Alþýðublaðið - 29.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝ0UBLAÐIÐ f&LÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á hverjum virktim degi. ! < Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ! j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ■ J til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. I9Va—10Va árd. ogkl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ■ (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ! Ihver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ! (í sama húsi, sömu símar). 4............................ > Örþrifaráð Kristjáns Albertssonar. Enn á ný hefir Kr. A. í blaði sínu „Verði“ frá 24. f>. m. gert misheppnaða tilraun til jress að losa sig úr öngpveiti pví, sem honum var sigað út í í kvik- myndamálinu. Eins og við var að búast, ætiar hann að skilja svo við {Detta mál að minnast ekki á kjarna málsins né taka afstöðu um þær aðalstefnur, er komið hafa fram í máli þessu. í stað þess hafa allar hinar gleiðgosa- legu og illyrtu greinar Kr. A. miðað aö því einu að reyna að ófrægja og rægja okkur og flokksmenn okkar í bæjarstjórn- inni og sporna við því, að kvik- myndir yrðu sýndar í væntan- legu Alþýöuhúsi. Annað og meira virðist ekki hafa vakað fyrir jressum brautryðjanda „salernis- stílsins“ í íslenzkri blaðamensku Pað sirur illa á Kr. A. að tala um, að aðrir eigi að skammast sín til æfiloka, á meðan Kr. A. sjálfur sýnir engan vott þess, að hann skammist sín fyrir að end- urtaka blað eftir blað staðlause rógmælgi sína og brigzlyrði í okkar garð, eftir að við höfum rekið jrau svo eftirminnilega of- an í hann. Okkur er það óblandið gleði- efni, að við höfum nú loks knúid Kr. A. til þeirra örþrifaráða að stefna okkur út af ummælum okkar um hann, eftir að hann hafði látið svo, sem hann myndi ekki stefna, heldur sætta sig við dóm ahnennings. Sá dómur er jiegar á hann fallinn. Verður það nú einnig dómstólanna að kveða á um það, hvort við höfum ekki haft réttmæta ástæðu tii þess að bera af okkur brigzlyrði hans og ærumeiðandi aðdróttanir. Um leið munum við gefa Kr. A. tækifæri til þess fyrir dómstólunum að gera grein fyrir hinum lúalegu og ærumeiðandi ásökunum um okkur og flokksbræður okkar. Gelur Kr. A. þá komið fram með þær „sannanir", sem hann hefir þrástagast á, að hann hafi leitt að ummælum sínum. Munu dóm- stólarnir jrá dæma unr mikiivægi jreirra og sönnunargildi, en við biðum óhræddir þess dóms. I síðasta blaði „Varðar“ kotna ekki fram neinar nýjar skýringnr eða sannanir, heldur eru jiar endurteknar sömu blekkingarnar og rangfærslurnar, er við höfum þegar áður marghrakið og svarað. Sjáum við því ekki ástæðu til frekari andsvara, en bíðum þess rólegir, að dómstólarnir segi sitt úrskurðarorð. Hédinn Valdimnrsson. Stefán Jóh. Stefánsson. Bakkarnir slúta! Einn málsháttur vor er þann- ig: Seint er að byrgja brunninn, jiegar barnið er dottið ofan í. Það er vitanlega rétt, að of seint er að byrgja brunninn fyr- ir jrví barninu, sem drukknað er. En það geta fleiri börn farið í brunninn, sé hann látinn opinn standa. — Það er nú liðlega vika, síðan blöðin fluttu þá sorgarfregn, að ungur piltur hefði orðið undir malargryfjubakka frammi á Sel- tjarnarnesi og beðið bana af. Slysið olli umhyggjusömum húsbændum piltsins mikillar hryggðar og ástrikum foreldrum í fjarlægð sárustu harma. — Hér skal ekki sakast um það, sem orðið er. Og allir hljótum vér helveg að troða. Það er vissa. En stöku sinnum virðist oss eins og menn fari héðan fyrir örlög fram. — Margt má um [>að tala og rita. Skal ekki lengra út í það mál farið. En ég leyfi mér að spyrja: Hver er umsjónarmaður malar- námu þessarar? — Sé hann ein- h\ er, þá ber honum nú þegar að láta fella bakka gryfjunnar, svo að þeir falli ekki ofan á þá, sem taka þar möl á komandi tíma. Hirðuleysi var það og vangá að bakkarnir voru ekki feldir jafnóðum og mölin var tekin. Fyrir það verður ekki bætt. — En hafi nú enginn umsjón með malartekjunni, þá þarf að bæta úr því þegar í stað. Austurbakkar gryfjunnar slúta. Þeir geta hrunið áður en varir. Hver treður næst helveg í gryfju þessari ? — Það er oss hulið. En hitt er vitanlegt, að mjög margir nota nárnu þessa. Og þeir, sem stjórna jrarna sandtekju og malar- greftri, verða að láta mál þetta til sin taka. Þeir mega ekki láta hlutlaust, hvernig gryfjur eru grafnar. Bakka þeirra verður að fella, svo að engum sé hætta af þeim búin. Hallgrímur Jónsson. Iþréttamál. FB„ 26. júlí. Þessar tillögur voru samþyktar á síðasta aðalfundi íþróttasam- bands fslands (f. S. I.): 1. Aðalfundur f. S. 1. skorar á landsstjórn og alþingi: A. Að feja stjórn f. S. f. að skipa einn mann í nefnd jrá, sem undirbýr hátíðahöldin á ÞingvöII- um 1930 vegna íþróttasýninga á hátíðinni, B. Að á næsta alþingi verði veitt nægilegt fé til æfinga undir Olympiu-leikina 1928 og hátíða- höldin 1930. 2. Aðalfundur f. S. I. skorar á stjórn U. M. F. 1. að aðstoða stjórn 1. S. I. með því að vinna af alefli að æfingu í íslenzkri glimu og öðrum íþróttum, svo að sem flestir æfðir iþróttamenn úr öllum landsfjórðungum geti tekið þátt í væntanlegum íþróttum á Þingvöllum 1930. 3. Aðalfundur f. S. f. samþykkir að heimila stjórninni að strika þau sambandsfélög af skrá sinni, sem eigi hafa sent ársskýrslur og skatt síðast liðin 3 ár, en áður skal sambandsstjórnin tilkynna fé- lögunum þessa samþykt og setja þeim hæfilegan frest til þess að bæta úr vanskilunum. 4. Aðalfundur í. S. I. samþykkir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.