til þess, hvort unnið var> á nóttu eða degi. Kaup kvenna var frá 50 aurum á kl.st. Fiskverðið var þá 5, 6 og 7 aur- ar fyrir kg. upp úr salti og .alt greitt með vörum. Peninga- greiðsla frá þeim verzlunum, er keyptu fiskinn og höfðu fólk í vinnu, átti sér tæplega stað til þeirra verka-manna eða -kvenna, er unnu hjá verzlununum. En með samtökunum breyttist þetta þegar á fyrsta ári. Þá um vetur- inn fengu verkamenn kaup sitt hækkað upp í kr. 1,25 um stund- ina í dagvinnu og að sama skapi í eítirvinnu og næturvinnu, en kaup kvenfólksins hækkaði þó ekki, af því að þær voru þá ekki gengnar . inn í verklýðsfélagið. Nokkur tilraun hafði verið gerð til þess að fá þær inn í félagið, en ekki tekist. Þær hafa e. t. v. hugsað sem svo, eins og svo margir gera enn í dag, að þær fengju kaup sitt hækkað á kostn- að þeirra, sem félagsskapinn höfðu myndað. En reyndin varð önnur. Konum þótti súrt í broti, er karlmenn höfðu fengið kaup- hækkun, að fá hana ekki líka og sameinuðu sig því og gengu í Verklýðsfélag Hellissands og fengu á Jrann hátt bætt kjör sín þannig, að kauphlutfallið milli kvenna og karla varð eins og J)að áður hafði verið. Verkamennirnir á Sandi sáu fljótt, aö Jrað var ekki einhlítt að fá hækkað kaup. Meira þurfti að gera, ef lífskjörin áttu að batna svo, að viðunanlegt væri. Eins og verzluúinni var fyrir komið, þá Jmrftu kaupmenn ekki annað en hækka vörur sínar lit- ið eitt tit þess'að halda kauj)inu eins í reyndinni og það áður var. En verklýðsfélagið kom í veg fyr- ir það með þvi að koma sér upp pöntunarfélagi. Svo heimtaði verkafólkiö vinnu sína greidda í peninguin. Kaupmenn voru enn ekki fúsir á peninga-greiðslur, en lækkuðu vörur sínar að miklum mun. Áður höfðu sjómenn lagt afta sinn inn hjá kaupmönnum fyrir öákveðið verð. Nú snérist þetta við. Þeir heimtuðu ákveðið verð og peningagreiðslu fyrir fiskinn, til þess að þeir gætu leyst út vörur sínar hjá pöntunarfélag- inu. Að öðrum kosti kváðust þeir selja fiskinn þeim kaupanda, er gæti greitt hann í peningum. f fyrstu ætluðu kaupmenn að Jrverskallast og hótuðu því að láta þá ekki fá salt i fiskinn, nema því að eins, að þeir fengju þann fisk, sem saltaður væri úr „þeirra“ salti. Hinir svöruðu því þannig, að þeir gætu fengið salt hvaðanæfa. Létu kaupmenn þá undan síga og gengu að kröfum félagsins eða félagsmanna, enda sagði ein» kaupmaður á Sandi við mig, að nú væru það ekki kaup- mennirnir, sem réðu þar lengur. heldur verkamennirnir sjálfir, og selstöðuverzlanirnar væru að teggjast niður. (Frh.) Um dagfinn og vcginn. Naeturlæknir er í nótt Guðmundur Thoroddsen, Fjólugötu 13, sírni 231. Hundadagar voru lengi i almanökum hér á landi taldir byrja í dag samkvæmt þýzku og dönsku tali, og vóru þá að eins taldir 32 dagar tll 23. ág., en stundum 33 til 24. ágústmán- aðar, Veðriö. Hiti 13—3 stig. Átt norðlæg. Snarpur vindur í Vestmannaeyjum og á Raufarhöfn. Annars staðar lygnara. Víðast þurt veður. Loft- vægislægð fyrir austan land. Út- lit: Norðanátt, allhvöss á Suður- og Austurlandi, hæg á Norðvest- urlandi og i nótt á Vesturlandi. Þokuloft og úrkomá sums staðar á Norður- og Austur-landi, þurt á Suður- og Vestur-lahdi. Hjónaefni. * t gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jónbjörg Björnsdóttir, Njáls- götu 58 B, og Magnús Mefgnússon stúdent, Þingholtsstræti 1. Skipafréttir. Suðurlandið kom vestan af Breiðafirði i nótt. Gullfoss er vænt- anlegur liingað að vestan árdegis , á morgun. Hann fer aftur á mánu- dagskvöld til Leith og Kaúpmanna- hafnar, en Lagarfoss síðde.gis á morgun til Hull og Leiih. Hanna Granfeldt óperusöngkona lagði af stað með „Lyru'* frá Björgvin á fimtudaginn. Mun hún væntanlega láta hér til sín heyra í' næstu viku. Glímufélagið „Ármann" heldur íþróttaæfingar á íþrótta- vellinum alla mánudaga, miðviku- daga og föstudaga kl. 8 síðdegis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.