Alþýðublaðið - 24.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1926, Blaðsíða 3
24. júlí 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 vera betri aura- en sálna-hirðir. Af þessu, sem að ofan er sagt, varð ekki neitt af fundi á Grund. Ég fór því þegar aftur út á Bryggju og hélt fund þar á þeim tíma, sem til settur var. (Frh.) Úr djúpunum. Svo heitir bók eftir enska skáld- ið og jafnaðarmanninn Oscar Wilde ,— skrifqð í fangelsi. Er hún nýkomin út í vandaðri ís- lenzkri þýðingu, sem Yngvi Jó- hannesson hefir gert. Bókin er hugleiðingar skáldsins í fanga- ftiefanum. Hann hafði verið dæmdur fyrir óeðlisverk, sem honum varð á að fremja. Umskift- in voru mikil og reynslan þung. Áður var hann frægur og virtur. Nú var hann útskúfaður og smán- aður. Það myndi mörgum hafa orðið ofurefli, og fáir eru þeir, sem fangavist hefir betrandi áhrif á. Wilde var mikilmenni, sem út- skúfunin gat ekki brotið á bak áftur. Það verða lesendurnir að hafa hugfast, svo að þeir misskilji ekki aðstöðu hans algerlega. Það var þó síður en svo, að honum væri sama um framkomu fólksins við sig. Sál hans var ein- mitt viðkvæm fyrir því. Hann segir m. a. svo frá (bls. 7—8): . . Þegar tveir lögregluþjónar fóru með mig á rnilli sin úr fang- elsinu niður í dómsalinn, beið hann [sem hann kallar N.] í hin- um langa og skuggalega gangi, til þess að hann gæti tekið hátíðlega ofan hatt sinn, er ég gekk frarn hjá honum handfjötraður og nið- urlútur frammi fyrir manngrúan- um, sem hljóðnaði við þennan yndislega og einfalda yirðingar- vott. Menn hafa kornist til himna- ríkis fyrir minna en þetta. Það var í þessum anda, með sams konara kærleiksþeli, að heilagir menn krupu á kné til þess að þvo fætur fátæklinganna eða beygðu sig til þess að kyssa líkþráan rnann á vangann. Ég hefi aldrei sagt við hann eitt orð um það, sem hann gerði. Enn í dag veit ég ekki, hvort hann hefir hug- mynd um, að ég hafi einu sinni tekið eftir því. Það er ekkert þess háttar, sem unt er að gjalda fyrir venjulegar þakkir með venjuleg- um orðum. Ég geymi það í dýr- gripaskríni hjarta míns.“ . . „Þá er menn geta skilið, eigi að eins hve fagurt það var, sem hann gerði, heldur hvers vegna það var mér svo mikils virði, þá munu þeir ef til vill ráða í, hvernig og í hvaða anda þeir ættu að nálgast mig“ (bls. 9), — þ. e. eftir að hann var ekki lengur talinn virðinga- maður — í bráðina. „Hinn 13. nóvember 1895 var farið með mig frá London hing- að niður eftir. Frá klukkan tvö til hálfþrjú þann dag varð ég að standa á miðpallinum á Clapham brautamótum í sakamannabúningi og handfjötraður, til sýnis fyrir heiminum. Ég hafði veriö tekinn út úr sjúkrastofunni án nokkurs minsta fýrirvara. Af öllum sköp- uðum hlutum var ég hinn afkára- legasti. Þegar fólk sá mig, hló það. Með hverri lest, sem kom, jókst mannsöfnuðurinn. Skemtun hans var takmarkalaus. Það var að sjálfsögðu áður en menn vissu, hver ég var. Þegar þeir höfðu fengið að vita það, hlógu þeir enn meir. í hálfa klukkustund stóð ég þarna í gráleitu nóvem- berregninu, umkringdur af spott- andi skríl. . . . Jæja, nú er ég í raun og veru farinn að harma meira þetta fólk, sem hló, heklur en sjálfan mig. Vitanlega var ég ekki á fótpalli mínum, þegar það sá mig; ég var í gapastokknum. En pad er mjög ímgndunarsnaud sál, sem ad eins hirdir um menn pegctr peir eru á fótpalli símim*) Fótpallur getur verið mjög snauður að veruleika. Gapastokkur er hræðilegur veru- leiki. . . Og að skopast að sál, sem þjáist, er hræðilegt.“ (Bls. 97—99.) 1 bókinni er langur kafli um Krist. Þar segir höf. m. a. (bls. 79—81): „Aðalbarátta hans var gegn oddborgaraskapnum. Það er sú barátta, sem hvert Ijóssins barn verður að berjast. Oddborg- araskapurinn var andi aldarinn- ar og mannfélagsins, sem hann lifði í. Gyðingar Jerúsalemsborgar á dögum Krists, með þunglama- legan ómóttækiléika sinn fyrir hugsjónir, andlausan heiðarleik sinn, leiðinlegan rétttrúnað sinn, dýrkun sina á veraldlegri vel- *) Auðkent • hér. gengni, umhugsun sína alla um grófa efnishlið lífsins, og hlægi- legt álit þeirra á sjálfum sér og mikilvægi' sínu, voru nákvæmlega sams konar menn og brezkir odd- borgarar vorra daga. Kristur skopaðist að „kalkaðri gröf‘* mannvirðinganna og gerði hana að ævarandi orðtaki,. . . . Hann talaði af óblandinni og miskunn- arlausri fyrirlitningu um hina köldu mannúð, hina stærilátu op- inberu góðgerðasemi, hina leiðin- legu ytri siði," sem eru miðlungs mönnunum svo kagrir.“----- Pappír, prentun og annar frá- gangur bókarinnar er í góðu lagi. Gudm. R. Ólafsson úr Grindavík, Páfinn eða Mussolini. Fascisminn gengur járnbrydd- um skóm sigri hrósandi um alla Italíu. Sé það rétt, að grænki und- an einhvers staðar, þá er þó hitt víst, að blóð vætlar upp úr öðru hværju spori. Og alt bendir til þess, að nú sé orðið töluvert minna vert málefnið, endurreisn Italíu, heldur en maðurinn. Því hefir lengi verið haldið fram af mótstöðumönnum Mussolinis og fjölda hlutleysingja erlendra, að hann væri illa haldinn af stór- menskubrjálæði (megalomania). Til þessa bendir sú fregn', sem nú er víðvarpað í fjölda blaða hinna ofsafengnustu þjóðernis- sinna um allan heim, sem meira og minna opinberlega láta í Ijós aðdáun sína á aðferðum Mussolinis og óska föðurlandi sínu slíkrar þjóðhetju, að Mussolini þjáist af „ókennilegum sjúkdómi“, en sök- um ástar sinnar á honum og fyrir það, hve karlmannlega hann ber-" ist af, hafi ítalska þjóðin „sem einn maður komið sér sarnan um að minnast aldrei á sjúkdóm for- ingjans“, eins og nýlega stóð að lesa hér í einu Winnipegblaðinu. « j Enn skýrari vottur um sálará- stand Mussolinis, er þó ánægja hans yfir samlíkingunni við Na- poleon fyrsta, sem Fascistarnir hafa hampað svo mjög. Með vit- und hans og vilja hefir nýlega verið prentuð af honum mynd á póstspjöld, og er hann þar í- klæddur einkennisbúningi Napo- leons og greiddur hárlokkur niður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.