Alþýðublaðið - 28.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.07.1926, Blaðsíða 3
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 tíðina auk venjulegra hlunninda. Það er miklu hærra en taxti i'd- gerðarmanna var þá. Mér þótti strax grunsamlegt, að svona sigld- ur maður skyldi ekki geta sýnt sjóferðabók, hver sem ástæðan er. Ekki var iangt liðið á línuvertíð- ina, er ég sá, að mér dugði ekki að flytja þennan mann sem há- seta, og lét hann því vera í landi við beitningu það, sem eftir var af línuvertíðinni. Ég er talinn sækja sjó ekki síður en aðrir og tel mér ekki hent að hafa ónýta sjómenn. Um vertíðarlokin fór ég fram á, að þessi háseti léti sér nægja sama kaup og almennast var gold- ið, en hann var ekki á því, og fékk hann svo sínar 1000 krónur. Ann- an mann hafði ég rúma þrjá rnán- uði; þar af var hann veikur einn nránuð; samt fékk hann venjuiegt hásetakaup. Fleiri vissi ég ekki um að færu óánægðir af mínum báti. Hjá þeim fyrr nefnda skrifaði ég um getinn vitnisburð og tei hann íullsæmdan af honum, — má skilja hann eins og honum þykir liggja beinast við. Bendingin til sjómanna, sem Jeita sér atvinnu hér, getur verið góð. Hún væri ekki síður hentug fyrir okkur, sem gerurn út bátana. Það hefir löngunr verið siður hér og talinn fallegur siður að bæta mönnum upp kaupið, þegar bæri- lega gengur. I^að er ekki víst, aö þær uppbætur vaxi, ef farið veröur að skrúfa alt fast með skriflegum samningum með hót- un um lög og rétt. Þessi bending i greininni gefur mér tilefni til að ‘minna formenn hér á að fara gæti- lega í það að bjóða al-óþektum mönnurn geipihátt kaup. Það get- ur farið fyrir fleirum eins og mér í þetta skifti að gjalda liðléttingi of hátt kaup og fá óþökk fyrir. Hittvona ég að sjaldan komi fyrir, að hingað slæðist slíkar mann- bleyður, að skrifi nafnlausan níð- róg í blöðin og reyni síðan að koma skömminni á saklausa fé- laga sína. Að lokum skora ég á greinar- höfund að segja til nafns sins, ef hann hefir hug til, en ella á Al- þýðublaðið að birta nafn hans. Vestmannaeyjum, 26. júií. Sigurdur Ingimundsson, Skjaldbreið. (Jm daginn og veginn. Nœturlœknir er í nótt Magnús Pótursson, Grundarstíg 10, sími 1185. í dag eru 264 ár siðan haldinn var hinn alræmdi Kópavogsfundur, þegar ís- lendingar voru neyddir til að undir- skrifa {samþyktarskjal um einveldi Danakonunga á Íslandi, og vopnaðir hermenn stóðu yfir fundarmönnum á meðan. Slagviðri, svo að ekki var stætt úti við verk, var í gær fram að nóni austur í Ölfusi, sagði maður, er þaðan kom í gærkveldí. „Margur heldur mann af sér“. „Mgbl“. hyggur, að það geti kent öðrum blöðum að ljúga til að svíkja út fé, svo sem það er vant að gera með tilbúniun fréttum. Alþbl. kærir sig ekki um slíka kenslu, enda hafa fréttir þess oftast reynst réttar, og þar á meðal þær, sem „Mgbl“. nú reynir að ósanna, en getur ekbi, frekar en vant er. Lúðrasveitin leikur úti á Austurvelli i kvöld kl. 81/,, ef veðnr leyfh. Skipafréttir. ítalska skipið, „Neptunia", fór héðan kl. 6'/2 í gærkveldi. Rétt áður íór Botnína. Veðrið. Hiti 10—15 stig. Átt suðlæg. Snarp- ur vindur á Raufarhöfn. Annarstaðar lygnara. Úrkoma hér i grendinni og á ísafirði. Loftvægislægð fyrir vestan land. Útlit: Sunnanátt, allhvöss á Vesturlandi, og í dag á Norðuriandi, en á Suðvesturlandi í nótt. Skúrir í dag og framhaldandi úrkoina á Suður- og Vestur-landi. Þurt á Norðaustur- landi. Byggingarhneykslið. Engar opinberar upplýsingar eru enn fram komnar um ástæður þess. Varla er að henda reiður á því, sem sagt er manna á milli, þótt kunn- áttumenn séu bornir fyrir, að steyp- an hafi verið óvandlega blönduð, þótt hins vegar jafnan sé hætta á Ovandvirkni með útboðsfyrirkomu- laginu, nema þvi meiri harðneskju sé beitt í eftirliti. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. þau aftur, ef þér skylduð sjá þau á ný? Eg ætla nefnilega að stinga þeim á mig.“ Sýslumaður leit upp með valdsmannssvip og ætlaði að fara að ntalda í móinn, en Johnson hélt áfram: „Ég skal segja yður, að þessum skjölum er svo varið, þó að þau ef til vill geti ekki upplýst neitt um það, hver majórinn hafi myrt, að það er ábyrgðarhluti fyrir yður að hafa ekki tekið eftir þeim og að hafa dæmt Þorstein að þeim órannsökuðum. Og skoðið þér þau nú möglunarlaust." Sýslumaður hlýddi og fékk þau síðan Goodmann Johnson, sem stakk þeim á sig. „Var engin ljósmynd tekin af líkunum?" „Jú; ég hefi hana á skrjfstofunni!" „Hver hefir eftirlit með húsinu hér fyrir yðar hönd, sýslumaður?" spurði Johnson. „Það hefir Jón í Halastaðakoti, faðir yð- ar,“ var svarið. „Það er ágætt. Ég ætlaði einmitt að fara þangað til að heilsa upp á móður mína, og get ég spurt hann um Jeið, hvort hann hafi tekiö eftir nokkru. Svo getið þér farið ofan í Borgarnes, sýslumaður! Ég þarf ekki frekar á yður að halda.“ Það rumdi í Gunnlaugi. Það hafði aldrei fyrr verið talað til hans, eins og þessi vest- maður gerði, og hann blóðiangaði að sýna honum í tvo heiihana. En hann bar það ekki við; hann þorði það blátt áfram ekki; hann vissi, að hann myndi fara halloka. Svo lak yfirvaldið upp í bifreiðina, en Goodmann Johnson lagði gangandi af stað upp í Halastaðakot. — Goodmann Johnson gekk eftir móunum í hægðum sínum, en hugur hans ekki reikaði — heldur æddi víða. Hann var að hugsa um móður sína og föður, um æskuendurminn- ingarnar, jægar hann var að srnala hér, um systur sína og mann hennar, og svo hugsaði hann um bréfin tvö, sem fundist höfðu, og um Qwen höfuðsmann og Maxwell þjón.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.