Alþýðublaðið - 31.07.1926, Blaðsíða 1
ýðublaðið
Gefid át af Alþýðiiflokkttaini
1926.
Laugardaginn 31. júlí.
176. tölublað.
Viðurkenning
íslenzka rikisins á alpýðulýð-
veldinu rússneska.
Ákveðið hefir verið, að íslenzka
ríkið viðurkenni fyrir sitt leyti
alþýðulýðveldið rússneska. Hefir
sú ákvörðun dregist hlægilega
lengi. Nýlega spurði Alþbl. Jón
Þorláksson, núverandi forsætis-
ráðherrá, um, hvað þessu máli
liði, og kvað hann viðurkenning-
una verða gefna, en hvort athöfn-
in væri komin í formlega fram-
kvæmd eða ékki, kvaðst hann ekki
geta sagt um að svo stöddu.
Stauning
segir frá Alþýðuflokknum.
(Tilkynning frá sendiherra Dana.)
I framhaldsviðtali við „Social-
Demokraten" gerir Stauning for-
•sætisráðherra grein fyrir jafnaðar-
'mannaflokkinum íslenzka (Al-
þýðuílokkinum), aðstöðu hans og
mönnum og segir frá samfundum
sínum við íslenzka skoðanabræð-
ur. „Þetta hefir", lýkur forsætis-
ráðherrann frásögn sinni, „verið
ferð, sem við munum 'geyma í
endurminningunni."
Erlend sfnnskeyti.
Khöfn, FB„ 31. júlí.
Frumvörp ura skatt á útlend-
inga i Frakklandi.
Frú París er símað, að sennilega
snmþykki . þingið fjárlögin nú.
Hafa þau náð samþykt fjárhags-
nefndar. Poincaré stingur upp á
launahækkun handa þingmönnum.
Frumvarp um skatt á útlendinga
hefir verið lagt fyrir þingið. Sam-
kvæmt því á hver útlendingur,
sem kemur inn í landið, að greiða
200 franka í skatt.
a Granf®Mf
syngur í Nýja Bíó þriðjud. 3 ágúst kl. 7a/2. Hr.
Emil Thoroddsen spilar á hljóðfærið. Aðgöngu-
miðar seldír í Iil|éðfæi*aiiiisÍ8&i8.
Ákæra á ýmsafnorska f jármála-
og stjórnmála-menn auðvalds-
flokkanna.
Frá Osló er símað, að sameign-
arsinni, sem var í nefnd þeirri,
er ákærði Bergeráðuneytið, hafi
opinberað nöfn fjármála- og
stjórnmála-manna, er kunnugir
voru hag bankans (Handelsban-
ken), og tekið höfðu út inneignir
sínar, eftir að ríkisstyrkurinn
hafði verið greiddur bankanum.
Á meðal hinna nafngreindu er
Edte bankastjóri með 1/4 milljón-
ar, og Holst forstjóri með hálfa
milljón.
Hið ágæta franska
alklædi,
sem allur bærinn þekkir, er nú
aftur komið.
Veirðið eran læyra esi
áður.
Að eins kr. 11,50, 12,90,
15,75 metr.
Mikiíl fornmenjafundur
i Danmörku.
(Tilk. frá sendiherra Dana.)
Við malargröft við járnbrautar-
lagningu J Faardal fyrir austan
Vébjörg hefir komið upp mi'kill
bronzigripafundur: stór og smá,
skreytt hengiker, bringudjásn og
hálshringur, alt góðir gripir og í
góöu standi, og enn fremur tveir
hlutir, óþektir til þessa, sem helzt
má kalla fánamerki, Eru þeir flöt
bronzibönd ofan til og á bringa
og höfuð. Þá er og mynd af
knéfailandi konu, sem ef til vili
er efdrgerð mynd, ormsmynd og
ophluti af sverðslíðrum. Enn hafa
fundist tveir breiðir armsmokkar,
tveir undnir armhringar, tvær nál-
ar, digur stöng, hnappur, steypu-
hlunkur og ýmislegar leifar með
hnöppum. Allir hluíirnir lágu í
hengikerunum og eru með einni
undantekningu eldri frá miðju
bronzitímabilinu síðara, sem sé
frá áttundu og níundu öld fyrir
Krists burð. Konumyndin er eink-
um áliíin mjög merkileg.
Smáskriftarmet.
Stúdent í Glasgow, sem fyrir
nokkru hafði tekist að skrifa 11000
orð á bréfspjald, hugði sig með því
hafa néð heimsmeti í smáskrift, en
maður í British Columbia hafði af
honum þennan heiður með því að
skrifa 1000 orðum fleira á bréf-
spjald. Betur þykir þó enskur stú-
dent hafa gert, sem tókst að skrifa
600 orð aftan á frímerki, og er hann
nú talinn hafa metið.
Engin almenn verzlunarmanna-
skemtun verður 2. ágúsf.