Alþýðublaðið - 28.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ilþýðuslaðið I kemur út á hverjum virkum degi. í Afgreiðsla í Alfiýðuhúsimi við i Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; til ki. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9V3—10i/a árd. og kl. 8-9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; mánuði. Auglýsingaverö kr. 0,15 I hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sönru símar). Ferð um Snæfellsnes og Vesturland eftir Björn Bl. Jónsson. VI. Við komum á Patreksfjörð um kvöldið, og par fékk ég mér gist- ingu á gistihúsinu og var feginn að kornast til hvíldar eftir að hafa riðið svo langa leið á veg- leysum. Á Patreksfirði er ekkert verklýðsfélag, eins og sjá má af pví ástandi, sem þar er í kaup- greiðslum og hér segir á eftir. Á Patreksfirði eru aðailega tveir kaupmenn, sem atvinnukaupendur mega kallast. Það eru peir Pétur Á. Ólafsson á Geirseyri og Ólafur Jóhannesson á Vatneyri. Báðir þessir menn hafa nokkur seglskip með mótorvélum í, sem þeir gera út á handfærafiskveiðar. Kjör fiskimannanna á þessum skipum eru hálfdrætti; 20 kr. greiða þeir í salt og verkun á hverju skip- pundi, sem þeir draga, og þess u!an helming af þeirri beitu, sem þeir nota, og helming af þeim ís, sem notaður er til frystingar og viðhalds þeirri beitusíld, sem höfð er í skipi. Enn fremur hefir Ólafur Jóhannesson einn togara, „Leikni" aö nafni. Á honum voru alt .aö helmingi sunnlenzkra manna. Kaup karlmanna þeirra, er í landi vinna, er 99 aurar um klukku- stund, en kvenfólks 60 aurar. Eft- srvinna þekkist þar ekki að launuö sé með hærri kaupgreiðslu en dag- kaupið er. Báðir þessu vinnukaup- endur eru fylgjandi „hinni frjálsu samkeppni“, sem þeir og stétt- arbræður þeirra, kaupmennirnir, eru alt af að guma af. Hvernig varð nú þessum mönnum við, þeg- ar þessi svo.kallaða frjálsa sam- keppni hélt innreið sína í kaup- túnið, sem þeir eru í? Voru þeir henni fylgjandi? Gerðu þeir þá ait, sem þeir gátu og unt var að gera, til þess að hún þróaðist þar og dafnaði? Nei. Þaö gerðu þeir ekki, heldur þvert á móti. Á Patreksfirði eru kaupmenn, áem ekki eru vinnukaupendur, en hafa sett sig þar niður til þess fyrst og fremst að skapa sjálfum sér atvinnu af þeirri vérzlún, sem þeir reka þar, og í öðru lagi til þess að létta undir dýrtíðarbyrði íbúa kaupstaðarins með því að selja þeim ódýrari vörur. Þetta kont við kaun stærri kaupmann- anna, þannig, að með lækkuðu vöruverði og minkandi verzJun var minkaður sá gróði, sem þeir höfðu hugsað sér að hafa af verzl- unum sínum. Nú var samkeppnis- hugsjónum þeirra á glæ kastað, og nú voru góð ráð dýr. Sam- keppnispostularnir sinn á hvorri eyri, sem stundum hafa verið sundurþykkir, vor.u nú sameinaðir og hafa svarað þessari samkeppni á þann veg, að kaupgreiðsla til verkafólksins fer ekki fram, eins og landslög mæla fyrir um, — í peningum, nema þá að sára litlu leyti. Svarið er vanalega þetta, þegar um peninga er beðið: „Við höfum þá ekki til, en vörur getið , þið fengið eða þá millumskrift, ef sú vara er ekki til hjá mér, sent þér ætluðuð að fá.“ Þessi svör eru vitanlega ekki höfð við aðra en þá, sem eiga inni fyrir því, sem þeir eru að biðja um. Af þvi, sem nú hefir verið sagt, má sjá, að ekki skirrast þeir við að brjóta landslög, þegar um eiginhagsmuni er að ræða, og þá um leið er drepið það, sem þessir menn frjálsrar samkeppni hrópa hæst um í öllum kosni.ngum, — frjálsa samkeppnin. Það vita þó allir, að peningagreiðsla á vinnulaunum er lögboðin, og að það er ofbeldis- verk, sem vinnukaupendur fremja við verkalýðinn, þegar þeir neita honum um peninga fyrir vinnu sína. Stórhópur manna stundar sjálf- stæða atvinnu á Patreksfirði þann- ig, að þeir róa á opnum bátum af ýmsri gerð, sumir á færeyskum, aðrir á norskum o. s. frv. Allir þessir bátar eru með þriggja eða fjöguira hesta rafmagnskveikjuvél- um, og þykir Patreksfiröingum munur á æfi sinni nú og áður var, þegar þeir urðu að sækja þessa sömu leið á árum. Sunnudaginn 13. júlí hélt ég fund í barnaskólahúsinu á Pat- reksfirði. Fundurinn var vel sótt- ur, og tóku fundarmenn mjög undir það, að nauðsynlegt væri, að stofnað yrði verklýðsfélag þar á staðnum; ástandið, sem þar ríkti, væri óþolandi lengur fyrir verkafólkið, og það myndi ekki lagast öðru vísi en með öflugum verkalýðsfélagsskap. Það talaðist þar svo til, að undirbúningur und- ir félagsmyndun skyldi fara fram á áliðnu suinri, en félagsstofnunin í haust. Otsölumaður Alþýðublaðsins á Patreksfirði er Ólafur Þórarins- son pöntunarfélagsstjóri. (Frh.) „Vítaverð framkoma“. Alþbl. flytur 5. júlí síðast liðinn grein með þessari fyrirsögn, og er henni að miklu leyti beint til mín. Mér þykir við eiga að svara þessari grein með nokkrunt orð- um, mest fyrir þá sök, að svo lítur út eftir undirskriftinni, að nokkrir hásetar mínir séu í vit- orði um ósómann. Ég á bágt með að trúa, að þeir séu „nokkrir", miklu líklegra, að þar sé að eins einn maður að verki, sem ekki hefir hug til að láta nafns síns getið. Honurn hefir þótt áhættu- minna að láta sem nokkrir hásetar mínir bregði mér um lubbalega framkomu, kalli mig „refjahund“, að ég misbeiti réttindum mínum til þess að hefna mín á þeim há- setum mínum, sem ekki taki fús- lega á móti svikum og prettum o. s. frv. Þessu hefi ég ekki átt að venjast hjá hásetum mínum, og hafa þeir þó verið margir, setn með mér hafa róið um dagana. Að eins einn af öllum hópnum get ég hugsað mér ekki óvísan til að koma svona frarn. Atvik sögunnar eru þessi: Síðast liðna vertíð tók ég mann einn að norðan, Lárus Elíasson, er þóttist vera þaulvanur sjómað- ur, hafa siglt til Spánar og stund- að fiskveiðar hér við land víst ein tvö ár. Það varð að samkomu- lagi, að hann fengi 1000 — eitt þúsund — krónur í kaup yfir ver-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.