Alþýðublaðið - 30.07.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 30.07.1926, Side 1
Alpýðúblaðfð Gefið út af AlÞýðuflokkoum — 1926. Föstudaginn 30. júlí. 175. töiublað. Sementsskipið sokkið. Mennirnir bjargast. 1 morgun kom símfrétt til Hall- gríms Benediktssonar kaupmanns, þess efnis, að sementsskipiö, sem koma átti tií hans, hafi rekist á sker á Breiðafirði og sokkið. Mennirnir komust í bátana til Flateyjar. Nánari fréttir ókomnar. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 29. júlí. Fjárhagsmálið franska. Frá París er símað, að Poincaré hafi lýst yfir þvi, að það sé ekki réttmætt að krefjast þess, að þingið samþykki Washington- og Lundúna-samningana um skuld- irnar, áður en þinghlé byrjar. Fjárhagsnefnd hefir samþýkt með litlum meiri hluta aö ræða fjár- lögin. Auðvaldssamtök valda verð- hækkun á járni. Frá Berlín er símað, að í Vest- ur-Evrópu sé í myndun járnfram- leiðsluhringur. Samningurinn á að fastsetja hámarkshluta framleiðsl- unnar í hverju landi. Væntanleg framboðsrénun. Verðhækkun 30°/o. Litið svar til „Mgbl.“ „Mgbl.“ gerir „litla fyrirspurn" til ritstjóra Alþýðublaðsins uri það, hvað „Dagsbrúnar"-menn meini með kröfu sinni um að halda „kaupi sínu óskertu". Þó að beinna lægi við fyrir blaðið að leita svars hjá „Dagsbrúnar"- mönnum sjálfum um þao, líggur svarið beint við. Verkamenn vilja ekki, að krónutala kaups þeirra lækki, meðan það nægir ekki til þess, að þeir geti lifað sómasam- iegu lífi, og meðan verðlagi á nauðsynjum er haldið óþolandi háu með ósvífnum tollaálögum í- haldsstjórnarinnar og öðrum ó- stjórnarráðstöfunum. 1 sambandi við þetta spyr „Mgbl,“ um það, hvort ritstjóri Alþýðublaðsins sé á sömu skoðun og Stauning, forsætisráðherra Dana, urn kaupgjald og verðvísi- tölur. Þótt ritstjóri Alþýðublaðs- ins viti, að „Mgbl.“ eigi bágt með að skilja, að nokkuð megi hér vera öðruvísi en í Danmörku — svo danskar stoðir renna undir útgáfu „Mgbl.“ —, þá ættu aðrir að geta séð, að mjög öðru máli er að gegna um kaupgjald og verðlag í Danmörku en hér. Þar hefir öflugum alþýðusamtökum tekist að bæta stórkostlega kjör uinnustéttarinnar, og auk þess fara jafnaðarmenn með stjórn rik- isins. Hér er ihaldsstjórn og al- þýðusamtökin enn svo veik því miður, að þau hafa ekki getað bætt kjör vinnustéttarinnar svo sem þyrfti. Þess vegna getur „Mgbl.“ treyst því, að Stauning forsætisráðherra myndi, ef til lians kasta kæmi, vafalaust krefj- ast þess, að „Dagsbrúnar“-menn haldi kaupi sínu óskertu, ef „Mgbl.“ vill endilega leiðrétta skoðanir sínar eftir dönsku áliti. „Nóg er hér fátæktin að berjast við,“ sagði Stauning í viðtali sínu við Al- jrýðublaðið um hag alþýðu í Reykjavik. EJm dagiuis og vegism. Nœturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3. Símar 686 og 506. Lúðrasveitin leikur á Austurvelli í kvöld kl. 8V2, ef veður leyfir. Lúðvík Guðmundsson, sem s. 1. vetur kendl náttúrufræði Auglýsing ! Oddur Sigurgeirsson rithöfundur á Seljalandi tilkynnir: Samkvæmt þrálátri beiðni vorri og úrskurði frá hærri stöðum gefst það til vit- undar öllum almenningi, að í dag flytjum vér alfarnir frá Seljalandi við Reykjavík að Bergþórugötu 18 hér í borginni, hvar hér eftir munu verða vor einkaherbergi með tii- heyrandi þægindum, veggjaskrauti og vekjaraklukku. — Jafnframt skai þess getið, að frá og með þessum degi fáum vér vora vikupeninga, senda í ,gegn um vorn einka fjár- ræðismann, alls 100,00 — hundrað —- krónur fyrir hvern viku-mánuð, er gelzt fyrir fram fyrir hverja vilcu í senn. Fjárhæð þessi skoðast af oss sem vottur viðurkenningar á starfi voru í þarfir alþjóðar, hlið- stætt þeirri meðferð, se-ú’ prófast- ar (utan Akureyrar) fá, þegar ell- in færist yfir þá. Samkvæmt ofan- skráðu fáum vér ekki lengur fram- færi vort aí þurfamannafé, heldur veltur sú byrði yfir á bæjarsjóð! Harðjaxl kemur næsta sunnudag kl. 3 e. m., og verður afgreiðslan í vorum nýju skrifstofum nr. 19 viö BergstaCastræti. Allir strákarnir eru hér með beðnir að mæta þar á réttum tíma, eins og vant er. Reykjavík og Seljalandi, 30. júlí 1926. P. O. Box 614. Talsímarnir ekki komnir í samband. Verða númerin auglýst bráðlega. við mentaskólann, fór utan með „Lyru" í gær. Fer hann til Þýzka- lands og fleiri ianda. Er liann i erindum stúdentaráðsins, en mun jafnframt kynna sér núnar uppeidis- mál. Heldur en ekki bumbult varð „Mgbl.“ í dag af grein, sem Guðmundur Björnson landlæknir skrifar um mjólkurskortinn, þar sem hann ræður kaupstöðunum tii að koma sér upp stórum, bæjarreknum kúabúum, og bætir við: „Nú eru työ stór kúabú (Vífilsstaöir og Kleppur) rekin á ríkiskostnað og bera sig prýðilega, gefa ágætan arð. Þetta má sýna og sanna,. það getur engínn hrakið. Komið og sjáið! Og hví skyldi þá ekki eins geta blessast búskapurinn fyrir hvert bæjarfé- lag?“ — „Mgbl." nöldrar sáran yfir þessum staðreyndum, en getur ekki hrakíð þær fremur en spangólandi hundur tunglið af braut sinni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.