Alþýðublaðið - 27.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.07.1926, Blaðsíða 3
 ægilegir og af væri látið.“ — Petta litla atvik hlýtur að gefa okkur jafnaðarmönnum bendingu um það, hversu nauðsynlegt það er fyrir okkur að dreifa út blöð- um okkar upp til sveitanna á- samt bæklingum, sem hafa inni að halda fræðslu um jafnaðarstefn- una eins og hún er. (Frh.) Erlend símskeyti. Auðvaldsblaða-fréttlr. Khöfn, FB., 26. júlí. Frá Moskva er símað: Hægfara meiri hluti sameignarmannaflokks- ins víkur Sinovjev frá stjórnmála- skrifstofunni, en' Lasjsvitsj hefir veriö hótað útilokun, nema hann hætti andvígri starfsemi(?). Frá Lundúnum er símað, að foiingjar verkalýðsíélaganna séu í vandræðum, þar eð margir námumenn séu farnir að vinna án þess að skeyta boðum þeirra. Cook, skrifari námumanna, telur sig fúsan til þess að semja um ný launakjör. KJm daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ölafur Qunnarss., Lauga- vegi 16, sími 272. Skipafréttir. „Qullfoss fór í gærkveldi. „Lyra" kom frá útlöndum í morgun kl. 9. „Botnía" fer i kvöld vestur og norð-. ur um land til Akureyrar. — Það hefir verið látið vitnast, að von sé á sementsskipi í dag. Mun ekki van- þörf á, að svo reynist. Til síldveiða er togarinn „Kári" farinn vestur nýlega. 0 Ferðamannaskipin. Þýzka skipið „Stuttgart" fór héð- an eftir miðnættið í nótt, og rétt í því kom annað ferðamannaskip, í- talskt, „Neptunia". Mættust þau hér úti fyrir, nálægt Engey. „Neptunia" er 4400 smálestir réttendis, en um 8500 allsendis. Með heivii eru um um 200 farþegar. Af þeim fóru um 20 til Þingvalla í dag, en uin 170 ýrnist til Hafnarfjarðar eða inn að laugum. Meðal farþeganna er Tos- canini, frægasti hljómleikastjórnandi heimsins. Skipið fer nftur héðan í kvöld. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ 3 Baruj arn fæst enn og hefir undan farlð fengist hjá okkur. Jónas Guðmundsson, ritstjóri „Jafnaðarmannsins" og kennari á Norðfirði, fer í kvöld héðan norður með „Botníu". Heilsufarsfréttir. (Eítir símtali við landlækniim í morgun.) Heilsufar er yfirieiti gott um land alt, eins og vant er að vera um þetta leyti árs. Taksóltin er í rénun hér. Einn taksóttarsjúkling hefir orðið vitanlegt um á tsafirði nýlega og tvo eða þrjá á Akureyri, en ekki lítur út fyrir, að taksóttin ætli að n.i úthreiðslu á Vestur- eða Norður-landi. Jarðarför Bjarna Jónssonar frá Vogi fer fram á morgun. Bárujárnið. Rétt er það, að ekla hefir verið á bárujárni, þótt ekki hafi það ver- ið ófáanlegt með öllu. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,11 100 kr. norskar .... — 100,18 Dollar..................— 4.56V2 100 Irankar franskir. . . — 12,02 100 gyllini hollenzk . . — 183,52 100 gullmörk þýzk... — 108,52 Sementsleysið. Ekki var það alveg hárnákvæmt til orða tekið í gær, að Reykjavík væri alveg sementslaus, því að se- rnent fæst hjá Nic. Bjarnason, svo sem nuglýst er hér í blaðinu i dag, en í aðalatriðum voru ummælin rétt, þvi að Nic. Bjarnason er ekki se- mentskaupmaður, þótt svona heppi- iega viidi til nú. — Þess er beðið gelið af hálfu Hallgríms Benedikts- sonar & Co., að sementið frá ísa- firði liafi ekki verið selt dýrara en venjulegu 'verði, þótt um getinn kostnaður hafi hlaðist á það, enn fremur, að þeir hafi getað gert ölluin úrlausn, sem ekki hafi getað beðið, og að sementsvandræði þeirra hafi stafað af því, að skip, sem sam- lð hafi verið um að kæmi með se- ment til þeirra fyrir nokkru, hafi ekki staðið við samninginn og keni um kolaleysi sakir kolaverkbanns- ins, sem enska kolanámuauðvaldið heldur enn uppi til stórtjóns fyrir margar þjóðir. Ali; staðfestir þetta frásögn blaðsins um sementsleysið. Veðrið. Hiti 10—14 stig. Átt suðiæg og austlæg, viðast hæg. Allmikið regn sums staðar á Suöur- og Vestur- landi. Loftvægislægð fyrir vestan land. Útlit: Suðaustanátt og i nótt sums staðar austanátþ Allhvast á Suð- ur- og Vestur- landi. Úrkoma viða, mest sunnari lands og vestan. Landskjörið. 14200 til 14500 atkvæði er búist við að alls hafi verið greidd viö landskjörið 1. júlí. Talning atkvæða á að fara fram 3. ágúst, svo sem landskjörstjórn auglýsir hér í blað- inu. Úr djúpunum (de profundis), hin heimsfræga bók eftir Oskar Wilde, í íslenzkri þýðingu eftir Yngva Jóhannesson, fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins. Bók þessi er ein hin merkilegasta meðal heimsbókmentanna. Hana þurfa því allir bókavinir að kaujia. Bókin kostar 4 krónur. t*að kannast við lyktina. „Mgb!.“ skjallar „Vísi“ í dag og kallar hann „alt of gott blað“ tii að birla hnútur tii sín. Það þékkir sínar samlokur, og ekki þarf það að óttást, að „Vísir” verði óþægur burgeisunum. Hann hefir ekki verið það hingað til. Óhætt um það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.