Alþýðublaðið - 26.07.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 26.07.1926, Qupperneq 1
Gefid ót af AlÞýOuflokknnm 1926. Mánudaginn 26. júlí. 171. tölublað. G. Bernard Shaw sjötugur. »írski háðfuglinn« G. Bernard Shavv, hinn heimsfrægi rithöfundur og jafnaðarmaður, er sjötugur i dag. Hann er fæddur í Dyflinni, höfuðborg írlands, 26. júli 1856, »prlðja og síðasta barn og einka- sonur George Carr Sha\v«, er var smákaupmaður, en móðir G. B. S, hét Lucinda Elisa- G. Bernard Shaw bet Gurly, og var hún tuttugu árum yngri en rnaður hennar „og miklu yngri en börn hennar“, seg- ir sonur hennar. Lagði hún mikla stund á sönglist og hafði ofan af fyrir sér með því til sjötugs- aldurs. Var hún mjög óháð og hleypidómalaus manneskja', og þykir syni hennar hafa svipað meir til hennar en föður síns. Urn fjórtán ára aldur komst G. B, Shaw að atvinnu á viðskifta- skrifstofu. Frá þvi starfi stökk hann l.il Lundúna sex árum síðar með slík meðmæli, „að h.ver, sem hefði lesið þau, myndi hafa í- myndað sér, að ég vami fæddur til að vera gjaldkeri Englands- banka.“ Þegar hann var kominn til Lundúna, fór hann brátt að fást við ritstörf, og innan skamms komst hann í kynni viö jafnaðar- menn, svo sem Sidney Webb, er löngu seinna varð verzlunarmála- ráðherra í jafnaðarmannastjórn- inni brezku. Henry George og Karl Marx beindu honum inn á þessa braut með ræðum sínurn og ritum. Af öðrum jafnaðarmönn- um, er hann komst í kynni við og fólk hér á landi veit nokkur deili á, má nefna William Morris og Annie Besant, og gekk G. B. S. í Fabían-félagið (fræðafélag enskra jafnaðarmanna), er þau voru í, og hefir verið i því jafn- an síðan og unnið mikið fyrir það að útbreiðslu jafnaðarstefn- unnar. G. B. S. hefir ritað ókjörin öll, blaðagreinir, sögur og leikrit, en iítt er það kunnugt hér á landi. Hér hefir þó verið leikinn einn sjónleikur eftir hann, „Candida". I öllurn ritum hans svellur ein- kennilega skemtileg fyndni og gamansemi, en ekki verður þó sagt, að hún sé alt af græsku- laus. Öll rit hans, að segja má, miða að því að greiða götu jafn- aðarstefnunnar, og á hann vafa- laust ekki hvað minstan þátt í því, hversu jafnaðarstefnan er nú orðin útbreidd meðal gáfumanna Englands, Erlemd sfimskeyti* Khöfn, FB., 24. júlí. Stjórn Poincarés. Frá París er símað, að Poincaré hafi myndað stjórn með þátttöku gerbótamanna, miðfjokkanna og hægrimanna. I stjórninni sitja Herriot, Painlevé, Tardieu, Bart- hou og Louismarin. Briand er ut- anríkismálaráðherra, en Poincaré annast sjálfur fjármálaráðhérra- starfið. Stjórnin hefir öflugt þing- fylgi að því, er ætla má. Einræði sampykt í Póllandi. Frá Varsjá er símað, að þingið hafi samþykt stjórnarfarsbreyting- ar, sem heimila víðtækar stjórnar- athafnir án íhlutunar þingsins. Stjórnin hefir því í raun og verú fengið einræðisv'afd. Khöfn, ,FB., 25. júlí. Útiendingaandúðin í Frakkland i. Frá París er sirnað, að Poincaré hafi skipað Morin lögreglustjóra að hindra óspektir þær, sem nú tíðkast svo mjög, þar sem út- lendir ferðamenn eru fyrir í Frakklandi. Aðallega hefir verið veizt að brezkum og amerískum ferðamönnum. Útlendingar í Frakklandi hafa kvariað yfir árás- unum og látið í ljós megna óá- nægju yfir framkomunni í þeirra garð. Ameriskur þingmaður hefir stungið upp á því, að Bretar og Bandaríkjamenn efni til samtaka urn að firrast Frakkiand sem ferðamannaland fyrir vikið. Vafa- laust dregur þetta úr ferðamanna- straumnum til Frakklands í biii, en hann er mikilvæg tekjuiind fyrir ríkið og þjóðina. Kolanámadeilan enska. Frá Lundúnum er símað, ao blöðin vænti nýrra sáttatilrauna í kolamálinu. Brezka sjómannn- sambandið hefir sagt sig úr A'- þjóðasambandi flutningsverlia- rnanna. Innlend tíðlndi. Isafirði,. FB., 24. júlí. Árferði. Óslitnar rigningar hafa verið undanfarið og töður og fiskur fár- inn að skemmast. Sildyeiði er iít- ið stunduð enn, en ætlað er, að 10—15 bátar nruni stunda rek- netjaveiðar héðán, þegar síld þyk- ir saltandi og tíð leyfir. Áliöit á Strandarkirkju. Frá ónefndum kr. 1,00.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.