Alþýðublaðið - 29.07.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1926, Síða 3
ALÞÍt/LBLADljL/ 3 m fc'C.-V-.r iM að fela stjórn í. S. 1. að útvega ípróttakennara, sem fari til allra félaga innan f. S. í. til pess að vekja áhuga á líkamsmenning og kenna íþróttir. 5. Fundurinn er á þeirri skoðun, að nauðsynlegt sé að hald áfram að gefa út íþróttablaðið, málefn- um vorum til styrktar og ályktar að visa þessu máli til stjórnar f. S. í. til beztu fyrirgreiðslu. 6. Aðalfundur f. S. f. felur stjórninni að sjá um, að í byrjun hvers aðalfundar sé borin upp tillaga um, að ekki megi reykja á aðalfundi. 7. Aðalfundur f. S. f. skorar á framkvæmdarnefndir íþróttamóta að banna allar tóbaksreykingar í fataherbergjum og algerlega öll- um starfsmönnum íþróttamóta. 8. Fundurinn álílur mjög var- hugavert gagnvart íþróttaféiags- skapnum, að íþróttakennarar eða einstakir menn taki iþróttaflokka frá félögum án vitundar stjórna þeirra og fari með þá til sýninga úti um land eða til útlanda og myndi sér atvinnu með þeim hætti. Skorar fundurinn því á stjórn I. S. 1. að taka mál þetta til alvarlegrar íhugunar. 9. Fundurinn skorar á stjórn í. S. f. að hafa sterkar gætur á, að þeir íþróttaflokkar, sem ætla að fara út um land eða til útlanda til þess að halda opinberar í- þróttasýningar, séu vel æfðir, svo að þeir séu félögunum, kennurun- um og þjóðinni til sóma. Á fyrsta stjórnarfundi hinnar nýkosnu stjórnar í. S. í. var Axel V. Tulinius framkvæmdastjóri kjörinn fyrsti heiðursfélagi sam- bandsins. Hann er einn af stofn- endum í. S. f. og var forseti þess i rúm 14 ár. Þessir menn hafa nýlega gerst æfiíélagar íþróttasambandsins: Ludvig Kaaber, bankastjóri, Kristján L. Gestsson deildarstj., Erlendur Pétursson bókhaldari, Helgi Jónasson framkvæmdastj. Eru æfifélagar I. S. í. nú 37 að tölu. Þessir tveir rnenn hafa tekið af- reksmerkjapróf: Guðm. Kr. Guð- mundsson glímukappi og Gísli Sigurðsson, Hafnarfirði. Eru þeir fyrstu mennirnir, sem tekið hafa afreksmerkjapróf samkvæmt lög- um 1. S. I. Stjórn í. S. 1. hefir ákveðið, að iþróttablaðið byrji að koma út aftur um næstu áramót. Um daginn og veginn. Nœturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. 712 ár eru í dag frá fæðingu Sturlu lög- manns Þórðarsonar, sagnaritarans fræga, höfundar Sturíunga sögu, en á morgun eru 642 ár frá dánardegi hans. tlt Aheit tíi Strandarkirkju. Kr. 5,00 frá N. N. Hiti 15—11 stig. Átt suðíæg. Snarpur vindur í Vestmannaeyium og á Vesturlandi. Annars staöar lygnara. Loftvægislægð fyrir vest- an land. Otlit: Sunnanátt og í nótt sums staðar á suðvestan. 1 dag all- hvast sums staðar á Suður- og Vest- ur-landi. Orkoma víða, einkum sunnanlands. 1 nótt allhvast ó Suð- ur- og Austur-landi. Skúrir syðra. Krónuseðlarnir ganga úr gildi um mónaðamót- in. Fólk er því enn ó ný mint á, að síðasti frestur til að losna við þá og fá þeim skift í bönkunum er á morgun og laugardagsmorgun- inn. ' i >’ Ný bók, sem heitir Vetrarbraut, eftir Ásgeir Magnússon, er væntanleg á bóka- markað innan skamms. Hún er 11 arkir að stærð og prýdd nokkrum myndum. Bókin hljóðar um nýjustu kenningar í stjörnufræði. Það, sem Alþýðublaðið hefir af henni séð, er ritað á óvenjulega fagurri íslenzku. Kauptúníð Keflavík í Gullbringusýslu hefir gengið kaupum og sölum nú síðustu árin. Lengi átti H. P. Duus-verzlun kaup- staðarlóðirnar. Síðan seldi hún þær ásamt verzlunarhúsunum og öðrum mannvirkjum Matthiasi Þórðarsyni kaupmanni. Næst varð Copland eig- Einar skáJaglam: Húsið við Norðurá. Og eftir því, sem á gönguna leið, sann- færðist hann meir og meir um það, að hér væri alt með feldu. Vitanlega hefði Max- ■ well verið þjónn hjá Owen, sem hefði i greiðaskyni ritað fyrir hann stöðubeiðnina j til ‘Smiths majórs. Loks kom hann að kotinu, þar sem hann hafði lifað allan fyrri part æfinnar. Þó að hann kannaðist við hvern stein þarna og hverja þúfu, bar þetta alt á sér einhvern óverulegleikans keim. Og þegar faðir hans kom fram á hlaðið, og Goodmann Johnson sá þénnan gamla, peysulega karl, varð hann alveg steinhissa á því, að þessi maður skyldi nokkurn tima hafa reynt að bera það við að ætla að knésetja sig. Og honum varð blátt áfram létt í huga, þegar honum datt sú endemis-fjarstæða í hug, og hann heilsaði því Jóni gamla í Halastaðakoti all-kankvíslega og sagði til sín. Jóni fyrir sitt leyti fanst þessi maður vera útlendur að öllu og var feiminn við hann og bauð honum hátíðlega inn til postulínshund- anna. En þegar Bera gamla kom fram i stofuna, var eins og Goodmann Johnson yrði alt annar maður. Hann mintist allrar móðurlegrar umhyggju, sem hún hafði fyrir honum haft, hvort sem það voru hirtingar eða kandismolar, og hann vafði hana að sér með innilegri viðkvæmni. En Jón gamli stóð og horfði á það undr- andi, að þessi vel klæddi útlendingur skyldi geta lagt sig niður við það að faðma kerl- ingarskrukkuna hana Beru. Þegar þau mæðginin höfðu talast við um stund, gekk gamla konan út til að berasyni sínum kaffi. En þeir feðgarnir urðu eftir inni, en þeir áttu ekkert vantalað hvor við annan, svo að það var þögn, er Bera var farin. Johnson litaðist um. Hann kannaðist við alt, sem var í stofunni. Það hafði verið svona, þegar hann mundi fyrst til. Og hann gat ekki annað en brosað, þegar hann enn

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.