Alþýðublaðið - 24.07.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.07.1926, Blaðsíða 5
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ^ 5 — hér er að eins átt við umvarp- ið, en alls ekki við önnur viðskifti, sem þó geta haft mikla þýðingu —, og það annað, að því fyrr sem allur þorri manna lærir Espe- ranto, því fyrr nær það alheims- útbreiðslu þeirri, sem það hlýtur að ná fyrr eða síðar. Mótstaða gegn því eða hlutleysi er þýð- ingarlaust að því leyti, að Espe- ranto verður ekki stöðvað, en skaðlegt á hinn bóginn að því, að það tefur fyrir, svo að hið ágæta mál kemur eigi að eins miklu gagni nú á næstunni, og verða mætti. Pað er og hverjum manni sómi að leggja góðu mál- efni lið áður en sjálfshagurinn bókstaflega neyðir hann til þess Þess má að lokum geta, að ef einhvern fýsir að vita betri skil á málum þeim, er hér hefir verið drepið á, þá væri mér ánægja aö gefa írekari upplýsingar. Reykjavík, 9. marz 1926. Ól. Þ. Kristjánsson.' KJm (laggiim og veglnn. Næturlæknir er í nótt Halldör Hansen, Mið- stræti 10, sími 256, og aðra nótt Ölarur Jónsson, Vonarstræti 12, sími 959. Sunnudagslæknir er á morgun Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, sími 1185 (í stað Guðmundar Guðfinnssonar). Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykja- vikur. Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. I Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa. — 1 sjómannastofunni verður guðsþjón- usta kl. 6 e. m. Allir velkonmir. Á morgun er dánardagur Bólu-Hjálmars fyr- ir 51 ári og séra Þorkels Bjarna- stínar sagnaritara fyrir 24 árum. Veðrið. Hiti 14—8 stig. Átt víðast norðlæg eða vestlæg, hæg. Víðast þurt veð- ur. Loftvægislægð fyrir norðaust- an land. Otlit svipað. Þurt á Suður-’ og Suðaustur-landi. Dálítil úrkoma á Norður- og Vestur-landi. Álafosshlaupið verður á morgun og hefst frá Álafossi kl. 121/2. Þátttakendur verða 5, þar á meðal Magnús Guðbjörns- son, sem unnið hefir verðlaunabik- arinn tvisv'ar og eignast hann nú, ef hann vinnur. Hlaupið endar á íþróttavellinum, og er öllum heim- ; ill aðgangur þar. St. Unnur fer gönguför á morgun kl. lýs, ef veöur leyfir. Alþýðublaðið er sex síður í dag. Skipafréttir. Esja kom í gærkveldi norðan og vestan um land úr hringferð, sjálf- sagt m. a. með marga atkvæðakassa frá landskjörinu. Gullfoss kom að vestan í nótt. I gærkveldi kom timburskip til Völundar. Fisktöku- skipið „Lilly Margrethe", sem tekið hefir fisk hjá Edinborgarverzlun, er ætlað að fari héðan í kvöld. Gufu- báturinn „Gunnar“ kom hingað í nótt með bilaða vél. Hann hafði verið á leið norður til sildveiða. Þýzka skipið kemur hingað í kvöld eða fyrra málið. Þessa"dagana, 24—26. júlí, eru 96 ár síðan fulln- aðarsamtök voru gerð um að hefja júlibyltinguna frönsku. Listasýningin verður opin á morgun (sunnudag) og mánudag frá kl. 10 árd. til ki. 9 síðd., og verða þetta síðustu for- vöð að sjá þessa ágætu sýningu. inngangur kostar 1 kr., og börn fá ókeypis aðgang með fullorðnum. Miðsumar er um þessa helgi. Sólmánuður endar i dag, en Heyannamánuður byrjar á morgun að íornu íslenzku tali. Fult tungl verður kl. 4 og 13 mínútur í fyrra málið. Jón biskup Helgascn kemur nú um helgina úr vísitazíu- ferð vestan úr Dölum. . ‘á Oddur Sigurgeirsson er kominn úr hringferðinni og biður þess getið, að frá Sauðár- króki hafi hann verið samferða manni frá apótekinu, sem er kand. pram. að nafnbót. Oddur Sigurgeirsson, sími 1030, box 614. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. ið í hug, að þetta gæti upplýst neitt um málið. Óg nú kæmi þessi ameríski auli — Gunnlaugur fyrirleit Amerikumenn eins og Evrópumenn gera — og færi að gramsa í þessu og fyndi ef til vill eitthvað. Og hann réð það við sig að létta ekki meira undir með honum en þyrfti. Goodmann Johnson og sýslumaður gengu inn í húsið, og Johnson litaðist um bekki, en vegsummerki voru vitaskuld öll á bak og burt nema svartur blettur á gólfinu und- an blóðpollinum. Goodmann Johnson fór að athuga föggur þeirra majórsins. Það var satt. Þar virtist ekki vera lausn á málinu. Það voru algeng- ustu áhöld, sem hver ferðalangur varð að hafa með sér, annað ekki, nema örlítið af bréfum. Og þegar hann fór að athuga þau, var það í fullkomnu vonleysi. Og eftir þvi, sem hann leitaði betur, varð hann æ vonlausari. Það voru borgaðir klæð- skerareikningar og bréf frá ferðamannaskrif- stofum með alls konar upplýsingum til ma- jórsins og loks bréf frá þjóninum, Maxwell, þar sem hann býður majórnum þjónustu sína. Þetta bréf var ógnar-blátt áfram og með sama efni og sniði eins og þess konar bréf eru og hljóta að vera, og það var þvi nánast ósjálfrátt, að hann lagði það til hliðar upp á borðið. 1 Goodmann Johnson var að leggja þarna árar í bát og ætlaði að fara að loka aftur handtösku Maxwells, þegar hann sá blað rísa upp með einni töskuhliðinni,, og hann tók það og fór að athuga það. Það var eyðublað undir orustuskýrslur eins og tíðkaðist í brezka hernum, meðan á ó- friðnum stóð. Á því var með blýanti rituð skýrsla um litla viðureign í Dinant 7. nóv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.