Alþýðublaðið - 26.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.07.1926, Blaðsíða 1
yðublaðið Gettð út af Alpýðuflokkniim 1926. Mánudaginn 26. júlí. 171. tölublað. G. Bernard Shaw sjötugur. »Irski háðfuglinn« G. Bernard Shaw, hinn heimsfrægi rithöfundur og jafnaðarmaður, er sjötugur í dag. Hann er fæddur í Dyflinni, höfuðborg írlands, 26. júli 1856, sþrjðja og síðasta barn og einka- sonur George Carr Shaw«, er var smákaupmaður, en móðir G. B. S, hét Lucinda Elisa- G. Bernard Shaw bet Gurly, og var hún tuttugu árum yngri en maður hennar „og miklu yngri en börn hennar", seg- ir sonur hennar. Lagði hún mikía stund á sönglist og hafði ofan af fyrir sér með því til sjötugs- aldurs. Var hún mjög óháð og hleypidómalaus 'manneskja1, pg þykir syni hennar hafa svipað meir til hennar en föður síns. Um fjórtán ára aldur komst G. B, Shaw að atvinnu á viðskifta- skrifstofu. Frá þvi starfi stökk hann tjl Lundúna sex árum síðar með slík meðmæli, „að hyer, sem hefði lesið þau, myndi hafa í- myndað sévað ég væri fæddur til ' að vera gjaldkeri Englands- banka." Þegar hann var kominn til Lundúna, fór hann brátt að fást við ritstörf, og innan skamms komst hann í kynni við jafnaðar- menn, svo sem Sidney Webb, er löngu seinna varð verzlunarmála- ráðherra í jafnaðarmannastjórn- inni brezku. Henry George og Karl Marx beindú honum inn á þessa braut með ræðum sinum og ritum. Af öðrum jafnaðarmönn- um, er hann komst í kynni við og fólk hér á landi veit nokkur deili á, má nefna William Morris og Annie Besant, og gekk G. B. S. í Fabían-félagið (fræðafélag enskra jafnaðarmanna), er þau voru í, og hefir verið í því jafn- an síðan og unnið mikið fyrir það að útbreiðslu jafnaðarstefn- unnar. G. B. S. hefir ritað ókjörin öll, blaðagreinir, sögur og leikrit, en lítt er það kunnugt hér á landi. Hér hefir þó verið leikinn einn sjónleikur eftir hann, „Candida". I öllum ritum hans svellur ein- kennilega skemtileg fyndni og gamansemi, en ekki verður þó sagt, að hún sé alt af græsku- laus. Öll rit hans, að segja má, miða að því að greiða götu jafn- aðarstefnunnar, og á hann vafa- laust ekki hvað minstan þátt í því, hversu jafnaðarstefnan er nú orðin útbreidd meðal gáfumanna Englands. EHeiadi simskeyti. Khöfn, FB., 24. júlí. Stjórn Poincarés. Frá París er símað, að Poincaré hafi myndað stjórn með þátttöku gerbótamanna, miðflokkanna og hægrimanna. 1 stjórninni sitja Herriot, Painlevé, Tardieu, Bart- hoo og Louismarin. Briand er ut- anríkismálaráðherra, en Poincaré annast sjálfur fjármálaráðherra- starfið. Stjórnin hefir öflugt þing- fylgi að því, er ætla má. Einræðí sanipykt i Póllandi. Frá Varsjá er símað, að þingið hafi samþykt stjórnarfarsbreyting- ar, sem heimila víðtækar stjórnár- athafnir án íhlutunar þingsins. Stjórnin hefir því í raun og verit fengið einræðisval.d. Khöfn,,FB., 25. júlí. Útlendingaandúðin íFrakklandi. Frá París er símað, að Poincaré hafi skipað Morin lögreglustjóra að hindra óspektir þær, sem nú tíðkast svo mjög, þar sem út- lendir ferðamenn eru fyrir í Frakklandi. Aðallega hefir verið vei-zt að brezkum og amerískum ferðamönnum. Otlehdingar í Frakklandi hafa kvartað yfir árás- unum og látið í ljós megna óá- iíægju yfir framkomunni í þeirra garð. Arrierískur þingmaður hefir stungið upp á því, að Bretar og Bandaríkjamenn efni til samtaka um að firrast Frakkland sem ferðamannaland fyrir vikið, Vafa- laust dregur þetta úr ferðamanna- straumnum til Frakklands í bili, en hann er mikilvæg tekjulind fyrir ríkið og þjóðina. Kolanámadeilan enska. Frá Lundúnum er símað, aö blöðin vænti nýrra sáttatilrauna í kolamálfnu. Brezka sjómannn- sambandið hefir sagt sig úr A\- þjóðasambandl flutningsverka- manna. Innlend tfðindi. Isafirði,, FB., 24. júií. Árferði. Óslitnar rigningar hafa verið undanfarið og töður og fiskiir far- inn að skemmast. Síld;veiði er lít- ið stunduð enn, en ætlað er, að 10—15 batar muni stunda rek- netjaveiðar héðan, þegar síld þyk- ir saltandi og tið leyfir. Álittit á Strandarkirkju. Frá ónefndum kr. 1^00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.