Alþýðublaðið - 27.07.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 27.07.1926, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ [alþýðublaðið [ 3 kemur út á hverjum virkum degi. \ ) Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við í j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► ! til kl. 7 síðd. | j Skrifstofa á sama stað opin kl. ► j Qt/2 —10 '/2 árd. og kl. 8—9 síðd. | ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► ! (skrifstofan). ► J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ) ! mánuöi. Auglýsingaverð kr. 0,15 ! J hver mm. eindálka. [ 3 Prentsmiðja: AlÞýðuprentsmiðjan í J (í sama lnisi, sömu símar). t 1___________•_______________ Ferð um Snæfellsnes og Vesturland eftir Björn Bl. Jónsson, V. Fundarboð það, er hr. Jón Lár- usson í Gröf hafði tekið að sér að Jáa ganga sín megin fjarðarins, fór rétta boðleið með sjáanlega góðum árangri, því aðsókn að fundinum var svo góð, að húsrúm þrauf, og er ég Jóni þakklátur fyrir orðheldni sina. Að fundin- um loknum fékk ég útsölumann fyrir Aljjýðublaðiö, Berg Þor- steinsson á Bjargi, og þá þegar þó nokkra kaupendur. Töldu fundarmenn mikla nauðsyn á því, að komið vreri upp verklýðsfé- lagsskap þar á Bryggju. Mánudaginn 7. júni stóð til að mótorbátur færi frá Bryggju inn til Stykkishólms og hafði ég beiðst jress að fá far með honum þangað, og var það auðsótt. En þegar til kom, varö að fresta för bá:sins til næstr dags sökum ein- hverrar smávægilegrar vélarbilun- ar, og þótti mér það ekki lakara, því meö því gafst mér færi á að tala við einstaka menn á þeim bæjum, er liggja á ýmsa vegu frá Bryggju-þorpinu. Daginn eftir var lagt á stað inn til Stykkishólms með mb. „Sæ- ljóni“, og átti sá bátur að vera póstbátur frá Flatey til ýmsra staða á Barðaströnd og byrja ferðir sínar 15. júní. Stærö báts- ins er 6 smálestir „brúttó", og heíir hann fjögurra hesta vél. Um þennan bát má segja, að hann sé alls ekki heppilegur til þéirra flutninga, er hann er ætlaður tfl. Há'.on alþingismaður Kristófers- son í Haga útvegaði bát þennan til póstferðanna á Breiðafirði. Kl. 10 á þriðjudagsmorgni kom- um við til Stykkishólms og höfð- um þá verið í fjórar stundir á leiðinni í hvítalogni og glaðasól- skini. í Stykkishólmi tók á móti mér Guðmundur Jónsson frá Narfeyri og útvegaði hann þá þegar hús til fundarhalds þá um kvöldið og sá um uppfestingu auglýsingar um fundinn. Fundur- inn byrjaði kl. 83/t um kvöldið. Flestir, ef ekki allir, kaupmenn í „Hólminum" og áhangendur þeirra voru á fundinum. Af hálfu íhaldsins tók til máls séra Sigurð- ur Lárusson og lagðist mjög á móti verklýðshreyfingunni. Þá tók til máls Guðmundur Jónsson frá Narfeyri og hrakti svo ræðu prestsins, að þar „stóð ekki steinn yfir steini“. Þá tók fundarboðandi aftur til máls og taldi það ekki sæmandi prestinum, sem væri er- indreki guðs hér á jörðunni, að kenna verkalýðnum það, að hann eigi að vera í öllu undirgefinn þeim, sem vinnuna kaupi, á þeim grundvelli, að þeir hljóti að vita bezt, hvernig gangi með rekstur- inn, og þeir taki á sig töpin, svo sem komið hafði fram í ræðu hans. Hitt stæði honum miklu nær sem presti að hvetja verkamenn og verkakonur til þess að styrkja félagsskap sinn sem bezt gegn auðvaldinu, til þess að þeir og þeirra fjölskyldur stæðu betur áð vígi í lífsbaráttunni. Þegar um töp á útgerðinni væri að ræða, þá kæmu þau vanalega niður á þeim, sem féð hefðu lánað, og það væri oftast bankarnir. En bankarnir veltu aftur tapinu af sér yfir á al- j)jóð með því að lækka innláns- vexti, en hækka útlánsvextina. En það væri ekki svo að skilja, að ekki væri til fólk, sem tapaði við rekstur sjávarútvegarins, og það svo miklu, að það yrði aldrei met- ið til peninga. Það fólk, sem fyrir tapinu yrði, væru konan og börn- in, sem bíða heima eftir komu eig- inmannsins og föðurins, en fá þá sorglegu fregn, að hinar tryllings- legu öldur Ægis hafi kipt þeim í sinn faðm. Launin, sem eftirlif- endur hins látna fá fyrir strit í þarfir atvinnurekendanna, eru vanalegast þau, að börnin eru dregin burt frá mæðrunum og þeim komið fyrir hingað og þang- að eftir því, sem bezt gengur I og minst þarf með þeim að borga. Ég átti tal við formann verka- lýðsfélagsins i Stykkishólmi, Odd Valentínusson, og sngði hann mér, aö eins og stæði væri deyfð yfir verklýðsfélaginu, en með haust- inu mundi færast líf og fjör í félagið; menn væru nú að fá betri skilning á verklýðshreyfingunni yfirleitt, og jrað mundi ekki líða á löngu, þar til félagið sæi sínum hag bezt borgið með því að vera í Alþýðusambandinu. Daginn eftir, sem var miðviku- dagur, 9. júní, fór ég með Guð- mundi frá Narfeyri, á hans ágæta mótorbáti, til Haga á Barðaströnd. Á leiðinni höfðurn við tvo við- komustaði. Hinn fyrri var Flatey, en sá síðari Hergilsey. Þar tók- um við Snæbjörn Kristjánsson, og var hann leiðsögumaður til Haga- bótar. Þar fór ég í land með báti, sem viö höfðum tekið í tog initt á milli Hergilseyjar og lands. ■ Ég gekk svo sem leið lá heirn að Haga. Hákon bóndi og alþing- ismaður var ekki h:ima, svo aö ég gerði þá boð fyrir konu hans, Björgu Einarsdóttur. Það er kona fríð sýnurn, stór og þrekin.‘Hún bauð mér þegar til stofu og bað mig bíða, þar til maður sinn kæmi heim, sem hlyti að verða mjög bráðlega. Svo stæði á, að það væri verið að srnala fénu til rún- ingar, og nú þegar hlyti að fara að sjást til rekstursins. Það varð lika að sönnu, því að þegar ég hafði lokið við rað drekka kaffið og borða hinar ágætlega vel til- búnu, heimabökuðu kökur, ]:á var komið með f^ð heim undir rétt- ina. Ég skundaði svo til réttar- innar og heilsaði þar Hákoni á- sarnt því fólki, sem þar var fyrir, og bar svo upp við hann erindi <nitt með góðum árangri, gisti hjá honum um nóttina, og þáði hann ekkert endurgjald, og lagði ég svo á stað næsta morgun á- sarnt fylgdarmanni til Patreks- fjarðar. Á peirri leið bar ekki neitt til tíðinda annað en það, að fylgdarmaður minn, sem var drengur, er fermdur hafði verið í vor, segir einu sinni, þegar viö vorum að tala saman: „Fólkið sagði i gærkveldi, að þú værir versti bolsivíkinn í Reykjavík." „Varstu þá ekki hræddur að fara einn með mér?“ spurði ég. „Nei. Það sagði lika, að ef þetta væri sá versti, þá væru þeir ekki eins

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.