Alþýðublaðið - 27.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af Alpýðuflokkauxii 1926. Júlíbyltingin í Frakkiandi 1830. Lúðvík XVIII. Frakkakonungur stilti fremur í hóf, meðan hann lifði. En þegar KarJ X. tók við völdum, varð annað uppi á baugi. Ýmsar lagasetningar, — sem þröngvuðu kosti þeirra, er sízt skyldi, — ollu því, að hugir manna hnigu frá konungi og stjórn hans. Karl ætlaði í byrjun að þóknast bæði öreigum og auðvaldssinnum, en fullnægði hvorugum. Hann brá fæti fyrir Martiguac, en skipaði Polignac ráðgjafa eftir sínum eigin geðþótta. Hann var fursti. Kom nú hreyfing á and- stöðuílokkana. Karl reyndi að sameina þá, en það tókst ekki. Þegar hér er kornið sögu, ritar áhugasamur maður þannig í mál- gagn frjálslyndra manna: „Er slitin sú hlekkjafesti trausts og ástar, sem tengt hefir saman konung og þjóð? — Hata kirkj- unnar menn mannréttindi líkt og áður gerðu þeir? —- Hatar hirðin frelsi eins og fyrr? — Hvað á að gera? Á að taka til vopna? Byssu- stingirnir hafa vit í oddi og þekkja lögin! — Hamingjulausi konungur! Auðnulitla Frakkland!" Múgurinn ól lýðveldishugsjónir í brjósti sér. Verkalýðurinn tók á ný fjörkippi. Lafayette var hyltur, þegar hon- um skaut upp. Konungur hafði ifteð sér ' 181 atkvæði, en móti honum voru 221 þingatkvæði. Kvaðst konungur hafa skyldur við drottin, — en viðurkendi, að þjóðin væri sér mótsnúin. Misti þá konungur 53 atkvæði og hafði nú gegn sér 274 þing- atkvæði. — Hinn 24. júlí 1830 áréttaði kon- ungur, að lögin heimiluðu ríkis- stjórninni útgáfu blaða og bóka, Þriðjudaginn 27. júlí. að hlynna að stóreignamönnum og að leysa upp þing. — En í framkvæmdinni var kon- ungi veitt lausn og heimilaður flótti! — Konungsmenn réðu ráö.um sín- um 26. júlí. Frelsisþrá gagntók hugi náms- manna og verkalýðs. Múgurinn bjó sig undir atlögu. Hann hófst handa 27. júlí fyrir 96 árum. Óð hann fram í tryllingi og grýtti herinn, en hann svaraði með byssukúlum. Næstu daga hamað- ist lýðurinn kringum ráðhúsið, Louvre- og Tuilleri-hallirnar. Mest kvað að verkamönnum og stú- dentum. Herinn gat ekki við neitt ráðið. Victor Hugo ávarpaði lýðinn þannig: „Þér voruð flokkabrot í gær, en í dag eruð þér þjóð!" Lýðurinn naut ekki í bráð á- vaxta þessarar byltingar. Lúðvík Filuppus lét kjósa sig konung Frakklendinga. Árið 1848 varð hann að leggja niðuL völd. Flýði hann þá til Eng- lands. Hugsjóname.un lýstu lýðnum, rithöfundar skráðu bækur, og framkvæmdamenn lögðu hönd á plóginn. Einvaldskonungum var loks steypt af stóli. Amicus. Baráttuaðferð auðvalds- blaða. Laugardaginn 17. júlí birti „Dai- iy Express“, eitt af auðvaldsblöð- unum ensku, viðtal við A. .1. Cook, ritara námuinan nafólagsins, og hafði eftir honum, að „vér mynd- um alveg reiðubúnir að ræða kauplækkun“ eftir að vinna væri upp tekin upp ú gömlu skilmál- ana. A. J. Cook lýsti þá yfir því, að hann hefði aldrei talað við „Dai- ly Express“ og neitaði alveg, að 172. tölublað. i » Þriðjudaginn 3. ágúst- mánaðar næst komandi kl. 10 f. h. kemur lands- kjörstjórnin saman í lestrarsal Alpingis til að opna atkvæðakassa og telja saman atkvæði. Reykjavik, 26. júlí 1926. Landskjörstjórnin. Samkvæint síðustu jarðfræðisrann- söknum hjá borgarstjóra og á lands- bókasafni erum vér Oddur Sigurgeirs- son frá Seljalandi i dag 47 ára 280 daga gamall. Fæddur í lausaleik mislingaárið fyrir frcstaveturinn mikla. Skirður með skirnarvottum, staðfest af Hannes Þorsteinssyni skjalaverði, það, sem þar stæði, væri eftir honum. Hið eina, sem hann liefði nokkru sinni sagt um þetta mál, 1 væri það, að þegar tillögurnar um endurbætur á rekstri námarina væru komnar í framkvæmd, þá væri kaupleekkun með öllu ónauð- synleg, og hann bætti við: „Ég endurtek áminning nrina til námumanna og verkafólks yfir- leitt að lesa sitt eigið blað og láta ekki auðvaidsblöðin afvega- leiða sig.“ Sement tU sölu. Nic. Bjamason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.